Einar: Eins og maður væri að spila sinn fyrsta meistaraflokksleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2020 21:46 Einar skoraði sjö mörk gegn HK, þar af fimm í fyrri hálfleik. vísir/eyþór Einar Sverrisson lék í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Selfoss síðan hann sleit krossband í hné í mars á síðasta ári. Einar skoraði sjö mörk í sigri Selfoss á botnliði HK, 29-34, í Kórnum. „Þetta var pínu skrítið. Þetta var eins og maður væri að spila sinn fyrsta meistaraflokksleik. En þetta var fínt og skemmtilegra en mig minnti,“ sagði Einar í samtali við Vísi eftir leik. Skyttan öfluga byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum Selfyssinga í leiknum. „Ég var heitur í byrjun og það var gott fyrir mig að komast strax í gang. Við náðum aldrei að slíta okkur frá þeim en mér fannst við alltaf vera með yfirhöndina. Það vantaði aðeins meiri aukakraft í okkur. En mér fannst þetta aldrei í hættu,“ sagði Einar. Hann segist vera í góðu ásigkomulagi og finni ekkert fyrir meiðslunum sem héldu honum utan vallar í tæpt ár. „Staðan er góð og ég finn ekkert fyrir þessu. Vonandi heldur það áfram og ég verði heill og í toppstandi,“ sagði Einar. Vegna meiðslanna missti hann af úrslitakeppninni í fyrra þar sem Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Það var súrsætt fyrir mig. Þetta var gaman fyrir félagið og mig að taka þátt í því með þeim en mann langaði mikið að vera inni á vellinum þá. Það var klárlega hvatning í endurhæfingunni,“ sagði Einar að endingu. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Selfossi gekk illa að slíta sig frá botnliði HK en vann á endanum fimm marka sigur. 28. janúar 2020 21:45 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Íslenski boltinn Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Einar Sverrisson lék í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Selfoss síðan hann sleit krossband í hné í mars á síðasta ári. Einar skoraði sjö mörk í sigri Selfoss á botnliði HK, 29-34, í Kórnum. „Þetta var pínu skrítið. Þetta var eins og maður væri að spila sinn fyrsta meistaraflokksleik. En þetta var fínt og skemmtilegra en mig minnti,“ sagði Einar í samtali við Vísi eftir leik. Skyttan öfluga byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum Selfyssinga í leiknum. „Ég var heitur í byrjun og það var gott fyrir mig að komast strax í gang. Við náðum aldrei að slíta okkur frá þeim en mér fannst við alltaf vera með yfirhöndina. Það vantaði aðeins meiri aukakraft í okkur. En mér fannst þetta aldrei í hættu,“ sagði Einar. Hann segist vera í góðu ásigkomulagi og finni ekkert fyrir meiðslunum sem héldu honum utan vallar í tæpt ár. „Staðan er góð og ég finn ekkert fyrir þessu. Vonandi heldur það áfram og ég verði heill og í toppstandi,“ sagði Einar. Vegna meiðslanna missti hann af úrslitakeppninni í fyrra þar sem Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Það var súrsætt fyrir mig. Þetta var gaman fyrir félagið og mig að taka þátt í því með þeim en mann langaði mikið að vera inni á vellinum þá. Það var klárlega hvatning í endurhæfingunni,“ sagði Einar að endingu.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Selfossi gekk illa að slíta sig frá botnliði HK en vann á endanum fimm marka sigur. 28. janúar 2020 21:45 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Íslenski boltinn Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Umfjöllun: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Selfossi gekk illa að slíta sig frá botnliði HK en vann á endanum fimm marka sigur. 28. janúar 2020 21:45
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni