Tvær litlar spurningar til þingmanna Þröstur Friðfinnsson skrifar 28. janúar 2020 12:00 Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein VII. Nú er Alþingi að fara að afgreiða þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Þá er mikilvægt að þingmenn hafi svör á hraðbergi. Á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 6. september s.l., var fyrir atbeina kjörinna fulltrúa stærri sveitarfélaga, gegn harðri andstöðu u.þ.b. þriðjungs sveitarfélaga á Íslandi, samþykkt eftirfarandi ályktun; „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 6. september 2019 samþykkir að mæla með því að Alþingi samþykki fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023. Í tillögunni er gert ráð fyrir veglegum fjárhagslegum stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar sveitarfélaga og því er mikilvægt að ríkissjóður veiti sérstök fjárframlög til sjóðsins til að fjármagna þann stuðning.“ Enginn ágreiningur er þó meðal sveitarstjórnarmanna um flesta liði þingsályktunartillögunnar, einungis um ákvæði um lágmarksíbúafjölda. Rétt fyrir þingið lagði ráðuneyti sveitarstjórnarmála fram tillögur um sameiningarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til einstakra sveitarfélaga upp á samtals um 19 milljarða króna. Síðar hefur verið talað um framlög upp á allt að 15 milljarða á næstu 10 – 15 árum í þessu skyni. Talað var um þessar tillögur á þeim nótum að fjármunir þessir væru nánast í hendi. Enn hefur þó ekkert nýtt fjármagn verið sett í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til sameiningarframlaga. Ekkert er að finna í fjárlögum ársins, í fjármálaáætlun eða sér þess stað í öðrum gögnum um fjármál ríkisins næstu ár. Það blasir við öllum sem vilja sjá, að tillögurnar voru blekking ein, til að véla sem flesta til að styðja áform um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að nýtt fjármagn komi inn í Jöfnunarsjóð og bókun landsþings ætti því að vera í nokkru uppnámi. Samt sem áður situr stjórn Sambandsins íslenskra sveitarfélaga föst við sinn keip og krefur Alþingi enn um samþykkt þingsályktunartillögunnar. Það er trúlega allt að því einsdæmi að stjórn í félagi fari svo harkalega gegn svo stórum hluta sinna aðildarfélaga. Brjóti svo afdráttarlaust gegn skýrum samþykktum sem henni ber að starfa eftir. Sambandsins okkar, sem hefur það hlutverk að vera sameiginlegur málsvari og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum og samstarfi sveitarfélaga. Sérfræðingur í félagarétti hefur í vel rökstuddu minnisblaði, komist að afdráttarlausri niðurstöðu. Með því að kjörnir fulltrúar stærri sveitarfélaga samþykki í krafti aukins atkvæðavægis að hin minni skuli í raun lögð niður án þess að þeirra eigin kjörnu fulltrúar megi nokkrum vörnum við koma, þá fer Sambandið í þessu efni klárlega út fyrir sitt hlutverk samkvæmt samþykktum þess. Þegar við bætist að ekkert er gert með seinni hluta ályktunar landsþingsins, verður að segjast að ályktunin er orðin fullkomlega marklaus. Alþingi er á engan hátt bundið af slíkri bókun. Raunar hefur Sambandið sem frjáls félagasamtök, nákvæmlega ekkert boðvald yfir Alþingi, þó formaðurinn hafi óhikað talað á þeim nótum. Seint verður trúað að þingmenn bogni undan svo óheiðarlegum þrýsingi. Ef þingsályktunartillagan með sína 11 liði heldur ekki fullu gildi sínu þó íbúalágmarkið sé fellt út, þá er eitthvað mikið bogið við hana að öðru leyti. Ég vona þó að svo sé alls ekki. Í rökstuðningi fyrir lögfestingu lágmarksíbúafjölda, er megináherslan á hag íbúa. Að þeir fái betri þjónustu, að það styrki byggðir og efli sveitarfélögin sem faglegar stjórnsýslueiningar til framtíðar. Ef rétt er með farið, þá munu íbúar æfinlega kjósa með sínum hag og samþykkja sameiningar. Hvers vegna í ósköpunum þarf þá að setja lögþvingun inn í tillöguna? Því verða þingmenn að svara áður en þeir greiða atkvæði. Í þingsályktunartillögunni er afar mikið gert úr lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga. Lýðræði endar ekki við töluna 1000. Íslendingum fer stærðarhroki afar illa. Íslendingar eru enn smærri hluti af Evrópu en Akrahreppur með sína 200 íbúa, er þó sem hlutfall af Íslendingum. Við njótum samt fullveldis og teljum okkur fullgilda þjóð meðal þjóða. Ég sé t.d. ekki fyrir mér að Evrópuþingið myndi nokkurn tíma álykta um að þjóðríki þyrfti að hafa að lágmarki eina milljón íbúa til að teljast ríki. Lokaspurningin til þingmanna áður en þeir greiða atkvæði er einföld: Eiga íbúar Grýtubakkahrepps ekki að njóta sömu mannréttinda, sama lýðræðislega sjálfsákvörðunarréttar og íbúar Hveragerðis? Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Þröstur Friðfinnsson Tengdar fréttir Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00 Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52 Er fólk bara tölur? Það vill gleymast í umræðu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum, að málið snýst ekki bara um tölur, hvort heldur er íbúafjölda eða krónur. 25. nóvember 2019 10:00 Framtíðarfólk og afturhaldsseggir Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps skrifar um sveitarstjórnarmál og sameiningar. 4. nóvember 2019 10:15 Hamingjuóskir Austur - afhjúpun Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. 28. október 2019 10:15 Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein VII. Nú er Alþingi að fara að afgreiða þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Þá er mikilvægt að þingmenn hafi svör á hraðbergi. Á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 6. september s.l., var fyrir atbeina kjörinna fulltrúa stærri sveitarfélaga, gegn harðri andstöðu u.þ.b. þriðjungs sveitarfélaga á Íslandi, samþykkt eftirfarandi ályktun; „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 6. september 2019 samþykkir að mæla með því að Alþingi samþykki fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023. Í tillögunni er gert ráð fyrir veglegum fjárhagslegum stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar sveitarfélaga og því er mikilvægt að ríkissjóður veiti sérstök fjárframlög til sjóðsins til að fjármagna þann stuðning.“ Enginn ágreiningur er þó meðal sveitarstjórnarmanna um flesta liði þingsályktunartillögunnar, einungis um ákvæði um lágmarksíbúafjölda. Rétt fyrir þingið lagði ráðuneyti sveitarstjórnarmála fram tillögur um sameiningarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til einstakra sveitarfélaga upp á samtals um 19 milljarða króna. Síðar hefur verið talað um framlög upp á allt að 15 milljarða á næstu 10 – 15 árum í þessu skyni. Talað var um þessar tillögur á þeim nótum að fjármunir þessir væru nánast í hendi. Enn hefur þó ekkert nýtt fjármagn verið sett í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til sameiningarframlaga. Ekkert er að finna í fjárlögum ársins, í fjármálaáætlun eða sér þess stað í öðrum gögnum um fjármál ríkisins næstu ár. Það blasir við öllum sem vilja sjá, að tillögurnar voru blekking ein, til að véla sem flesta til að styðja áform um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að nýtt fjármagn komi inn í Jöfnunarsjóð og bókun landsþings ætti því að vera í nokkru uppnámi. Samt sem áður situr stjórn Sambandsins íslenskra sveitarfélaga föst við sinn keip og krefur Alþingi enn um samþykkt þingsályktunartillögunnar. Það er trúlega allt að því einsdæmi að stjórn í félagi fari svo harkalega gegn svo stórum hluta sinna aðildarfélaga. Brjóti svo afdráttarlaust gegn skýrum samþykktum sem henni ber að starfa eftir. Sambandsins okkar, sem hefur það hlutverk að vera sameiginlegur málsvari og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum og samstarfi sveitarfélaga. Sérfræðingur í félagarétti hefur í vel rökstuddu minnisblaði, komist að afdráttarlausri niðurstöðu. Með því að kjörnir fulltrúar stærri sveitarfélaga samþykki í krafti aukins atkvæðavægis að hin minni skuli í raun lögð niður án þess að þeirra eigin kjörnu fulltrúar megi nokkrum vörnum við koma, þá fer Sambandið í þessu efni klárlega út fyrir sitt hlutverk samkvæmt samþykktum þess. Þegar við bætist að ekkert er gert með seinni hluta ályktunar landsþingsins, verður að segjast að ályktunin er orðin fullkomlega marklaus. Alþingi er á engan hátt bundið af slíkri bókun. Raunar hefur Sambandið sem frjáls félagasamtök, nákvæmlega ekkert boðvald yfir Alþingi, þó formaðurinn hafi óhikað talað á þeim nótum. Seint verður trúað að þingmenn bogni undan svo óheiðarlegum þrýsingi. Ef þingsályktunartillagan með sína 11 liði heldur ekki fullu gildi sínu þó íbúalágmarkið sé fellt út, þá er eitthvað mikið bogið við hana að öðru leyti. Ég vona þó að svo sé alls ekki. Í rökstuðningi fyrir lögfestingu lágmarksíbúafjölda, er megináherslan á hag íbúa. Að þeir fái betri þjónustu, að það styrki byggðir og efli sveitarfélögin sem faglegar stjórnsýslueiningar til framtíðar. Ef rétt er með farið, þá munu íbúar æfinlega kjósa með sínum hag og samþykkja sameiningar. Hvers vegna í ósköpunum þarf þá að setja lögþvingun inn í tillöguna? Því verða þingmenn að svara áður en þeir greiða atkvæði. Í þingsályktunartillögunni er afar mikið gert úr lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga. Lýðræði endar ekki við töluna 1000. Íslendingum fer stærðarhroki afar illa. Íslendingar eru enn smærri hluti af Evrópu en Akrahreppur með sína 200 íbúa, er þó sem hlutfall af Íslendingum. Við njótum samt fullveldis og teljum okkur fullgilda þjóð meðal þjóða. Ég sé t.d. ekki fyrir mér að Evrópuþingið myndi nokkurn tíma álykta um að þjóðríki þyrfti að hafa að lágmarki eina milljón íbúa til að teljast ríki. Lokaspurningin til þingmanna áður en þeir greiða atkvæði er einföld: Eiga íbúar Grýtubakkahrepps ekki að njóta sömu mannréttinda, sama lýðræðislega sjálfsákvörðunarréttar og íbúar Hveragerðis? Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00
Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52
Er fólk bara tölur? Það vill gleymast í umræðu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum, að málið snýst ekki bara um tölur, hvort heldur er íbúafjölda eða krónur. 25. nóvember 2019 10:00
Framtíðarfólk og afturhaldsseggir Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps skrifar um sveitarstjórnarmál og sameiningar. 4. nóvember 2019 10:15
Hamingjuóskir Austur - afhjúpun Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. 28. október 2019 10:15
Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun