Tottenham hefur gengið frá kaupunum á hollenska landsliðsmanninum Steven Bergwijn frá PSV Eindhoven.
Talið er að Tottenham hafi greitt 27 milljónir punda fyrir Bergwijn sem skrifaði undir fimm ára samning við Spurs.
We are delighted to announce the signing of @StevenBergwijn from PSV Eindhoven.
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 29, 2020
Steven has signed a contract with the Club that will run until 2025.#WelkomBergwijn #COYS
Bergwijn mun leika í treyju númer 23 hjá Tottenham. Christian Eriksen, sem fór til Inter í gær, var með það númer meðan hann lék með Spurs.
Bergwijn, sem getur leikið á báðum köntum og miðjunni, varð þrisvar sinnum hollenskur meistari með PSV. Hann lék alls 149 leiki fyrir liðið og skoraði 31 mark.
Hinn 22 ára Bergwijn hefur leikið níu A-landsleiki fyrir Holland.
Í gær gekk Tottenham frá kaupum á Giovani Lo Celso sem hefur verið á láni hjá liðinu undanfarna mánuði. Þá hefur Spurs fengið Gedson Fernandes á láni frá Benfica.