Fá vilja fjölmiðlafrumvarp Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. janúar 2020 06:04 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir fjölmiðlafrumvarpinu um miðjan desember eftir langa fæðingu. Vísir/vilhelm Rúmlega 44 prósent segjast andvíg hugmyndum um fjárstuðning við einkarekna fjölmiðla. Aðeins fjórðungur er þeim hlynntur og næstum 30 prósent segjast hvorki hlynnt né andvíg ef marka má könnun Fréttablaðsins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir breytingum á lögum um fjölmiðla á Alþingi um miðjan desember. Verði frumvarp hennar samþykkt geta einkareknir fjölmiðlar átt rétt á stuðningi frá hinu opinbera að uppfylltum skilyrðum. Frumvarpið felur meðal annars í sér ákvæði um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla en 400 milljónir hafa verið eyrnamerktar í fjárlögum næsta árs til stuðnings við fjölmiðla. Fjölmiðlafrumvarpið svokallaða hefur ekki síst strandað á andstöðu innan stjórnarliðsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa margir lýst efasemdum um núverandi útfærslu málsins, telja hana ekki taka nógu vel á því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hefur á fjölmiðlamarkaði. Þessar efasemdir Sjálfstæðismanna má glöggt lesa úr niðustöðum könnunnar Fréttablaðsins en minnsti stuðningurinn við frumvarpið er einmitt í þeirra röðum. Aðeins 19 prósent þeirra eru fylgjandi frumvarpinu en 55 prósent andvíg. Þá þykir athyglisvert að stuðningurinn við fjölmiðlafrumvarpið meðal Framsóknarmanna sé aðeins 32 prósent, en mennta- og menningarmálaráðherra er úr þeirra röðum. Stuðningurinn við frumvarpið í grasrót þriðja stjórnarflokksins, Vinstri grænna, er ekki mikið meiri eða um 35 prósent. Í samtali við blaðið segist Lilja geta vel við unað. Hún fagni því að fjórðugur sé málinu fylgjandi og að um 30 prósent hafi ekki enn myndað sér skoðun á málinu. Hún bendir á að sambærilegur stuðningur við einkarekna miðla hafi gefist vel á öðrum Norðurlöndum og vonar að fólk hafi hugrekki til að styðja betur við fjölmiðla landsins. „Lengi hefur verið í umræðunni að fara í aðgerðir en fátt komið fram fyrr en nú,“ segir Lilja. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hættir útgáfu bæjarblaðs og segir enga hjálp að finna í fjölmiðlafrumvarpinu Jólablað Hafnarfjarðarbæjar fyllti mælinn. 28. desember 2019 23:00 Frumvarpið snúist ekki um Ríkisútvarpið Sú gagnrýni sem fram kom í umræðum um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra í fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi snéri einna helst að því að ekki væri samhliða reynt að stemma stigu við því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hafi á fjölmiðlamarkaði. 17. desember 2019 13:40 Framkvæmdastjóri Fótbolta.net lýsir „fimm svipuhöggum ríkisins“ og býður lesendum að styrkja miðilinn beint Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, vefsíðu sem sérhæfir sig í fréttaflutningi og umfjöllun um fótbolta bæði af innlendum og erlendum vettvangi, vandar Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og íslenska ríkinu ekki kveðjurnar í pistli sem hann birti á síðunni í dag. 9. janúar 2020 15:20 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Rúmlega 44 prósent segjast andvíg hugmyndum um fjárstuðning við einkarekna fjölmiðla. Aðeins fjórðungur er þeim hlynntur og næstum 30 prósent segjast hvorki hlynnt né andvíg ef marka má könnun Fréttablaðsins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir breytingum á lögum um fjölmiðla á Alþingi um miðjan desember. Verði frumvarp hennar samþykkt geta einkareknir fjölmiðlar átt rétt á stuðningi frá hinu opinbera að uppfylltum skilyrðum. Frumvarpið felur meðal annars í sér ákvæði um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla en 400 milljónir hafa verið eyrnamerktar í fjárlögum næsta árs til stuðnings við fjölmiðla. Fjölmiðlafrumvarpið svokallaða hefur ekki síst strandað á andstöðu innan stjórnarliðsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa margir lýst efasemdum um núverandi útfærslu málsins, telja hana ekki taka nógu vel á því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hefur á fjölmiðlamarkaði. Þessar efasemdir Sjálfstæðismanna má glöggt lesa úr niðustöðum könnunnar Fréttablaðsins en minnsti stuðningurinn við frumvarpið er einmitt í þeirra röðum. Aðeins 19 prósent þeirra eru fylgjandi frumvarpinu en 55 prósent andvíg. Þá þykir athyglisvert að stuðningurinn við fjölmiðlafrumvarpið meðal Framsóknarmanna sé aðeins 32 prósent, en mennta- og menningarmálaráðherra er úr þeirra röðum. Stuðningurinn við frumvarpið í grasrót þriðja stjórnarflokksins, Vinstri grænna, er ekki mikið meiri eða um 35 prósent. Í samtali við blaðið segist Lilja geta vel við unað. Hún fagni því að fjórðugur sé málinu fylgjandi og að um 30 prósent hafi ekki enn myndað sér skoðun á málinu. Hún bendir á að sambærilegur stuðningur við einkarekna miðla hafi gefist vel á öðrum Norðurlöndum og vonar að fólk hafi hugrekki til að styðja betur við fjölmiðla landsins. „Lengi hefur verið í umræðunni að fara í aðgerðir en fátt komið fram fyrr en nú,“ segir Lilja.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hættir útgáfu bæjarblaðs og segir enga hjálp að finna í fjölmiðlafrumvarpinu Jólablað Hafnarfjarðarbæjar fyllti mælinn. 28. desember 2019 23:00 Frumvarpið snúist ekki um Ríkisútvarpið Sú gagnrýni sem fram kom í umræðum um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra í fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi snéri einna helst að því að ekki væri samhliða reynt að stemma stigu við því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hafi á fjölmiðlamarkaði. 17. desember 2019 13:40 Framkvæmdastjóri Fótbolta.net lýsir „fimm svipuhöggum ríkisins“ og býður lesendum að styrkja miðilinn beint Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, vefsíðu sem sérhæfir sig í fréttaflutningi og umfjöllun um fótbolta bæði af innlendum og erlendum vettvangi, vandar Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og íslenska ríkinu ekki kveðjurnar í pistli sem hann birti á síðunni í dag. 9. janúar 2020 15:20 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Hættir útgáfu bæjarblaðs og segir enga hjálp að finna í fjölmiðlafrumvarpinu Jólablað Hafnarfjarðarbæjar fyllti mælinn. 28. desember 2019 23:00
Frumvarpið snúist ekki um Ríkisútvarpið Sú gagnrýni sem fram kom í umræðum um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra í fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi snéri einna helst að því að ekki væri samhliða reynt að stemma stigu við því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hafi á fjölmiðlamarkaði. 17. desember 2019 13:40
Framkvæmdastjóri Fótbolta.net lýsir „fimm svipuhöggum ríkisins“ og býður lesendum að styrkja miðilinn beint Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, vefsíðu sem sérhæfir sig í fréttaflutningi og umfjöllun um fótbolta bæði af innlendum og erlendum vettvangi, vandar Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og íslenska ríkinu ekki kveðjurnar í pistli sem hann birti á síðunni í dag. 9. janúar 2020 15:20