Elísabet kynntist fyrrverandi manni sínum almennilega þegar þau skildu Stefán Árni Pálsson skrifar 24. janúar 2020 10:30 Elísabet Reynisdóttir hefur heldur betur gengið í gegnum margt. Hvers vegna sækjum við í ís og súkkulaði þegar við erum í ástarsorg? Hvernig getum við læknað okkur sjálf með breyttu mataræði og lífsstíl og hvernig getum við gengið í gegnum skilnað á fallegan hátt? Vala Matt hitti næringarfræðinginn Elísabetu Reynisdóttur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi sem sagði henni meðal annars frá því hvernig hennar fyrrverandi eiginmaður hjálpaði henni í gegnum flókinn skilnað þeirra hjóna. Þar sem þau bæði grétu og hlógu saman. Fyrir nokkrum árum varð Elísabet alvarlega veik og lamaðist þar sem hún þurfti bæði að vera í öndunarvél og í hjólastól. „Árið 2001 er ég búin að eiga dóttir mína og hún er þarna þriggja mánaða. Ég fæ bara verki í líkamann. Þetta byrjaði bara mjög hægt og þeir héldu að þetta væri vöðvabólga en svo ágerast verkirnir og ég verð slappari og síðan varð lömun í líkamanum,“ segir Elísabet sem fór einn daginn upp á heilsugæslustöð þegar hún var hætt að geta kyngt. Þaðan var hún send á Bráðamóttökuna og fékk ekki að fara heim í átta mánuði. „Þetta var sjálfsofnæmissjúkdómur. Þeir héldu að ég gæti fengið mótefni og þá myndi ég lagast fljótlega en eftir að ég fór á Grensás, þá lamaðist ég. Líklegast var líkami minn bara hruninn. Ég var í gríðarlegri streitu, átti fyrirtæki, mikið að gera og átti lítið barn. Ég var samt hamingjusöm en var ekki að hugsa nægilega vel um mig,“ segir Elísabet en það tók hana 10 ár að ná heilsunni aftur. Skilnaður alltaf sár Skilnaður hennar og fyrrverandi eiginmannsins var í raun einstakur. „Ég veit ekki hversu fallega maður getur talað um skilnað því hann er alltaf sár. Það voru komnir brestir hjá okkur og eitthvað sem okkur greindi á með. Það kom upp sú hugmynd að við myndum skilja en við vorum á réttri leið. Ég kannski vissi að við myndum skilja en það var kannski til að hugga mig. En ég bara hitti annan mann,“ segir Elísabet. „Ég varð hreinlega bara ástfangin af öðru manni og ekki búin að klára mitt hjónaband. Ég var samt mjög heiðarleg við manninn minn og talaði strax við hann, um að tilfinningar mínar voru orðnar of flæktar,“ segir Elísabet en hennar fyrrverandi maður reyndist henni mikill klettur í gegnum ferlið. Nýja sambandið entist ekki. „Það sagði við mig ein kona að þú kynnist aldrei manninum þínum eins vel og þegar þú skilur við hann og ég sannarlega kynntist mínum fyrrverandi þegar við skiljum. Ég bið um skilnað í ágúst og nýja sambandið endar í desember. Minn fyrrverandi býr á Húsavík og kom í bæinn fyrir jólin. Þá sá hann ástandið á mér og sagði strax við mig, þú ert að koma um jólin til mín. Þið og börnin, þið komið.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Elísabetu í heild sinni. Ástin og lífið Ísland í dag Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Hvers vegna sækjum við í ís og súkkulaði þegar við erum í ástarsorg? Hvernig getum við læknað okkur sjálf með breyttu mataræði og lífsstíl og hvernig getum við gengið í gegnum skilnað á fallegan hátt? Vala Matt hitti næringarfræðinginn Elísabetu Reynisdóttur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi sem sagði henni meðal annars frá því hvernig hennar fyrrverandi eiginmaður hjálpaði henni í gegnum flókinn skilnað þeirra hjóna. Þar sem þau bæði grétu og hlógu saman. Fyrir nokkrum árum varð Elísabet alvarlega veik og lamaðist þar sem hún þurfti bæði að vera í öndunarvél og í hjólastól. „Árið 2001 er ég búin að eiga dóttir mína og hún er þarna þriggja mánaða. Ég fæ bara verki í líkamann. Þetta byrjaði bara mjög hægt og þeir héldu að þetta væri vöðvabólga en svo ágerast verkirnir og ég verð slappari og síðan varð lömun í líkamanum,“ segir Elísabet sem fór einn daginn upp á heilsugæslustöð þegar hún var hætt að geta kyngt. Þaðan var hún send á Bráðamóttökuna og fékk ekki að fara heim í átta mánuði. „Þetta var sjálfsofnæmissjúkdómur. Þeir héldu að ég gæti fengið mótefni og þá myndi ég lagast fljótlega en eftir að ég fór á Grensás, þá lamaðist ég. Líklegast var líkami minn bara hruninn. Ég var í gríðarlegri streitu, átti fyrirtæki, mikið að gera og átti lítið barn. Ég var samt hamingjusöm en var ekki að hugsa nægilega vel um mig,“ segir Elísabet en það tók hana 10 ár að ná heilsunni aftur. Skilnaður alltaf sár Skilnaður hennar og fyrrverandi eiginmannsins var í raun einstakur. „Ég veit ekki hversu fallega maður getur talað um skilnað því hann er alltaf sár. Það voru komnir brestir hjá okkur og eitthvað sem okkur greindi á með. Það kom upp sú hugmynd að við myndum skilja en við vorum á réttri leið. Ég kannski vissi að við myndum skilja en það var kannski til að hugga mig. En ég bara hitti annan mann,“ segir Elísabet. „Ég varð hreinlega bara ástfangin af öðru manni og ekki búin að klára mitt hjónaband. Ég var samt mjög heiðarleg við manninn minn og talaði strax við hann, um að tilfinningar mínar voru orðnar of flæktar,“ segir Elísabet en hennar fyrrverandi maður reyndist henni mikill klettur í gegnum ferlið. Nýja sambandið entist ekki. „Það sagði við mig ein kona að þú kynnist aldrei manninum þínum eins vel og þegar þú skilur við hann og ég sannarlega kynntist mínum fyrrverandi þegar við skiljum. Ég bið um skilnað í ágúst og nýja sambandið endar í desember. Minn fyrrverandi býr á Húsavík og kom í bæinn fyrir jólin. Þá sá hann ástandið á mér og sagði strax við mig, þú ert að koma um jólin til mín. Þið og börnin, þið komið.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Elísabetu í heild sinni.
Ástin og lífið Ísland í dag Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið