Dwight Howard vill fá hjálp frá Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 15:45 Dwight Howard og Kobe Bryant léku saman en náðu ekki saman. Getty/ Andrew D. Bernstein Dwight Howard er kominn aftur til Los Angeles Lakers og er að gera fína hluti af bekknum. Hann ætlar líka að koma sér aðeins í sviðsljósið á Stjörnuhelginni í Chicago með því að taka aftur þátt í troðslukeppninni. Dwight Howard vann troðslukeppni Stjörnuhelgarinnar fyrir tólf árum og þá í gervi Súperman. Dwight Howard var þá ein allra stærsta stjarna deildarinnar en eftir árin með Orlando Magic tók við ekki alveg eins góðir tímar hjá kappanum. Dwight Howard says he wants to get Kobe to be part of his dunk contest performance He hasn't asked him yet because he wants Lakers fans to back the idea first pic.twitter.com/L0SFp2sCaC— Bleacher Report (@BleacherReport) January 23, 2020 Dwight Howard fór meðal annars til Los Angeles Lakers árið 2012 en sambúðin við hinn einbeitta Kobe Bryant gekk illa hjá hinum léttlynda og kærulausa miðherja og Lakers liðið datt úr í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Mikið var gert úr ósætti Dwight Howard og Kobe Bryant. Howard flakkaði mikið á næstu árum og spilaði með Houston Rockets, Atlanta Hawks, Charlotte Hornets og Washington Wizards. Nú hefur Dwight Howard aftur á móti fengið annað tækifæri hjá Lakers og nú við hlið þeirra LeBron James og Anthony Davis. Samkvæmt heimildum Bill Oram á The Athletic þá er Dwight Howard að reyna að fá Kobe Bryant til að hjálpa sér í troðslukeppninni í Chicago. Það fylgir ekki sögunni hvað Kobe eigi að gera eða hvort að hann hafi einhvern áhuga á því. Dwight Howard vill fá hjálp stuðningsmanna Lakers til að pressa á Kobe að verða við þessari beiðni hans. New story: The NBA didn’t ask Dwight to be in the dunk contest, he asked them. And now he wants Lakers fans to ask Kobe to help him out in Chicago https://t.co/5NqgFn79KV— Dave McMenamin (@mcten) January 23, 2020 Það er hins vegar að ljóst að ef „óvinirnir“ Dwight Howard og Kobe Bryant vinna saman þá er Dwight Howard orðinn mjög sigurstranglegur í troðslukeppninni í ár. Dwight Howard er með 7,7 stig, 7,6 fráköst og 1,4 varið skot að meðaltali á 19,9 mínútum með Lakers liðinu í vetur auk þess að hitta úr 73 prósent skota sinna. NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Dwight Howard er kominn aftur til Los Angeles Lakers og er að gera fína hluti af bekknum. Hann ætlar líka að koma sér aðeins í sviðsljósið á Stjörnuhelginni í Chicago með því að taka aftur þátt í troðslukeppninni. Dwight Howard vann troðslukeppni Stjörnuhelgarinnar fyrir tólf árum og þá í gervi Súperman. Dwight Howard var þá ein allra stærsta stjarna deildarinnar en eftir árin með Orlando Magic tók við ekki alveg eins góðir tímar hjá kappanum. Dwight Howard says he wants to get Kobe to be part of his dunk contest performance He hasn't asked him yet because he wants Lakers fans to back the idea first pic.twitter.com/L0SFp2sCaC— Bleacher Report (@BleacherReport) January 23, 2020 Dwight Howard fór meðal annars til Los Angeles Lakers árið 2012 en sambúðin við hinn einbeitta Kobe Bryant gekk illa hjá hinum léttlynda og kærulausa miðherja og Lakers liðið datt úr í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Mikið var gert úr ósætti Dwight Howard og Kobe Bryant. Howard flakkaði mikið á næstu árum og spilaði með Houston Rockets, Atlanta Hawks, Charlotte Hornets og Washington Wizards. Nú hefur Dwight Howard aftur á móti fengið annað tækifæri hjá Lakers og nú við hlið þeirra LeBron James og Anthony Davis. Samkvæmt heimildum Bill Oram á The Athletic þá er Dwight Howard að reyna að fá Kobe Bryant til að hjálpa sér í troðslukeppninni í Chicago. Það fylgir ekki sögunni hvað Kobe eigi að gera eða hvort að hann hafi einhvern áhuga á því. Dwight Howard vill fá hjálp stuðningsmanna Lakers til að pressa á Kobe að verða við þessari beiðni hans. New story: The NBA didn’t ask Dwight to be in the dunk contest, he asked them. And now he wants Lakers fans to ask Kobe to help him out in Chicago https://t.co/5NqgFn79KV— Dave McMenamin (@mcten) January 23, 2020 Það er hins vegar að ljóst að ef „óvinirnir“ Dwight Howard og Kobe Bryant vinna saman þá er Dwight Howard orðinn mjög sigurstranglegur í troðslukeppninni í ár. Dwight Howard er með 7,7 stig, 7,6 fráköst og 1,4 varið skot að meðaltali á 19,9 mínútum með Lakers liðinu í vetur auk þess að hitta úr 73 prósent skota sinna.
NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira