Margfaldur meistari með Man. United talaði eftir leikinn um eitrað andrúmsloft á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 09:00 Ole Gunnar Solskjær, Phil Jones og David De Gea ganga á velli á Old Trafford í gær á meðan stuðningsmenn félagsins baula á þá. Getty/Alex Livesey Það er óhætt að segja að tap Manchester United í gærkvöldi á heimavelli á móti Burnley hafi farið illa í bæði stuðningsmenn félagsins sem og nokkra knattspyrnusérfræðinga. Það var baulað á leikmenn Manchester United þegar þeir gengu af velli eftir leikinn. Manchester United er sex stigum frá Meistaradeildarsæti eftir þetta tap á Old Trafford en liðið fékk þar fínasta tækifæri til að nýta sér það að Chelsea tapaði stigum í gær. Breska ríkisútvarpið tók það saman sem stuðningsfólk og sérfræðingar voru að segja um Manchester United liðið eftir þetta vandræðalega kvöld fyrir félagið. "As a fan what do you cling onto there?" Rob Green says he can't think of anything positive for Man United fans to take after tonight's game What do you think #MUFC fans? Reaction to #MUNBUR : https://t.co/RfA37R3EHZ#bbcfootballpic.twitter.com/IUOQ8PZ1Fc— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) January 22, 2020 Darren Fletcher, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, talaði um að eftir þessi slæmu úrslit væri andrúmsloftið orðið eitrað á Old Trafford. „Þessar senur á leikvanginum voru ekki góðar. Söngvarnir og svo er andrúmsloftið orðið eitrað í fyrsta sinn,“ sagði Darren Fletcher við breska ríkisútvarpið. Þetta var í fyrsta sinn sem Burnley vinnur á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni og síðan að Ole Gunnar Solskjær var fastráðinn hefur United liðið nú tapað fleiri deildarleikjum (12) en það hefur unnið (11). Liðið er í fimmta sæti heilum 30 stigum á eftir toppliði Liverpool og Liverpool á einnig tvo leiki til góða á erkifjendur sína. „Eins og er þá sérðu þessa ungu leikmenn bara sökkva neðar og neðar við hvert mótlæti. Allt sem þeir gera er undir smásjá og það er mikil pressa á þessum krökkum. Það var erfitt fyrir mig að koma inn í Manchester United liðið á sínum tíma en ég var umkringdur heimsklassa leikmönnum hægri, vinstri,“ sagði Darren Fletcher í þessu viðtali við BBC Radio 5 Live. „Strákarnir hafa ekki sama stuðningsnet í kringum sig og þetta er mjög erfitt fyrir þá. Það herðir kannski nokkra þeirra en líklega mun þetta buga nokkra líka sem eru vonbrigði,“ sagði Fletcher. Martin Keown says Ole Gunnar Solskjaer won't make it to the end of the season at Manchester United... Do you agree? #bbcfootball#MOTD#manutd#mufcpic.twitter.com/TZqHyjyjNx— Match of the Day (@BBCMOTD) January 23, 2020 Stuðningsmenn Manchester United beindu pirringi sínum í leiknum gegn Ed Woodward og Glazer fjölskyldunni sem á félagið. Ian Dennis, blaðamaður á BBC var hneykslaður á því sem þeir sungu um. „Ég verð að segja að söngvar stuðningsmanna Manchester United voru skammarlegir. Sama hvaða álit þú hefur á Ed Woodward þá getur ekki beðið einhver um að deyja. Ef þú ert á móti stjórninni þá syngdu um að það þurfi að reka hana en það er hneyksli að þeir hafi sungið þetta um manneskju,“ sagði Ian Dennis. Rio Ferdinand, sexfaldur Englandsmeistari með Manchester United, talaði um vandræðalegt kvöld fyrir félagið. „Ég get ekki komið þessu til varnar. Ungir krakkar í skólum landsins munu ekki klæðast Manchester United treyjum lengur. Þeir vilja ekki koma hingað til að styðja Manchester United miðað við það sem liðið er að bjóða upp á. Að sjá síðan stuðningsfólk yfirgefa völlinn eftir 84 mínútur,“ sagði Rio Ferdinand og bætti við. „Þetta er vandræðalegt. Fólk í valdastöðum innan félagsins þurfa að átta sig á því að eitthvað þarf að breytast. Við þurfum að fá að vita hvað sé í gangi því ég sé það ekki í dag,“ sagði Rio Ferdinand en það má lesa meira hér. "Not good enough." The message is simple from Ole Gunnar Solskjaer. Read more from the Man Utd boss: https://t.co/lFaN63Ie6hpic.twitter.com/slQy0Z6egJ— BBC Sport (@BBCSport) January 22, 2020 Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Það er óhætt að segja að tap Manchester United í gærkvöldi á heimavelli á móti Burnley hafi farið illa í bæði stuðningsmenn félagsins sem og nokkra knattspyrnusérfræðinga. Það var baulað á leikmenn Manchester United þegar þeir gengu af velli eftir leikinn. Manchester United er sex stigum frá Meistaradeildarsæti eftir þetta tap á Old Trafford en liðið fékk þar fínasta tækifæri til að nýta sér það að Chelsea tapaði stigum í gær. Breska ríkisútvarpið tók það saman sem stuðningsfólk og sérfræðingar voru að segja um Manchester United liðið eftir þetta vandræðalega kvöld fyrir félagið. "As a fan what do you cling onto there?" Rob Green says he can't think of anything positive for Man United fans to take after tonight's game What do you think #MUFC fans? Reaction to #MUNBUR : https://t.co/RfA37R3EHZ#bbcfootballpic.twitter.com/IUOQ8PZ1Fc— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) January 22, 2020 Darren Fletcher, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, talaði um að eftir þessi slæmu úrslit væri andrúmsloftið orðið eitrað á Old Trafford. „Þessar senur á leikvanginum voru ekki góðar. Söngvarnir og svo er andrúmsloftið orðið eitrað í fyrsta sinn,“ sagði Darren Fletcher við breska ríkisútvarpið. Þetta var í fyrsta sinn sem Burnley vinnur á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni og síðan að Ole Gunnar Solskjær var fastráðinn hefur United liðið nú tapað fleiri deildarleikjum (12) en það hefur unnið (11). Liðið er í fimmta sæti heilum 30 stigum á eftir toppliði Liverpool og Liverpool á einnig tvo leiki til góða á erkifjendur sína. „Eins og er þá sérðu þessa ungu leikmenn bara sökkva neðar og neðar við hvert mótlæti. Allt sem þeir gera er undir smásjá og það er mikil pressa á þessum krökkum. Það var erfitt fyrir mig að koma inn í Manchester United liðið á sínum tíma en ég var umkringdur heimsklassa leikmönnum hægri, vinstri,“ sagði Darren Fletcher í þessu viðtali við BBC Radio 5 Live. „Strákarnir hafa ekki sama stuðningsnet í kringum sig og þetta er mjög erfitt fyrir þá. Það herðir kannski nokkra þeirra en líklega mun þetta buga nokkra líka sem eru vonbrigði,“ sagði Fletcher. Martin Keown says Ole Gunnar Solskjaer won't make it to the end of the season at Manchester United... Do you agree? #bbcfootball#MOTD#manutd#mufcpic.twitter.com/TZqHyjyjNx— Match of the Day (@BBCMOTD) January 23, 2020 Stuðningsmenn Manchester United beindu pirringi sínum í leiknum gegn Ed Woodward og Glazer fjölskyldunni sem á félagið. Ian Dennis, blaðamaður á BBC var hneykslaður á því sem þeir sungu um. „Ég verð að segja að söngvar stuðningsmanna Manchester United voru skammarlegir. Sama hvaða álit þú hefur á Ed Woodward þá getur ekki beðið einhver um að deyja. Ef þú ert á móti stjórninni þá syngdu um að það þurfi að reka hana en það er hneyksli að þeir hafi sungið þetta um manneskju,“ sagði Ian Dennis. Rio Ferdinand, sexfaldur Englandsmeistari með Manchester United, talaði um vandræðalegt kvöld fyrir félagið. „Ég get ekki komið þessu til varnar. Ungir krakkar í skólum landsins munu ekki klæðast Manchester United treyjum lengur. Þeir vilja ekki koma hingað til að styðja Manchester United miðað við það sem liðið er að bjóða upp á. Að sjá síðan stuðningsfólk yfirgefa völlinn eftir 84 mínútur,“ sagði Rio Ferdinand og bætti við. „Þetta er vandræðalegt. Fólk í valdastöðum innan félagsins þurfa að átta sig á því að eitthvað þarf að breytast. Við þurfum að fá að vita hvað sé í gangi því ég sé það ekki í dag,“ sagði Rio Ferdinand en það má lesa meira hér. "Not good enough." The message is simple from Ole Gunnar Solskjaer. Read more from the Man Utd boss: https://t.co/lFaN63Ie6hpic.twitter.com/slQy0Z6egJ— BBC Sport (@BBCSport) January 22, 2020
Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira