Stjörnuútherji Patriots handtekinn eftir að hann hoppaði upp á húdd á bíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 13:30 Julian Edelman er mjög mikilvægur leikmaður fyrir Tom Brady og New England Patriots. Getty/Adam Glanzman Það bjuggust flestir við því að New England Patriots væri að keppa í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina en eftir óvænt tap um síðustu helgi var ljóst að liðið myndi ekki verja titil sinn í ár. Þess í stað var eins af stjörnum liðsins að koma sér í vandræði á laugardagskvöldið í Los Angeles. Julian Edelman, stjörnuútherji New England Patriots og mikilvægasti leikmaður Super Bowl í fyrra, var nefnilega handtekinn í Beverly Hills fyrir skemmdarverk. Edelman hoppaði upp á húdd á bíl annars manns og skemmdi hann. Það fylgdi sögunni að þetta var Mercedes en ekki kom fram hver átti bílinn eða af hverju Edelman hoppaði upp á húdd hans. Lögreglan mætti á staðinn og handtók hann. Edelman var seinna sleppt en þarf að mæta fyrir dómara í apríl. Julian Edelman was arrested after allegedly jumping on the hood of someone’s Mercedes “for some unknown reason” and causing damage. Edelman was cited for misdemeanor vandalism and released. (Via @TMZ) pic.twitter.com/yqHRPeQni3— Bleacher Report (@BleacherReport) January 12, 2020 Þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil fyrir hinn 33 ára gamla Julian Edelman sem var búinn að harka af sér allt tímabilið. Eftir að Patriots liðið féll úr leik kom í ljós að hann þyrfti að fara í fleiri en eina aðgerð í sumar. hann var búinn að spila í gegnum meiðsli sem hefði haldið flestum frá hreyfingu hvað þá að spila í jafn erfiðri deild og NFL. Edelman ætlaði greinilega aðeins að sletta út klaufunum á laugardagskvöldið en fór þá út á lífið með mönnum eins og fyrrum Boston Celtics manninum Paul Pierce. Paul Pierce birti mynd af sér og Julian Edelman á Instagram frá þessu sama kvöldi. More on Patriots’ WR Julian Edelman being arrested after allegedly jumping on car:https://t.co/apCvRWN95n— Adam Schefter (@AdamSchefter) January 12, 2020 Julian Edelman hefur verið lykilmaður í tveimur síðustu meistaratitlum New England Patriots liðsins. Hann var allt í öllu í endurkomunni frægu á móti Atlanta árið 2017 og var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í Super Bowl í fyrra þegar Patriots vann 20-17 sigur á Los Angeles Rams. Edelman var sá útherji New England Patriots sem greip flesta bolta og skoraði flest snertimörk í sumar en sást ekki í leiknum á móti Tennessee Titans í úrslitakeppninni þar sem liðið tapaði óvænt. NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Það bjuggust flestir við því að New England Patriots væri að keppa í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina en eftir óvænt tap um síðustu helgi var ljóst að liðið myndi ekki verja titil sinn í ár. Þess í stað var eins af stjörnum liðsins að koma sér í vandræði á laugardagskvöldið í Los Angeles. Julian Edelman, stjörnuútherji New England Patriots og mikilvægasti leikmaður Super Bowl í fyrra, var nefnilega handtekinn í Beverly Hills fyrir skemmdarverk. Edelman hoppaði upp á húdd á bíl annars manns og skemmdi hann. Það fylgdi sögunni að þetta var Mercedes en ekki kom fram hver átti bílinn eða af hverju Edelman hoppaði upp á húdd hans. Lögreglan mætti á staðinn og handtók hann. Edelman var seinna sleppt en þarf að mæta fyrir dómara í apríl. Julian Edelman was arrested after allegedly jumping on the hood of someone’s Mercedes “for some unknown reason” and causing damage. Edelman was cited for misdemeanor vandalism and released. (Via @TMZ) pic.twitter.com/yqHRPeQni3— Bleacher Report (@BleacherReport) January 12, 2020 Þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil fyrir hinn 33 ára gamla Julian Edelman sem var búinn að harka af sér allt tímabilið. Eftir að Patriots liðið féll úr leik kom í ljós að hann þyrfti að fara í fleiri en eina aðgerð í sumar. hann var búinn að spila í gegnum meiðsli sem hefði haldið flestum frá hreyfingu hvað þá að spila í jafn erfiðri deild og NFL. Edelman ætlaði greinilega aðeins að sletta út klaufunum á laugardagskvöldið en fór þá út á lífið með mönnum eins og fyrrum Boston Celtics manninum Paul Pierce. Paul Pierce birti mynd af sér og Julian Edelman á Instagram frá þessu sama kvöldi. More on Patriots’ WR Julian Edelman being arrested after allegedly jumping on car:https://t.co/apCvRWN95n— Adam Schefter (@AdamSchefter) January 12, 2020 Julian Edelman hefur verið lykilmaður í tveimur síðustu meistaratitlum New England Patriots liðsins. Hann var allt í öllu í endurkomunni frægu á móti Atlanta árið 2017 og var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í Super Bowl í fyrra þegar Patriots vann 20-17 sigur á Los Angeles Rams. Edelman var sá útherji New England Patriots sem greip flesta bolta og skoraði flest snertimörk í sumar en sást ekki í leiknum á móti Tennessee Titans í úrslitakeppninni þar sem liðið tapaði óvænt.
NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira