Sportpakkinn: Valskonur unnu toppslaginn og eru með nokkra fingur á deildartitlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 15:30 Kiana Johnson átti flottan leik með Val á móti KR. Vísir/Daníel Þrír leikir fóru fram í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gær þar sem Valur, Haukar og Keflavík fögnuðu sigri í sínum leikjum. Arnar Björnsson tók saman leiki gærkvöldsins í kvennakörfunni. Það var mikið undir þegar KR og Valur mættust í Domino´s deildinni í gærkvöldi. Fjórum stigum munaði á liðunum, í febrúar mætast þau í undanúrslitum Geysisbikarkeppninnar. KR byrjaði betur og var með fjögurra stiga forystu þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Munurinn á liðunum varð aldrei mikill, 6 sinnum var staðan jöfn í fyrri hálfleik. Valur vann fyrsta leikhlutann 16-15 en í hálfleik var Valur með 6 stiga forystu, 37-31. Valur byrjaði seinni hálfleikinn betur en Sanja Orazovic jafnaði metin í 52-52 en KR skoraði síðustu körfu í þriðja leikhluta og var var með tveggja stiga forystu að honum loknum. Spennandi leikur í DHL-höllinni. Þegar tvær mínútur voru búnar af síðasta leikhlutanum var staðan jöfn, 58-58 en þá skoraði Valur 17 stig í röð á fimm mínútna kafla. KR skoraði aðeins 8 stig í lokafjórðungnum gegn 21 stigi Vals. Valur vann 77-62 og er með 6 stiga forystu á KR og Keflavík þegar 11 umferðir eru eftir. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Valskonur unnu toppslaginn og eru með nokkra fingur á deildartitlinum Keflavík er líkt og KR 6 stigum á eftir þreföldum Íslandsmeisturum síðasta árs. Breiðablik skoraði fjögur fyrstu stigin í Keflavík, Danni Williams skoraði þau öll en hún skoraði 29 stig og tók 16 fráköst. Eftir 12 stig í röð var Keflavík allt of sterkt fyrir Breiðablik. Í hálfleik var munurinn 13 stig. Keflavík skoraði 21 stig gegn 8 í þriðja leikhluta og vann að lokum með 30 stiga mun, 81-51. Danni Williams var langstigahæst hjá Breiðabliki með 29 stig, hinir Blikarnir skiptu 22 stigum á milli sín. Daniela Morillo skoraði 25 stig fyrir Keflavík, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Emilía Ósk Gunnarsdóttir kom næst með 13 stig. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir tók 10 fráköst Mesta spennan í gærkvöldi var í Grindavík þegar Haukar mættu í Mustad höllina. Grindavík byrjaði betur, skoraði 10 af 12 fyrstu stigunum. Þegar rúmar tvær mínútur voru búnar af öðrum leikhluta náðu Haukar forystu í fyrsta sinn. Þegar þriðji leikhluti var hálfnaður var staðan 51-41 fyrir Hauka en Grindavík skoraði þá 17 stig í röð. Á skömmum tíma var Grindavík með 6 stiga forystu 57-51. Haukar náðu að stöðva áhlaupið og eftir 11 stig í röð var Hafnarfjarðarliðið með 11 stiga forystu. Tania Pierre-Marie hitti úr fyrra vítaskoti sínu og kom Grindavík tveimur stigum yfir en mínútu fyrir leikslok var brotið á Randi Brown, hún skoraði úr báðum sínum skotum. Brown skoraði 41 stig, hitti úr 11 af 19 vítaskotum sínum í leiknum. Jordan Reynolds var stigahæst hjá Grindavík, skoraði 25 stig. Hrund Skúladóttir átti fínan leik, skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Haukar tóku leikhlé þegar 4,6 sekúndur voru eftir en þriggja stiga skot Brown dansaði á körfuhringnum, 64-64. Í framlengingunni reyndust Haukar sterkari og sigruðu 78-70. Haukar eru í 4. sæti með 22 stig, einum sigri á eftir KR og Keflavík. Skallagrímur getur náð Haukum að stigum með sigri á Snæfelli í kvöld. Grindavík er sem fyrr í neðsta sæti með 2 stig. Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gær þar sem Valur, Haukar og Keflavík fögnuðu sigri í sínum leikjum. Arnar Björnsson tók saman leiki gærkvöldsins í kvennakörfunni. Það var mikið undir þegar KR og Valur mættust í Domino´s deildinni í gærkvöldi. Fjórum stigum munaði á liðunum, í febrúar mætast þau í undanúrslitum Geysisbikarkeppninnar. KR byrjaði betur og var með fjögurra stiga forystu þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Munurinn á liðunum varð aldrei mikill, 6 sinnum var staðan jöfn í fyrri hálfleik. Valur vann fyrsta leikhlutann 16-15 en í hálfleik var Valur með 6 stiga forystu, 37-31. Valur byrjaði seinni hálfleikinn betur en Sanja Orazovic jafnaði metin í 52-52 en KR skoraði síðustu körfu í þriðja leikhluta og var var með tveggja stiga forystu að honum loknum. Spennandi leikur í DHL-höllinni. Þegar tvær mínútur voru búnar af síðasta leikhlutanum var staðan jöfn, 58-58 en þá skoraði Valur 17 stig í röð á fimm mínútna kafla. KR skoraði aðeins 8 stig í lokafjórðungnum gegn 21 stigi Vals. Valur vann 77-62 og er með 6 stiga forystu á KR og Keflavík þegar 11 umferðir eru eftir. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Valskonur unnu toppslaginn og eru með nokkra fingur á deildartitlinum Keflavík er líkt og KR 6 stigum á eftir þreföldum Íslandsmeisturum síðasta árs. Breiðablik skoraði fjögur fyrstu stigin í Keflavík, Danni Williams skoraði þau öll en hún skoraði 29 stig og tók 16 fráköst. Eftir 12 stig í röð var Keflavík allt of sterkt fyrir Breiðablik. Í hálfleik var munurinn 13 stig. Keflavík skoraði 21 stig gegn 8 í þriðja leikhluta og vann að lokum með 30 stiga mun, 81-51. Danni Williams var langstigahæst hjá Breiðabliki með 29 stig, hinir Blikarnir skiptu 22 stigum á milli sín. Daniela Morillo skoraði 25 stig fyrir Keflavík, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Emilía Ósk Gunnarsdóttir kom næst með 13 stig. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir tók 10 fráköst Mesta spennan í gærkvöldi var í Grindavík þegar Haukar mættu í Mustad höllina. Grindavík byrjaði betur, skoraði 10 af 12 fyrstu stigunum. Þegar rúmar tvær mínútur voru búnar af öðrum leikhluta náðu Haukar forystu í fyrsta sinn. Þegar þriðji leikhluti var hálfnaður var staðan 51-41 fyrir Hauka en Grindavík skoraði þá 17 stig í röð. Á skömmum tíma var Grindavík með 6 stiga forystu 57-51. Haukar náðu að stöðva áhlaupið og eftir 11 stig í röð var Hafnarfjarðarliðið með 11 stiga forystu. Tania Pierre-Marie hitti úr fyrra vítaskoti sínu og kom Grindavík tveimur stigum yfir en mínútu fyrir leikslok var brotið á Randi Brown, hún skoraði úr báðum sínum skotum. Brown skoraði 41 stig, hitti úr 11 af 19 vítaskotum sínum í leiknum. Jordan Reynolds var stigahæst hjá Grindavík, skoraði 25 stig. Hrund Skúladóttir átti fínan leik, skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Haukar tóku leikhlé þegar 4,6 sekúndur voru eftir en þriggja stiga skot Brown dansaði á körfuhringnum, 64-64. Í framlengingunni reyndust Haukar sterkari og sigruðu 78-70. Haukar eru í 4. sæti með 22 stig, einum sigri á eftir KR og Keflavík. Skallagrímur getur náð Haukum að stigum með sigri á Snæfelli í kvöld. Grindavík er sem fyrr í neðsta sæti með 2 stig.
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Sjá meira