Ancelotti rifjaði upp tapið á móti Liverpool í Istanbul eftir hörmungar Everton í uppbótartíma í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2020 10:00 Erfið kvöld fyrir ítalska stjórann. Carlo Ancelotti 2005 og 2020. Getty/Samsett Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, var óvenju sáttur við sitt lið þrátt fyrir klúðrið í blálokin á móti Newcastle í gærkvöldi. Everton var 2-0 yfir og í frábærum málum þegar voru komnar tvær mínútur af uppbótatíma í leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að missa leikinn niður í jafntefli. Newcastle skoraði tvö mörk í uppbótatímanum og það liðu aðeins 102 sekúndur á milli markanna. Everton er alls búið að fá á sig sjö mörk á leiktíðinni eftir 90. mínútu eða fjórum fleira en næsta lið. „Ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum. Leikmennirnir mínir eru mjög leiðir núna en ég sagði við þá að ég væri með meiri reynslu en þeir,“ sagði Carlo Ancelotti eftir leikinn. "I've lost a Champions League final after leading 3-0 so it can happen sometimes." Carlo Ancelotti was still pleased with how Everton played despite throwing away a 2-0 lead.https://t.co/mXU3KVRIe1pic.twitter.com/hByM7fcGHu— BBC Sport (@BBCSport) January 22, 2020 „Ég hef tapað úrslitaleik í Meistaradeildinni eftir að hafa verið 3-0 yfir svo að svona hlutir gerast stundum,“ sagði Carlo Ancelotti. Hann rifjaði þarna upp úrslitaleik Liverpool og AC Milan í Istanbul 25. maí 2005. Carlo Ancelotti var þá stjóri AC Milan og sá þá Paolo Maldini og Hernán Crespo (2 mörk) koma liðinu í 3-0 í fyrri hálfleik. Steven Gerrard, Vladimír Smicer og Xabi Alonso jöfnuðu metin á fyrstu fimmtán mínútunum í seinni hálfleik og Liverpool vann síðan 3-2 í vítakeppni. „Það eru hlutir í fótbolta sem þú hefur ekki stjórn á. Við fengum óþarfa mörk á okkur en frammistaðan var góð. Við spiluðum frábæran leik og vorum óheppnir. Þetta breytir samt engu og enska úrvalsdeildin heldur áfram. Við komust í 2-0, spiluðum sóknarbolta og fengum færi til að skora fleiri mörk. Svona hlutir gerast ekki oft en þeir gerast,“ sagði Carlo Ancelotti. „Við verðum að halda áfram allar 90 mínúturnar en ég ætla ekki að segja neitt við mína leikmenn. Þeir spiluðu vel og svona getur gerst. Við vorum bara óheppnir í þessum leik.,“ sagði Ancelotti. Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilaði með Everton vegna nárameiðsla en þetta er annar leikurinn í röð sem hann missir af. Everton er með 30 stig í 12. sæti eftir þetta jafntefli en hefði verið í áttunda sæti ef liðið hefði unnið leikinn. The result The performance Moise Kean's first goal@MrAncelotti's reaction to the good and the bad of #EVENEW... pic.twitter.com/mTkqKO0dRO— Everton (@Everton) January 21, 2020 Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, var óvenju sáttur við sitt lið þrátt fyrir klúðrið í blálokin á móti Newcastle í gærkvöldi. Everton var 2-0 yfir og í frábærum málum þegar voru komnar tvær mínútur af uppbótatíma í leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að missa leikinn niður í jafntefli. Newcastle skoraði tvö mörk í uppbótatímanum og það liðu aðeins 102 sekúndur á milli markanna. Everton er alls búið að fá á sig sjö mörk á leiktíðinni eftir 90. mínútu eða fjórum fleira en næsta lið. „Ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum. Leikmennirnir mínir eru mjög leiðir núna en ég sagði við þá að ég væri með meiri reynslu en þeir,“ sagði Carlo Ancelotti eftir leikinn. "I've lost a Champions League final after leading 3-0 so it can happen sometimes." Carlo Ancelotti was still pleased with how Everton played despite throwing away a 2-0 lead.https://t.co/mXU3KVRIe1pic.twitter.com/hByM7fcGHu— BBC Sport (@BBCSport) January 22, 2020 „Ég hef tapað úrslitaleik í Meistaradeildinni eftir að hafa verið 3-0 yfir svo að svona hlutir gerast stundum,“ sagði Carlo Ancelotti. Hann rifjaði þarna upp úrslitaleik Liverpool og AC Milan í Istanbul 25. maí 2005. Carlo Ancelotti var þá stjóri AC Milan og sá þá Paolo Maldini og Hernán Crespo (2 mörk) koma liðinu í 3-0 í fyrri hálfleik. Steven Gerrard, Vladimír Smicer og Xabi Alonso jöfnuðu metin á fyrstu fimmtán mínútunum í seinni hálfleik og Liverpool vann síðan 3-2 í vítakeppni. „Það eru hlutir í fótbolta sem þú hefur ekki stjórn á. Við fengum óþarfa mörk á okkur en frammistaðan var góð. Við spiluðum frábæran leik og vorum óheppnir. Þetta breytir samt engu og enska úrvalsdeildin heldur áfram. Við komust í 2-0, spiluðum sóknarbolta og fengum færi til að skora fleiri mörk. Svona hlutir gerast ekki oft en þeir gerast,“ sagði Carlo Ancelotti. „Við verðum að halda áfram allar 90 mínúturnar en ég ætla ekki að segja neitt við mína leikmenn. Þeir spiluðu vel og svona getur gerst. Við vorum bara óheppnir í þessum leik.,“ sagði Ancelotti. Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilaði með Everton vegna nárameiðsla en þetta er annar leikurinn í röð sem hann missir af. Everton er með 30 stig í 12. sæti eftir þetta jafntefli en hefði verið í áttunda sæti ef liðið hefði unnið leikinn. The result The performance Moise Kean's first goal@MrAncelotti's reaction to the good and the bad of #EVENEW... pic.twitter.com/mTkqKO0dRO— Everton (@Everton) January 21, 2020
Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira