Vonar að styttur opnunartími leikskóla verði aprílgabb Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. janúar 2020 18:30 Tillaga um að fallið verði frá skerðingu á opnunartíma á leikskólum Reykjavíkurborgar verður lögð fram í borgarstjórn á morgun. Oddviti Sjálfstæðismanna segist finna mikinn stuðning við tillöguna og vonar að fyrirhuguð breyting þann fyrsta apríl verði aprílgabb. Meirihluti skóla-og frístundaráðs Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku tillögu stýrihóps um að opnunartími leikskóla verði styttur um hálftíma þannig að þeir loka klukkan hálf fimm í stað fimm frá og með 1. apríl. Áformin hafa mælst misjafnlega fyrir. Til að mynda skrifa 20 konur grein á Vísi í dag þar sem skorað er á borgarráð að hafna breytingunum. Félag leikskólakennara styður hins vegar tillöguna. Sjálfstæðismenn hafa verið henni mótfallnir og á borgarstjórnarfundi á morgun verður lögð fram tillaga um að fallið verði frá breytingunni og í stað hennar verði opnunartími leikskóla sveigjanlegur. „Ég held að það séu margir sem vilja að þessi þjónusta sé í boði til klukkan fimm. Þetta var jafnréttismál á sínum tíma og þetta er þjónusta fyrir vinnandi fjölskyldufólk,“ segir Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Hann segir að margir foreldrar hafi haft samband vegna málsins. „Við vitum um dæmi þess að þetta er mjög erfitt fyrir suma. Þeir eru kannski að starfa til fimm en þurfa þá að fara fyrr úr vinnu, þess vegna er þetta jafnréttismál og líka þjónusta við íbúa og börnin,“ segir Eyþór. Hann segist finna mikinn stuðning við málflutning Sjálfstæðisflokksins. „Það hafa margir haft samband við okkur vegna málsins. Þá sjáum við að stuðningmenn meirihlutans hafa lýst sig mótfallna tillögunni t.d. á vefmiðlum. Þannig að það er því fullt tilefni til að endurskoða þessa ákvörðun. Fyrsti apríl er skammt undan og hann getur líka bara verið gabb,“ segir Eyþór að lokum. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Tillaga um að fallið verði frá skerðingu á opnunartíma á leikskólum Reykjavíkurborgar verður lögð fram í borgarstjórn á morgun. Oddviti Sjálfstæðismanna segist finna mikinn stuðning við tillöguna og vonar að fyrirhuguð breyting þann fyrsta apríl verði aprílgabb. Meirihluti skóla-og frístundaráðs Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku tillögu stýrihóps um að opnunartími leikskóla verði styttur um hálftíma þannig að þeir loka klukkan hálf fimm í stað fimm frá og með 1. apríl. Áformin hafa mælst misjafnlega fyrir. Til að mynda skrifa 20 konur grein á Vísi í dag þar sem skorað er á borgarráð að hafna breytingunum. Félag leikskólakennara styður hins vegar tillöguna. Sjálfstæðismenn hafa verið henni mótfallnir og á borgarstjórnarfundi á morgun verður lögð fram tillaga um að fallið verði frá breytingunni og í stað hennar verði opnunartími leikskóla sveigjanlegur. „Ég held að það séu margir sem vilja að þessi þjónusta sé í boði til klukkan fimm. Þetta var jafnréttismál á sínum tíma og þetta er þjónusta fyrir vinnandi fjölskyldufólk,“ segir Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Hann segir að margir foreldrar hafi haft samband vegna málsins. „Við vitum um dæmi þess að þetta er mjög erfitt fyrir suma. Þeir eru kannski að starfa til fimm en þurfa þá að fara fyrr úr vinnu, þess vegna er þetta jafnréttismál og líka þjónusta við íbúa og börnin,“ segir Eyþór. Hann segist finna mikinn stuðning við málflutning Sjálfstæðisflokksins. „Það hafa margir haft samband við okkur vegna málsins. Þá sjáum við að stuðningmenn meirihlutans hafa lýst sig mótfallna tillögunni t.d. á vefmiðlum. Þannig að það er því fullt tilefni til að endurskoða þessa ákvörðun. Fyrsti apríl er skammt undan og hann getur líka bara verið gabb,“ segir Eyþór að lokum.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira