Rannsaka meint brot tveggja lyfjafræðinga Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2020 20:30 Landlæknir, Lyfjastofnun og lögreglustjórinn á Suðurnesjum rannsaka öll meint brot tveggja lyfjafræðinga. Eru þeir grunaðir um umfangsmikið lyfjamisferli sem varðar sölu lyfseðilsskyldra lyfja. Mbl.is greindi fyrst frá þessu máli. Málið komst upp við innra eftirlit Lyfju sem tilkynnti það til Lyfjastofnunar og kærði það til lögreglunnar á Suðurnesjum. Málin hafa verið til rannsóknar frá því í desember og varða sölu á lyfseðilsskyldum lyfjum án lyfseðils sem lyfsölum er óheimilt. Er um að ræða lyfsala sem starfaði hjá Lyfju í Reykjanesbæ og lyfsala hjá Lyfsalanum í Glæsibæ í Reykjavík. Hefur þeim báðum verið vikið frá störfum og aðrir lyfsalar tekið við rekstri apótekanna. Embætti landlæknis vildi ekki tjá sig við fréttastofu um rannsóknina þegar eftir því var leitað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum er með mál lyfsalans sem starfaði hjá Lyfju í Reykjanesbæ til rannsóknar. Lögreglustjórinn vildi ekki tjá sig um málið sökum þess að rannsóknin er á viðkvæmu stigi. Lyfjastofnun hefur mál lyfsalans í Glæsibæ til rannsóknar. Hefur Lyfjastofnun ekki kært það til lögreglunnar. Lyfjastofnun vildi þó ekki svara vegna rannsóknarhagsmuna hvort málin tengjast, sem og spurningum sem varða hvaða tegund lyfja voru seld og magnið sem um ræðir. Þá vildi Lyfjastofnun heldur ekki svara hvort brotin hefðu staðið lengi yfir. Heimildir fréttastofu herma að málin tvö tengist og um hafi verið að ræða umtalsvert magn lyfja. Geta brotin varðað fjársektum eða fangelsisvist. Fíkn Lyf Lögreglumál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira
Landlæknir, Lyfjastofnun og lögreglustjórinn á Suðurnesjum rannsaka öll meint brot tveggja lyfjafræðinga. Eru þeir grunaðir um umfangsmikið lyfjamisferli sem varðar sölu lyfseðilsskyldra lyfja. Mbl.is greindi fyrst frá þessu máli. Málið komst upp við innra eftirlit Lyfju sem tilkynnti það til Lyfjastofnunar og kærði það til lögreglunnar á Suðurnesjum. Málin hafa verið til rannsóknar frá því í desember og varða sölu á lyfseðilsskyldum lyfjum án lyfseðils sem lyfsölum er óheimilt. Er um að ræða lyfsala sem starfaði hjá Lyfju í Reykjanesbæ og lyfsala hjá Lyfsalanum í Glæsibæ í Reykjavík. Hefur þeim báðum verið vikið frá störfum og aðrir lyfsalar tekið við rekstri apótekanna. Embætti landlæknis vildi ekki tjá sig við fréttastofu um rannsóknina þegar eftir því var leitað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum er með mál lyfsalans sem starfaði hjá Lyfju í Reykjanesbæ til rannsóknar. Lögreglustjórinn vildi ekki tjá sig um málið sökum þess að rannsóknin er á viðkvæmu stigi. Lyfjastofnun hefur mál lyfsalans í Glæsibæ til rannsóknar. Hefur Lyfjastofnun ekki kært það til lögreglunnar. Lyfjastofnun vildi þó ekki svara vegna rannsóknarhagsmuna hvort málin tengjast, sem og spurningum sem varða hvaða tegund lyfja voru seld og magnið sem um ræðir. Þá vildi Lyfjastofnun heldur ekki svara hvort brotin hefðu staðið lengi yfir. Heimildir fréttastofu herma að málin tvö tengist og um hafi verið að ræða umtalsvert magn lyfja. Geta brotin varðað fjársektum eða fangelsisvist.
Fíkn Lyf Lögreglumál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira