Leicester City varð fyrsta úrvalsdeildarliðið til að tryggja sér sæti í 5. umferð ensku bikarkeppninnar þegar liðið lagði Brentford að velli, 0-1, í dag.
Nígeríumaðurinn Kelechi Iheanacho skoraði eina mark leiksins strax á 4. mínútu eftir frábæra sókn gestanna. Markið má sjá hér fyrir neðan.
Leikurinn var nokkuð fjörugur og bæði lið fengu fín færi til að skora.
Ibrahim Dervisoglu komst næst því að jafna fyrir Brentford er skot hans fór í stöngina á 62. mínútu.
Leicester verður í pottinum þegar dregið verður í 5. umferð bikarkeppninnar á mánudaginn.
Iheanacho tryggði Leicester sigur á Griffin Park | Sjáðu markið
