Metfjöldi fíla drepnir í Srí Lanka Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2020 23:14 Það er ólöglegt að drepa fíla í Srí Lanka en bændur þar telja þá vera mikla plágu og fílarnir eru farnir að sækja í byggðir manna. EPA/HARISH TYAGI Minnst 361 fíll drapst í Srí Lanka í fyrra og hefur sú tala aldrei verið hærri. Flestir þeirra voru drepnir af mönnum en talið er að einungis 7.500 villtir fílar séu í landinu. Það er ólöglegt að drepa fíla í Srí Lanka en bændur þar telja þá vera mikla plágu og fílarnir eru farnir að sækja í byggðir manna. Hundrað menn voru drepnir af fílum á árinu. Samkvæmt umhverfisverndarsamtökunum Movement for Land and Agricultural Reform er ýmsum brögðum beitt til að drepa fíla. Meðal annars er notast við rafmagnsgirðingar, eitur og sprengjur, sem dulbúnar eru sem matur. Margir fílar verða einnig fyrir lestum. Í frétt BBC er vitnað í atvik í september þar sem sjö fílar fundust dauðir á verndarsvæði og töldu embættismenn að íbúar á svæðinu hefðu eitrað fyrir fílunum eftir að þeir eyðilögðu uppskeru þeirra. Sajeewa Chamikara, frá MLAR, segir samtökin telja að 85 prósent þeirra fíla sem hafi drepist í fyrra hafi verið drepnir af mönnum. Bygging nýrra þorpa og bóndabýla hefur leitt til þess að vistarsvæði fíla hefur skroppið mikið saman og aðgangur þeirra að mat og vatni hefur verið gerður erfiðari. Yfirvöld hafa heitið því að bregðast við með byggingu girðinga á milli byggða manna og vistarsvæða fíla. Dýr Srí Lanka Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Minnst 361 fíll drapst í Srí Lanka í fyrra og hefur sú tala aldrei verið hærri. Flestir þeirra voru drepnir af mönnum en talið er að einungis 7.500 villtir fílar séu í landinu. Það er ólöglegt að drepa fíla í Srí Lanka en bændur þar telja þá vera mikla plágu og fílarnir eru farnir að sækja í byggðir manna. Hundrað menn voru drepnir af fílum á árinu. Samkvæmt umhverfisverndarsamtökunum Movement for Land and Agricultural Reform er ýmsum brögðum beitt til að drepa fíla. Meðal annars er notast við rafmagnsgirðingar, eitur og sprengjur, sem dulbúnar eru sem matur. Margir fílar verða einnig fyrir lestum. Í frétt BBC er vitnað í atvik í september þar sem sjö fílar fundust dauðir á verndarsvæði og töldu embættismenn að íbúar á svæðinu hefðu eitrað fyrir fílunum eftir að þeir eyðilögðu uppskeru þeirra. Sajeewa Chamikara, frá MLAR, segir samtökin telja að 85 prósent þeirra fíla sem hafi drepist í fyrra hafi verið drepnir af mönnum. Bygging nýrra þorpa og bóndabýla hefur leitt til þess að vistarsvæði fíla hefur skroppið mikið saman og aðgangur þeirra að mat og vatni hefur verið gerður erfiðari. Yfirvöld hafa heitið því að bregðast við með byggingu girðinga á milli byggða manna og vistarsvæða fíla.
Dýr Srí Lanka Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira