Segir Klopp eiga að stýra Liverpool gegn Shrewsbury: „Myndir af honum með bjór á Ibiza verða á öllum forsíðum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2020 23:30 Klopp verður fjarri góðu gamni þegar Liverpool tekur á móti Shrewsbury Town í byrjun næsta mánaðar. vísir/getty Jamie Carragher segir að Jürgen Klopp ætti að stýra Liverpool í endurtekna leiknum gegn Shrewsbury Town í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í næsta mánuði. Liverpool missti niður tveggja marka forystu gegn Shrewsbury á New Meadow í gær. Leikar fóru 2-2 og liðin þurfa því að mætast aftur á Anfield. Endurtekni leikurinn verður fjórða eða fimmta febrúar, eða á meðan vetrarfríi í ensku úrvalsdeildinni stendur. Eftir leikinn í gær sagði Klopp að enginn úr aðalliðinu myndi spila endurtekna leikinn og hann myndi ekki einu sinni stýra Liverpool í leiknum. Neil Critchley verður á hliðarlínunni eins og í deildabikarleiknum fræga gegn Aston Villa í síðasta mánuði. Þar stillti Liverpool upp mjög ungu liði enda var aðalliðið að spila í undanúrslitum á HM félagsliða daginn eftir. Carragher styður þá ákvörðun Klopps að hvíla leikmenn aðalliðsins í endurtekna leiknum gegn Shrewsbury. Það sé ekki hægt að setja leiki á dagskrá á meðan vetrarfríi stendur. Carragher segir hins vegar að Klopp ætti að stýra Liverpool í leiknum. Ungu leikmennirnir yrðu himinlifandi og myndir af Þjóðverjanum með bjór í hönd á Ibiza myndu rata á allar forsíður. Senior players having a winter break is right, you can’t implement one & then have a replay in the break. That’s the same for all PL clubs. But Klopp should take the team, his young players will be delighted & the picture of him in Ibiza with a will be on every front page! https://t.co/l1h92byye2— Jamie Carragher (@Carra23) January 27, 2020 Þetta er í fyrsta sinn sem vetrarfrí verður í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool verður í fríi 2.-16. febrúar. Fjögur lið úr ensku úrvalsdeildinni þurfa að leika aftur í 4. umferð bikarkeppninnar eftir að hafa gert jafntefli um helgina; Liverpool, Newcastle United, Tottenham og Southampton. Enski boltinn Tengdar fréttir Hetja Shrewsbury: Hefði verið betra ef ég hefði skorað þrennu Leikmenn Shrewsbury Town voru eðlilega yfir sig ánægðir í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, eftir ótrúlegt 2-2 jafntefli gegn Evrópumeisturum Liverpool í 5. umferð FA bikarsins í dag. 26. janúar 2020 19:30 Jürgen Klopp: Enginn úr aðalliði Liverpool mun spila endurtekna leikinn á móti Shrewsbury Eftir að Liverpool missti niður 2-0 forystu í bikarleiknum á móti Shrewsbury Town í gær og ljóst að það yrði annar leikur varð knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp að taka erfiða ákvörðun - trufla vetrarfrí leikmanna sinna eða mæta í endurtekna leikinn með varalið. 27. janúar 2020 08:00 Shrewsbury Town kom til baka og tryggði sér leik á Anfield | Sjáðu mörkin Shrewsbury Town tókst á einhvern ótrúlegan hátt að ná í 2-2 jafntefli gegn Evrópumeisturum Liverpool eftir að hafa lent 2-0 undir í dag. Lokatölur 2-2 og ljóst að liðin þurfa að mætast aftur á Anfield. 