Allir ferðamennirnir komnir úr lífshættu Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2020 11:57 Frá vettvangi slyssins við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Þórður Grétarsson Ferðamennirnir sem lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi á föstudag eru allir útskrifaðir af gjörgæslu og komnir úr lífshættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu voru í tveimur bílum sem lentu í árekstri við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis á föstudag. Sjö voru fluttir slasaðir af vettvangi með þyrlum Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, þar af þrjú börn. Þrjú börn og einn fullorðinn voru enn á gjörgæslu á laugardag. Tvö barnanna voru þá sögð alvarlega slösuð. Samkvæmt upplýsingum Landspítalans eru börnin þrjú nú öll á barnadeild ásamt föður sínum, sem er útskrifaður af sjúkrahúsi. Móðir barnanna liggur inni á bæklunardeild Landspítalans. Enginn er því lengur á gjörgæslu og allir komnir úr lífshættu, líkt og áður segir. Nýlega voru opnuð legurými á efri hæð bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Spítalinn hefur sagt að þökk sé þessum nýju rýmum hafi verið hægt var að takast á við slysið með „eðlilegum hætti“. Mikið hefur verið fjallað um álag og plássleysi á bráðamóttökunni undanfarið. Hópslysaáætlun var virkjuð þegar tilkynning barst um slysið skömmu fyrir klukkan tvö á föstudag og Suðurlandsvegi lokað við slysstað. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi á föstudagskvöld að svo virtist sem annar bíllinn hefði farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Börnin sem slösuðust alvarlega í slysinu voru öll í öðrum bílnum. Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18. janúar 2020 09:51 Hátt á annan tug alvarlegra umferðarslysa það sem af er ári Á annan tug alvarlegra umferðarslysa hafa orðið frá upphafi árs 2020. Aðeins nítján dagar eru liðnir af árinu. Alvarleg umferðarslys hafa komið upp og mörg þeirra hafa verið fjölmenn. Eitt banaslys hefur orðið það sem af er ári. 19. janúar 2020 11:38 Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvarleg slys síðasta sólarhringinn Tvö börn eru alvarlega slösuð eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. 18. janúar 2020 12:30 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Ferðamennirnir sem lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi á föstudag eru allir útskrifaðir af gjörgæslu og komnir úr lífshættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu voru í tveimur bílum sem lentu í árekstri við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis á föstudag. Sjö voru fluttir slasaðir af vettvangi með þyrlum Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, þar af þrjú börn. Þrjú börn og einn fullorðinn voru enn á gjörgæslu á laugardag. Tvö barnanna voru þá sögð alvarlega slösuð. Samkvæmt upplýsingum Landspítalans eru börnin þrjú nú öll á barnadeild ásamt föður sínum, sem er útskrifaður af sjúkrahúsi. Móðir barnanna liggur inni á bæklunardeild Landspítalans. Enginn er því lengur á gjörgæslu og allir komnir úr lífshættu, líkt og áður segir. Nýlega voru opnuð legurými á efri hæð bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Spítalinn hefur sagt að þökk sé þessum nýju rýmum hafi verið hægt var að takast á við slysið með „eðlilegum hætti“. Mikið hefur verið fjallað um álag og plássleysi á bráðamóttökunni undanfarið. Hópslysaáætlun var virkjuð þegar tilkynning barst um slysið skömmu fyrir klukkan tvö á föstudag og Suðurlandsvegi lokað við slysstað. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi á föstudagskvöld að svo virtist sem annar bíllinn hefði farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Börnin sem slösuðust alvarlega í slysinu voru öll í öðrum bílnum.
Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18. janúar 2020 09:51 Hátt á annan tug alvarlegra umferðarslysa það sem af er ári Á annan tug alvarlegra umferðarslysa hafa orðið frá upphafi árs 2020. Aðeins nítján dagar eru liðnir af árinu. Alvarleg umferðarslys hafa komið upp og mörg þeirra hafa verið fjölmenn. Eitt banaslys hefur orðið það sem af er ári. 19. janúar 2020 11:38 Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvarleg slys síðasta sólarhringinn Tvö börn eru alvarlega slösuð eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. 18. janúar 2020 12:30 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18. janúar 2020 09:51
Hátt á annan tug alvarlegra umferðarslysa það sem af er ári Á annan tug alvarlegra umferðarslysa hafa orðið frá upphafi árs 2020. Aðeins nítján dagar eru liðnir af árinu. Alvarleg umferðarslys hafa komið upp og mörg þeirra hafa verið fjölmenn. Eitt banaslys hefur orðið það sem af er ári. 19. janúar 2020 11:38
Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvarleg slys síðasta sólarhringinn Tvö börn eru alvarlega slösuð eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. 18. janúar 2020 12:30
Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08