Serena hefur unnið mót á fjórum mismunandi áratugum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 15:45 Serena Williams með bikarinn og dóttur sína Alexis Olympiu. Getty/Hannah Peters Bandaríska tenniskonan Serena Williams vann í gær sitt fyrsta mót eftir að hún eignaðist dóttur sína fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Serena Williams vann þá ASB Classic mótið sem fór fram í Auckland í Nýja Sjálandi. Serena vann úrslitaleikinn á móti löndu sinni Jessica Pegula 6-3, 6-4. Serena Williams won her first singles title since giving birth to her daughter, Olympia. Her last win was the 2017 Australian Open, which she won while nearly two months pregnant. https://t.co/JBA3RIWsfd— NYT Sports (@NYTSports) January 12, 2020 Serena Williams eignaðist dótturina Alexis Olympia 1. september 2017. Hún hafði oft verið nærri sigri á móti enda hafði þessi sigursæla tenniskona komist í úrslitaleikinn á þremur risamótum. Serena varð hins vara að sætta sig við tap í úrslitaleiknum á opna bandaríska mótinu 2018 og 2019 sem og á úrslitaleik Wimbledon. Nú náði hún loksins að fagna sigri. „Þetta er góð tilfinning. Þetta hefur tekið langan tíma og ég held að þið sjáið á mér að þetta er léttir. Það er mjög ánægjulegt að vinna úrslitaleik. Þetta er mikilvægur sigur fyrir mig og ég vil byggja ofan á þetta. Þetta er skref í átt að næsta markmiði,“ sagði hin magnaða 38 ára gamla Serena Williams. Næst á dagskrá hjá Serena Williams er einmitt að vinna 24 risatitilinn og framundan er opna ástralska mótið í Melbourne. Serena Williams ákvað eftir sigurinn í Auckland, að gefa allt verðlaunafé sitt, 43 þúsund dollara, í baráttuna gegn gróðureldunum í Ástralíu. Það eru 5,3 milljónir íslenskra króna. Her legend GROWS. With a tournament win this morning in New Zealand, @serenawilliams now has victories in four different decades. pic.twitter.com/UziLluxo5R— NBC Sports (@NBCSports) January 12, 2020 Serena Williams gerði samt meira en að vinna bara þetta mót. Sigur hennar um helgina þýðir að hún hefur nú unnið tennismót á fjórum mismunandi áratugum sem er magnað afrek hjá þessari miklu íþróttakonu. Serena Williams' win in Auckland makes it FOUR decades of being a champion. Serena's wins by decade: 90s: 00s: 10s: 20s:— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 12, 2020 Tennis Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Bandaríska tenniskonan Serena Williams vann í gær sitt fyrsta mót eftir að hún eignaðist dóttur sína fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Serena Williams vann þá ASB Classic mótið sem fór fram í Auckland í Nýja Sjálandi. Serena vann úrslitaleikinn á móti löndu sinni Jessica Pegula 6-3, 6-4. Serena Williams won her first singles title since giving birth to her daughter, Olympia. Her last win was the 2017 Australian Open, which she won while nearly two months pregnant. https://t.co/JBA3RIWsfd— NYT Sports (@NYTSports) January 12, 2020 Serena Williams eignaðist dótturina Alexis Olympia 1. september 2017. Hún hafði oft verið nærri sigri á móti enda hafði þessi sigursæla tenniskona komist í úrslitaleikinn á þremur risamótum. Serena varð hins vara að sætta sig við tap í úrslitaleiknum á opna bandaríska mótinu 2018 og 2019 sem og á úrslitaleik Wimbledon. Nú náði hún loksins að fagna sigri. „Þetta er góð tilfinning. Þetta hefur tekið langan tíma og ég held að þið sjáið á mér að þetta er léttir. Það er mjög ánægjulegt að vinna úrslitaleik. Þetta er mikilvægur sigur fyrir mig og ég vil byggja ofan á þetta. Þetta er skref í átt að næsta markmiði,“ sagði hin magnaða 38 ára gamla Serena Williams. Næst á dagskrá hjá Serena Williams er einmitt að vinna 24 risatitilinn og framundan er opna ástralska mótið í Melbourne. Serena Williams ákvað eftir sigurinn í Auckland, að gefa allt verðlaunafé sitt, 43 þúsund dollara, í baráttuna gegn gróðureldunum í Ástralíu. Það eru 5,3 milljónir íslenskra króna. Her legend GROWS. With a tournament win this morning in New Zealand, @serenawilliams now has victories in four different decades. pic.twitter.com/UziLluxo5R— NBC Sports (@NBCSports) January 12, 2020 Serena Williams gerði samt meira en að vinna bara þetta mót. Sigur hennar um helgina þýðir að hún hefur nú unnið tennismót á fjórum mismunandi áratugum sem er magnað afrek hjá þessari miklu íþróttakonu. Serena Williams' win in Auckland makes it FOUR decades of being a champion. Serena's wins by decade: 90s: 00s: 10s: 20s:— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 12, 2020
Tennis Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira