Þrír komust í fjögurra áratuga klúbbinn í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2020 23:30 Fulltrúar 1980-kynslóðarinnar í Olís-deild karla. vísir/vilhelm/bára Þrír leikmenn náðu þeim merka áfanga að spila leik í efstu deild á Íslandi á fjórða mismunandi áratugnum þegar keppni í Olís-deild karla í handbolta hófst aftur í gær. Þetta eru jafnaldrarnir Hreiðar Levý Guðmundsson, Vignir Svavarsson og Sturla Ásgeirsson (fæddir 1980). Allir fögnuðu þeir sigri í leikjum gærdagsins. Hreiðar átti frábæra innkomu þegar Valur vann ÍBV, 25-26, í Eyjum. Fasteignasalinn knái varði sjö skot, þar af tvö víti, af þeim 15 skotum sem hann fékk á sig (47%). Hreiðar lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki með Gróttu/KR í 2. deild tímabilið 1997-98. Hans fyrsti leikur í efstu deild var með Gróttu/KR í 20-24 tapi fyrir þáverandi Íslandsmeisturum Vals 3. október 1998. Á löngum ferli hefur Hreiðar komið víða við. Hann gekk til liðs við Val fyrir þetta tímabil eftir að hafa leikið með Gróttu í tvö ár þar á undan. Vignir og félagar hans í Haukum náðu þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri á Fram, 23-21, á Ásvöllum. Vignir skoraði eitt mark í leiknum. Vignir lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í tapi fyrir HK, 28-25, 7. mars 1999. Hann lék með Haukum til 2005 þegar hann fór til Lemgo í Þýskalandi. Vignir lék sem atvinnumaður í 14 ár en sneri aftur til Hauka síðasta sumar. Sturla skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum þegar ÍR rúllaði yfir KA, 34-22, í Austurberginu. Sturla lék sinn fyrsta leik fyrir ÍR í sigri á HK, 29-26, 26. nóvember 1999. Hann lék með ÍR til ársins 2004 þegar hann gekk í raðir Århus í Danmörku. Eftir fjögur ár hjá Århus og tvö hjá Düsseldorf í Þýskalandi sneri Sturla aftur til Íslands 2010 og gekk í raðir Vals. Hann lék með Val í tvö ár en fór svo aftur í ÍR 2012 þar sem hann hefur leikið síðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Haukar eru á toppi Olís-deildar karla og komust aftur á beinu brautina eftir hlé en þeir töpuðu síðasta leiknum fyrir hlé. 28. janúar 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KA 34-22 | Akureyringar niðurlægðir Áhorfenda var hent úr húsi er ÍR rúllaði yfir KA. 28. janúar 2020 22:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Sjá meira
Þrír leikmenn náðu þeim merka áfanga að spila leik í efstu deild á Íslandi á fjórða mismunandi áratugnum þegar keppni í Olís-deild karla í handbolta hófst aftur í gær. Þetta eru jafnaldrarnir Hreiðar Levý Guðmundsson, Vignir Svavarsson og Sturla Ásgeirsson (fæddir 1980). Allir fögnuðu þeir sigri í leikjum gærdagsins. Hreiðar átti frábæra innkomu þegar Valur vann ÍBV, 25-26, í Eyjum. Fasteignasalinn knái varði sjö skot, þar af tvö víti, af þeim 15 skotum sem hann fékk á sig (47%). Hreiðar lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki með Gróttu/KR í 2. deild tímabilið 1997-98. Hans fyrsti leikur í efstu deild var með Gróttu/KR í 20-24 tapi fyrir þáverandi Íslandsmeisturum Vals 3. október 1998. Á löngum ferli hefur Hreiðar komið víða við. Hann gekk til liðs við Val fyrir þetta tímabil eftir að hafa leikið með Gróttu í tvö ár þar á undan. Vignir og félagar hans í Haukum náðu þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri á Fram, 23-21, á Ásvöllum. Vignir skoraði eitt mark í leiknum. Vignir lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í tapi fyrir HK, 28-25, 7. mars 1999. Hann lék með Haukum til 2005 þegar hann fór til Lemgo í Þýskalandi. Vignir lék sem atvinnumaður í 14 ár en sneri aftur til Hauka síðasta sumar. Sturla skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum þegar ÍR rúllaði yfir KA, 34-22, í Austurberginu. Sturla lék sinn fyrsta leik fyrir ÍR í sigri á HK, 29-26, 26. nóvember 1999. Hann lék með ÍR til ársins 2004 þegar hann gekk í raðir Århus í Danmörku. Eftir fjögur ár hjá Århus og tvö hjá Düsseldorf í Þýskalandi sneri Sturla aftur til Íslands 2010 og gekk í raðir Vals. Hann lék með Val í tvö ár en fór svo aftur í ÍR 2012 þar sem hann hefur leikið síðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Haukar eru á toppi Olís-deildar karla og komust aftur á beinu brautina eftir hlé en þeir töpuðu síðasta leiknum fyrir hlé. 28. janúar 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KA 34-22 | Akureyringar niðurlægðir Áhorfenda var hent úr húsi er ÍR rúllaði yfir KA. 28. janúar 2020 22:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Haukar eru á toppi Olís-deildar karla og komust aftur á beinu brautina eftir hlé en þeir töpuðu síðasta leiknum fyrir hlé. 28. janúar 2020 22:15
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KA 34-22 | Akureyringar niðurlægðir Áhorfenda var hent úr húsi er ÍR rúllaði yfir KA. 28. janúar 2020 22:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00