Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2020 09:12 Uppstokkun Póstsins heldur áfram. Vísir/Vilhelm Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Rúmlega þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna.Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Póstinum þar sem segir að magn fjölpósts hafi dregist mikið saman á undanförnum árum og mikil fækkun almennra bréfa haft það í för með sér að minni samlegðaráhrif séu á dreifingu bréfapósts og fjölpósts.Nú sé hins vegar svo komið að lítill rekstrargrundvöllur sé fyrir þessari þjónustu þar sem bréfum hafi fækkað svo mikið að oft fari bréfberar eingöngu með fjölpóst en engin bréf.Pósturinn mun halda áfram bjóða upp á dreifingu á fjölpósti á öðrum svæðum og í dreifbýli. Þessi breyting leiðir til um 200 milljóna króna lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli hjá fyrirtækinu, að því er segir í tilkynningunni. Uppsagnirnar tilkynntar til Vinnumálastofnunar Þessi breyting mun hafa áhrif á um fjörutíu starfsmenn fyrirtækisins en í tilkynningunni segir að mögulegt sé að færa um tíu starfsmenn til í starfi innan fyrirtækisins. Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins.Íslandspóstur „Rúmlega 30 starfsmönnum verður því sagt upp störfum frá og með deginum í dag og er þar um að ræða starfsmenn í flokkun og dreifingu á svæðinu sem um ræðir. Rætt verður við þá starfsmenn sem missa vinnuna í dag en ekki verður óskað eftir starfsframlagi á uppsagnartímanum,“ segir í tilkynningunni.Þeim starfsmönnum sem missa vinnuna verður boðinn stuðningur við starfslokin svo sem sálfræðiþjónusta og ráðgjöf við atvinnuleit. Pósturinn hefur tilkynnt uppsagnirnar til Vinnumálastofnunar, stéttarfélaga og annarra sem hlut eiga að máli, að því er segir í tilkynningu frá Póstinum.„Við erum önnum kafin við að aðlaga reksturinn að kröfum á nútíma markaði en í svona endurskipulagningu þarf að horfast í augu við staðreyndir og taka margar erfiðar ákvarðanir, þessi ákvörðun er ein þeirra. Ég þakka því góða starfsfólki sem nú kveður okkur fyrir vel unnin störf og óska þeim góðs gengis í næstu verkefnum,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Póstsins, í tilkynningunni. Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Öflugur viðsnúningur hjá Íslandspósti Árangurinn af hagræðingu Íslandspósts er að koma í ljós. Útlit fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Forstjórinn sér fram á að Íslandspóstur geti byrjað að skila hagnaði þegar búið er að bæta skuldastöðuna. 27. nóvember 2019 07:31 Spyr hvort Pósturinn hefði ekki mátt hagræða fyrr Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til fundar í dag til að ræða málefni Íslandspósts. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, átti frumkvæði að fundinum. 2. september 2019 06:45 Pósturinn hættir að selja gjafavörur og sælgæti Frá og með 1. febrúar næstkomandi mun Pósturinn hætta að selja gjafavörur, sælgæti, gos, ritföng og annað slíkt á pósthúsum. 18. desember 2019 08:48 Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Rúmlega þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna.Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Póstinum þar sem segir að magn fjölpósts hafi dregist mikið saman á undanförnum árum og mikil fækkun almennra bréfa haft það í för með sér að minni samlegðaráhrif séu á dreifingu bréfapósts og fjölpósts.Nú sé hins vegar svo komið að lítill rekstrargrundvöllur sé fyrir þessari þjónustu þar sem bréfum hafi fækkað svo mikið að oft fari bréfberar eingöngu með fjölpóst en engin bréf.Pósturinn mun halda áfram bjóða upp á dreifingu á fjölpósti á öðrum svæðum og í dreifbýli. Þessi breyting leiðir til um 200 milljóna króna lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli hjá fyrirtækinu, að því er segir í tilkynningunni. Uppsagnirnar tilkynntar til Vinnumálastofnunar Þessi breyting mun hafa áhrif á um fjörutíu starfsmenn fyrirtækisins en í tilkynningunni segir að mögulegt sé að færa um tíu starfsmenn til í starfi innan fyrirtækisins. Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins.Íslandspóstur „Rúmlega 30 starfsmönnum verður því sagt upp störfum frá og með deginum í dag og er þar um að ræða starfsmenn í flokkun og dreifingu á svæðinu sem um ræðir. Rætt verður við þá starfsmenn sem missa vinnuna í dag en ekki verður óskað eftir starfsframlagi á uppsagnartímanum,“ segir í tilkynningunni.Þeim starfsmönnum sem missa vinnuna verður boðinn stuðningur við starfslokin svo sem sálfræðiþjónusta og ráðgjöf við atvinnuleit. Pósturinn hefur tilkynnt uppsagnirnar til Vinnumálastofnunar, stéttarfélaga og annarra sem hlut eiga að máli, að því er segir í tilkynningu frá Póstinum.„Við erum önnum kafin við að aðlaga reksturinn að kröfum á nútíma markaði en í svona endurskipulagningu þarf að horfast í augu við staðreyndir og taka margar erfiðar ákvarðanir, þessi ákvörðun er ein þeirra. Ég þakka því góða starfsfólki sem nú kveður okkur fyrir vel unnin störf og óska þeim góðs gengis í næstu verkefnum,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Póstsins, í tilkynningunni.
Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Öflugur viðsnúningur hjá Íslandspósti Árangurinn af hagræðingu Íslandspósts er að koma í ljós. Útlit fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Forstjórinn sér fram á að Íslandspóstur geti byrjað að skila hagnaði þegar búið er að bæta skuldastöðuna. 27. nóvember 2019 07:31 Spyr hvort Pósturinn hefði ekki mátt hagræða fyrr Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til fundar í dag til að ræða málefni Íslandspósts. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, átti frumkvæði að fundinum. 2. september 2019 06:45 Pósturinn hættir að selja gjafavörur og sælgæti Frá og með 1. febrúar næstkomandi mun Pósturinn hætta að selja gjafavörur, sælgæti, gos, ritföng og annað slíkt á pósthúsum. 18. desember 2019 08:48 Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Öflugur viðsnúningur hjá Íslandspósti Árangurinn af hagræðingu Íslandspósts er að koma í ljós. Útlit fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Forstjórinn sér fram á að Íslandspóstur geti byrjað að skila hagnaði þegar búið er að bæta skuldastöðuna. 27. nóvember 2019 07:31
Spyr hvort Pósturinn hefði ekki mátt hagræða fyrr Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til fundar í dag til að ræða málefni Íslandspósts. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, átti frumkvæði að fundinum. 2. september 2019 06:45
Pósturinn hættir að selja gjafavörur og sælgæti Frá og með 1. febrúar næstkomandi mun Pósturinn hætta að selja gjafavörur, sælgæti, gos, ritföng og annað slíkt á pósthúsum. 18. desember 2019 08:48
Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05