Nýr útvarpsstjóri kynntur innan stundar Jakob Bjarnar skrifar 28. janúar 2020 12:26 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra skipaði Kára Jónasson formann stjórnar en situr nú uppi með það að hann ætlar sér að taka sjálfstæða ákvörðun um hver verður útvarpsstjóri. visir/vilhelm Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. hefur ákveðið hver verður næsti útvarpsstjóri. Þetta var ákveðið á fundi í gærkvöldi. Nokkur einhugur var í stjórninni með valið, sem að endingu snerist um fjóra umsækjendur, samkvæmt heimildum Vísis.Einn stjórnarmeðlima greiddi þó ekki atkvæði með þeim sem fyrir valinu varð. Að loknu umsóknarferlinu stóðu fjórir umsækjendur eftir sem uppfylltu skilyrði sem sett voru fram í umsókn og stóðu sig vel í viðtölum. Samkvæmt heimildum Vísis er næsti útvarpsstjóri nú að ganga frá lausum endum í sinni vinnu, tilkynna samstarfsfólki sínu um að hann sé að sigla á önnur mið. Stefán Eiríksson vildi ekki tjá sig Kjarninn hefur tekið málið upp og telur sig hafa heimildir fyrir því að þeir fjórir sem valið stóð um innan stjórnar væru: Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkur og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðarhreppi. Stefán Eiríksson er borgarritari í Reykjavík en gegndi áður starfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.Reykjavík Vísir hefur rætt við bæði Kolbrúnu og Þorstein sem segjast ekki hafa fengið tilkynningu frá stjórn um að þau séu næstu útvarpsstjórar, þannig að ekki er um þau að ræða. Þá standa eftir Stefán Eiríksson og Karl Garðarsson. Ekki hefur náðst í Karl en Stefán vildi ekkert tjá sig að svo stöddu um málið og sagði að það yrði bara að koma í ljós. Upplýstu ekki um umsækjendur Talsvert hefur verið fjallað um þessa ráðningu en staðan varð óvænt laus þegar Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, ákvað að sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra og fékk. Hann hafði þá nýverið skrifað undir endurnýjaðan samning við Ríkisútvarpið ohf. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ákvað að halda því leyndu hverjir sóttu um stöðuna en það hefur reynst afar umdeilt. Blaðamaður kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðaði að stjórninni væri þetta heimilt, að pukrast með umsækjendur. Samkvæmt heimildum Vísis er sú skoðun uppi innan stjórnar RÚV ofh. að þessi ákvörðun, sem Kári Jónasson formaður stjórnar hefur sagt að væri að ráði Capacent, hefði reynst vel að því leyti til að fram hafi komið umsækjendur sem að öðrum kosti hefðu ekki sótt um. Vísir beindi þá erindi til Umboðsmanns Alþingis sem ritaði harðort bréf til úrskurðarnefndarinnar og krafði hana um frekari rökstuðning fyrir ákvörðun sinni. Ljóst er að umboðsmaður telur lagatúlkun sem þar er að baki véfengjanlega og er hann nú með það mál til umfjöllunar innan sinna vébanda.Fréttin var síðast uppfærð 13:45 Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. hefur ákveðið hver verður næsti útvarpsstjóri. Þetta var ákveðið á fundi í gærkvöldi. Nokkur einhugur var í stjórninni með valið, sem að endingu snerist um fjóra umsækjendur, samkvæmt heimildum Vísis.Einn stjórnarmeðlima greiddi þó ekki atkvæði með þeim sem fyrir valinu varð. Að loknu umsóknarferlinu stóðu fjórir umsækjendur eftir sem uppfylltu skilyrði sem sett voru fram í umsókn og stóðu sig vel í viðtölum. Samkvæmt heimildum Vísis er næsti útvarpsstjóri nú að ganga frá lausum endum í sinni vinnu, tilkynna samstarfsfólki sínu um að hann sé að sigla á önnur mið. Stefán Eiríksson vildi ekki tjá sig Kjarninn hefur tekið málið upp og telur sig hafa heimildir fyrir því að þeir fjórir sem valið stóð um innan stjórnar væru: Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkur og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðarhreppi. Stefán Eiríksson er borgarritari í Reykjavík en gegndi áður starfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.Reykjavík Vísir hefur rætt við bæði Kolbrúnu og Þorstein sem segjast ekki hafa fengið tilkynningu frá stjórn um að þau séu næstu útvarpsstjórar, þannig að ekki er um þau að ræða. Þá standa eftir Stefán Eiríksson og Karl Garðarsson. Ekki hefur náðst í Karl en Stefán vildi ekkert tjá sig að svo stöddu um málið og sagði að það yrði bara að koma í ljós. Upplýstu ekki um umsækjendur Talsvert hefur verið fjallað um þessa ráðningu en staðan varð óvænt laus þegar Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, ákvað að sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra og fékk. Hann hafði þá nýverið skrifað undir endurnýjaðan samning við Ríkisútvarpið ohf. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ákvað að halda því leyndu hverjir sóttu um stöðuna en það hefur reynst afar umdeilt. Blaðamaður kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðaði að stjórninni væri þetta heimilt, að pukrast með umsækjendur. Samkvæmt heimildum Vísis er sú skoðun uppi innan stjórnar RÚV ofh. að þessi ákvörðun, sem Kári Jónasson formaður stjórnar hefur sagt að væri að ráði Capacent, hefði reynst vel að því leyti til að fram hafi komið umsækjendur sem að öðrum kosti hefðu ekki sótt um. Vísir beindi þá erindi til Umboðsmanns Alþingis sem ritaði harðort bréf til úrskurðarnefndarinnar og krafði hana um frekari rökstuðning fyrir ákvörðun sinni. Ljóst er að umboðsmaður telur lagatúlkun sem þar er að baki véfengjanlega og er hann nú með það mál til umfjöllunar innan sinna vébanda.Fréttin var síðast uppfærð 13:45
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00
Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30
Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30
RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42
Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00