26. janúar 2020 19:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Jamie Carragher segir að Jürgen Klopp ætti að stýra Liverpool í endurtekna leiknum gegn Shrewsbury Town í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í næsta mánuði. Liverpool missti niður tveggja marka forystu gegn Shrewsbury á New Meadow í gær. Leikar fóru 2-2 og liðin þurfa því að mætast aftur á Anfield. Endurtekni leikurinn verður fjórða eða fimmta febrúar, eða á meðan vetrarfríi í ensku úrvalsdeildinni stendur. Eftir leikinn í gær sagði Klopp að enginn úr aðalliðinu myndi spila endurtekna leikinn og hann myndi ekki einu sinni stýra Liverpool í leiknum. Neil Critchley verður á hliðarlínunni eins og í deildabikarleiknum fræga gegn Aston Villa í síðasta mánuði. Þar stillti Liverpool upp mjög ungu liði enda var aðalliðið að spila í undanúrslitum á HM félagsliða daginn eftir. Carragher styður þá ákvörðun Klopps að hvíla leikmenn aðalliðsins í endurtekna leiknum gegn Shrewsbury. Það sé ekki hægt að setja leiki á dagskrá á meðan vetrarfríi stendur. Carragher segir hins vegar að Klopp ætti að stýra Liverpool í leiknum. Ungu leikmennirnir yrðu himinlifandi og myndir af Þjóðverjanum með bjór í hönd á Ibiza myndu rata á allar forsíður. Senior players having a winter break is right, you can’t implement one & then have a replay in the break. That’s the same for all PL clubs. But Klopp should take the team, his young players will be delighted & the picture of him in Ibiza with a will be on every front page! https://t.co/l1h92byye2— Jamie Carragher (@Carra23) January 27, 2020 Þetta er í fyrsta sinn sem vetrarfrí verður í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool verður í fríi 2.-16. febrúar. Fjögur lið úr ensku úrvalsdeildinni þurfa að leika aftur í 4. umferð bikarkeppninnar eftir að hafa gert jafntefli um helgina; Liverpool, Newcastle United, Tottenham og Southampton.
Enski boltinn Tengdar fréttir Hetja Shrewsbury: Hefði verið betra ef ég hefði skorað þrennu Leikmenn Shrewsbury Town voru eðlilega yfir sig ánægðir í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, eftir ótrúlegt 2-2 jafntefli gegn Evrópumeisturum Liverpool í 5. umferð FA bikarsins í dag. 26. janúar 2020 19:30 Jürgen Klopp: Enginn úr aðalliði Liverpool mun spila endurtekna leikinn á móti Shrewsbury Eftir að Liverpool missti niður 2-0 forystu í bikarleiknum á móti Shrewsbury Town í gær og ljóst að það yrði annar leikur varð knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp að taka erfiða ákvörðun - trufla vetrarfrí leikmanna sinna eða mæta í endurtekna leikinn með varalið. 27. janúar 2020 08:00 Shrewsbury Town kom til baka og tryggði sér leik á Anfield | Sjáðu mörkin Shrewsbury Town tókst á einhvern ótrúlegan hátt að ná í 2-2 jafntefli gegn Evrópumeisturum Liverpool eftir að hafa lent 2-0 undir í dag. Lokatölur 2-2 og ljóst að liðin þurfa að mætast aftur á Anfield. 26. janúar 2020 19:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Hetja Shrewsbury: Hefði verið betra ef ég hefði skorað þrennu Leikmenn Shrewsbury Town voru eðlilega yfir sig ánægðir í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, eftir ótrúlegt 2-2 jafntefli gegn Evrópumeisturum Liverpool í 5. umferð FA bikarsins í dag. 26. janúar 2020 19:30
Jürgen Klopp: Enginn úr aðalliði Liverpool mun spila endurtekna leikinn á móti Shrewsbury Eftir að Liverpool missti niður 2-0 forystu í bikarleiknum á móti Shrewsbury Town í gær og ljóst að það yrði annar leikur varð knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp að taka erfiða ákvörðun - trufla vetrarfrí leikmanna sinna eða mæta í endurtekna leikinn með varalið. 27. janúar 2020 08:00
Shrewsbury Town kom til baka og tryggði sér leik á Anfield | Sjáðu mörkin Shrewsbury Town tókst á einhvern ótrúlegan hátt að ná í 2-2 jafntefli gegn Evrópumeisturum Liverpool eftir að hafa lent 2-0 undir í dag. Lokatölur 2-2 og ljóst að liðin þurfa að mætast aftur á Anfield. 26. janúar 2020 19:00