Handbolti

Ýmir: Þeir sundurspiluðu okkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Ýmir Örn Gíslason stóð venju samkvæmt í ströngu í miðri vörn Íslands í leiknum gegn Noregi í dag. Íslendingar voru allan tímann í eltingarleik og töpuðu með þremur mörkum, 31-28.

„Við byrjuðum illa, mjög illa, og lentum 7-0 undir,“ sagði Ýmir við Vísi eftir leik.

Hann segir að Íslendingar hafi gengið framar í Norðmenn í vörninni í seinni hálfleik og það hafi skipt sköpum.

„Við vorum of aftarlega í vörninni í fyrri hálfleik en í þeim seinni fórum við framar,“ sagði Ýmir.

Hann sagði að varnarleikur Íslands hafi ekki verið nógu góður í fyrri hálfleik.

„Þeir löbbuðu í gegn í fyrri hálfleik. Við vorum alltof slitnir og þeir sundurspiluðu okkur,“ sagði Ýmir.

Honum hefur tekist að fara í taugarnar á mörgum mótherjum sínum á EM með ákveðnum leik og mikilli innlifun.

„Þetta er minn leikur. Þetta er það sem ég stend fyrir,“ sagði Ýmir að endingu.


Tengdar fréttir

Viggó: Leiðinlegt að tapa

Viggó Kristjánsson hefur komið af krafti inn í íslenska landsliðið á þessu Evrópumeistaramóti.

Elvar Örn: Hef engar skýringar

Elvar Örn Jónsson segir að tapið gegn Noregi í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. Hann segir að byrjunin hafi farið með leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×