Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2020 16:23 Fossvogsskóla var lokað á síðasta ári vegna myglu í húsnæði skólans en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. vísir/vilhelm Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en líkt og greint var frá í hádegisfréttum Bylgjunnar er aftur kominn upp leki í Vesturlandsbyggingu skólans. Í tilkynningu borgarinnar segir að lekið hafi með þakgluggum sem voru endurnýjaðir í haust. Lekinn hefur valdið sjáanlegum skemmdum á innra byrði þaksins. „Reynt hefur verið að komast í veg fyrir lekann síðan í desember en viðgerðir hafa ekki tekist að fullu. Slæmt tíðarfar undanfarinna vikna hefur gert viðgerðamönnum erfitt fyrir. Reykjavíkurborg mun ganga hratt og vel til verks um leið og færi gefst til að koma í veg fyrir lekann og lagfæra skemmdir sem hafa orðið vegna hans. Miklar endurbætur voru gerðar á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda og því miður tókst ekki betur til. Farið verður yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við verkið,“ segir í tilkynningu borgarinnar,“ segir í tilkynningu borgarinnar þar sem einnig er rakið hvaða framkvæmdir farið var í á skólanum í sumar og haust:Endurbætur vegna rakaskemmda innanhúss: Unnið var í öllum álmum, minnst í Austurlandi og mest í Vesturlandi. Víða var almálað, sett ný gólfefni, nýjar LED lýsingar, ný kerfisloft, nýjar innréttingar og handlaugar ofl. Unnið var að endurbótum vegna rakaskemmda eftir forskrift frá verkfræðistofunni Verkís og Náttúrufræðistofnun Íslands. Samhliða því gekk hluti framkvæmda út á að bæta innivist og hljóðvist Fossvogsskóla.Loftræsting: Settar voru nýjar öflugar loftræstisamstæður í Vesturland og Meginland, ásamt umtalsverðum endurbótum á stofnlögnum, endurnýjun hljóðgildra, inn- og útsogsrista ofl.Endurnýjun þaka Vesturlands og Miðlands: Þök beggja álma voru endurgerð að miklu leyti, settur á þau eldsoðinn pappi, klæðningar endurnýjaðar að hluta, gluggakerfi endurbætt og nýtt bárujárn sett á þökin.Glerveggur í bókasafni: Settur var nýr glerveggur í bókasafni.Matsalur og veggir á lóð: Settur var stór gluggi með tveimur flóttaleiðum á suðurvegg matsals, gerð aðstaða innanhúss fyrir frístund, setbekkir, tröppur og útigeymsla sunnan við matsal.Lóðarfrágangur: Á eystri hluti lóðar skólans voru settar öflugar frárennslislagnir yfirborðsvatns, stígur var malbikaður og lóðin þökulögð. Eftir er að ljúka frágangi í kringum veggi og setbekki við matsal ásamt hellulögnum.Reglubundið viðhald skólans: Samhliða ofanskráðum framkvæmdum var unnið að reglubundnu viðhaldi skólans eins og endurnýjun raflagna, smáspennulagna, lýsingar og gólfefna. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en líkt og greint var frá í hádegisfréttum Bylgjunnar er aftur kominn upp leki í Vesturlandsbyggingu skólans. Í tilkynningu borgarinnar segir að lekið hafi með þakgluggum sem voru endurnýjaðir í haust. Lekinn hefur valdið sjáanlegum skemmdum á innra byrði þaksins. „Reynt hefur verið að komast í veg fyrir lekann síðan í desember en viðgerðir hafa ekki tekist að fullu. Slæmt tíðarfar undanfarinna vikna hefur gert viðgerðamönnum erfitt fyrir. Reykjavíkurborg mun ganga hratt og vel til verks um leið og færi gefst til að koma í veg fyrir lekann og lagfæra skemmdir sem hafa orðið vegna hans. Miklar endurbætur voru gerðar á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda og því miður tókst ekki betur til. Farið verður yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við verkið,“ segir í tilkynningu borgarinnar,“ segir í tilkynningu borgarinnar þar sem einnig er rakið hvaða framkvæmdir farið var í á skólanum í sumar og haust:Endurbætur vegna rakaskemmda innanhúss: Unnið var í öllum álmum, minnst í Austurlandi og mest í Vesturlandi. Víða var almálað, sett ný gólfefni, nýjar LED lýsingar, ný kerfisloft, nýjar innréttingar og handlaugar ofl. Unnið var að endurbótum vegna rakaskemmda eftir forskrift frá verkfræðistofunni Verkís og Náttúrufræðistofnun Íslands. Samhliða því gekk hluti framkvæmda út á að bæta innivist og hljóðvist Fossvogsskóla.Loftræsting: Settar voru nýjar öflugar loftræstisamstæður í Vesturland og Meginland, ásamt umtalsverðum endurbótum á stofnlögnum, endurnýjun hljóðgildra, inn- og útsogsrista ofl.Endurnýjun þaka Vesturlands og Miðlands: Þök beggja álma voru endurgerð að miklu leyti, settur á þau eldsoðinn pappi, klæðningar endurnýjaðar að hluta, gluggakerfi endurbætt og nýtt bárujárn sett á þökin.Glerveggur í bókasafni: Settur var nýr glerveggur í bókasafni.Matsalur og veggir á lóð: Settur var stór gluggi með tveimur flóttaleiðum á suðurvegg matsals, gerð aðstaða innanhúss fyrir frístund, setbekkir, tröppur og útigeymsla sunnan við matsal.Lóðarfrágangur: Á eystri hluti lóðar skólans voru settar öflugar frárennslislagnir yfirborðsvatns, stígur var malbikaður og lóðin þökulögð. Eftir er að ljúka frágangi í kringum veggi og setbekki við matsal ásamt hellulögnum.Reglubundið viðhald skólans: Samhliða ofanskráðum framkvæmdum var unnið að reglubundnu viðhaldi skólans eins og endurnýjun raflagna, smáspennulagna, lýsingar og gólfefna.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira