Íslenskur leikmaður valinn í hóp verstu kaupa ensku úrvalsdeildarfélagana í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 13:00 Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Úlfunum á móti Liverpool árið 2012. Getty/AMA/Corbis Knattspyrnustjórum eru duglegir að tala um hversu erfitt er að kaupa leikmenn í janúarglugganum og hafa örugglega mikið til síns máls. Nú eru aðeins fimm dagar eftir af glugganum og það má búast við einhverjum látum á markaðnum í þessari viku. Tvö af bestu kaupum ensku úrvalsdeildarfélaganna í þessum glugga eru örugglega miðvarðarkaup Liverpool og Manchester United á þeim Virgil van Dijk og Nemanja Vidic. En það er líka nóg til að janúarkaupum sem hafa ekki gengið upp og fólkið á GiveMeSport hefur tekið saman verstu kaupin hjá öllum félögunum sem eru í ensku úrvalsdeildinni í dag. For every Virgil van Dijk and Nemanja Vidic, there’s an Andy Carroll and Alexis Sanchez https://t.co/ombbASFXWG— GiveMeSport Football (@GMS__Football) January 26, 2020 Það sem vekur sérstaka athygli okkar Íslendinga er að Ísland á fulltrúa á þessum lista. Úlfarnir keyptu Eggert Gunnþór Jónsson frá Hearts í árs byrjun 2012 þegar hann var enn 23 ára og hafði verið hjá skoska félaginu í næstum því sex ár. „Íslenski miðjumaðurinn Eggert Jónsson kom til Wolves í janúar 2012 en féll með liðinu og var síðan leystur undan samningi þegar hann átti tvö ár eftir af honum árið 2013,“ segir í rökstuðningi á valinu á Austfirðingnum. Eggert Gunnþór var nýkominn til Úlfanna þegar knattspyrnustjórinn sem keypti hann, Írinn Mick McCarthy, var látinn fara. Mick McCarthy var búinn að vera hjá félaginu í meira en fimm ár. Eggert spilaði tvo leiki fyrir nýja stjórann það sem eftir var tímabilsins en annar þeirra var 5-0 tapleikur á móti Manchester United á heimavelli. Eggert fór frá Wolves til portúgalska félagsins Belenenses, spilaði eitt ár með með FC Vestsjælland, fór þaðan til Fleetwood Town í Englandi en hefur síðan spilað með danska félaginu SönderjyskE frá 2017. Verstu kaup stóru félaganna eru Kaba Diawara (Arsenal), Juan Cuadrado (Chelsea), Andy Carroll (Liverpool), Wilfried Bony (Manchester City) og Alexis Sanchez (Manchester United). Það má finna meira um þau með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Knattspyrnustjórum eru duglegir að tala um hversu erfitt er að kaupa leikmenn í janúarglugganum og hafa örugglega mikið til síns máls. Nú eru aðeins fimm dagar eftir af glugganum og það má búast við einhverjum látum á markaðnum í þessari viku. Tvö af bestu kaupum ensku úrvalsdeildarfélaganna í þessum glugga eru örugglega miðvarðarkaup Liverpool og Manchester United á þeim Virgil van Dijk og Nemanja Vidic. En það er líka nóg til að janúarkaupum sem hafa ekki gengið upp og fólkið á GiveMeSport hefur tekið saman verstu kaupin hjá öllum félögunum sem eru í ensku úrvalsdeildinni í dag. For every Virgil van Dijk and Nemanja Vidic, there’s an Andy Carroll and Alexis Sanchez https://t.co/ombbASFXWG— GiveMeSport Football (@GMS__Football) January 26, 2020 Það sem vekur sérstaka athygli okkar Íslendinga er að Ísland á fulltrúa á þessum lista. Úlfarnir keyptu Eggert Gunnþór Jónsson frá Hearts í árs byrjun 2012 þegar hann var enn 23 ára og hafði verið hjá skoska félaginu í næstum því sex ár. „Íslenski miðjumaðurinn Eggert Jónsson kom til Wolves í janúar 2012 en féll með liðinu og var síðan leystur undan samningi þegar hann átti tvö ár eftir af honum árið 2013,“ segir í rökstuðningi á valinu á Austfirðingnum. Eggert Gunnþór var nýkominn til Úlfanna þegar knattspyrnustjórinn sem keypti hann, Írinn Mick McCarthy, var látinn fara. Mick McCarthy var búinn að vera hjá félaginu í meira en fimm ár. Eggert spilaði tvo leiki fyrir nýja stjórann það sem eftir var tímabilsins en annar þeirra var 5-0 tapleikur á móti Manchester United á heimavelli. Eggert fór frá Wolves til portúgalska félagsins Belenenses, spilaði eitt ár með með FC Vestsjælland, fór þaðan til Fleetwood Town í Englandi en hefur síðan spilað með danska félaginu SönderjyskE frá 2017. Verstu kaup stóru félaganna eru Kaba Diawara (Arsenal), Juan Cuadrado (Chelsea), Andy Carroll (Liverpool), Wilfried Bony (Manchester City) og Alexis Sanchez (Manchester United). Það má finna meira um þau með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira