Á rétt á bótum vegna líkamstjóns eftir að hafa komið með bíl í ljósaperuskipti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2020 17:51 Það er best að fara varlega inn á á bílaverkstæðum og smurstöðvum. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands gagnvart manni sem rotaðist eftir að hann féll niður í gryfju á smurstöð og hlaut meiðsli. Maðurinn hafði komið með bílinn á smurstöðina til að láta skipta um ljósaperu í framljósi bíls hans.Slysið átti sér stað í desember 2017 á ótilgreindri smurstöð hér á landi. Atvikaðist það svo að starfsmaður verkstæðisins gat ekki skipt um peruna umræddu og bauð manninum að fylgja sér inn á verkstæðið til að skoða betur í hverju vandinn færi fólginn.Svo virðist sem að starfsmaðurinn hafi skilið manninn einan eftir við bílinn eftir að hann fór, að eigin sögn, til að athuga með varahlut fyrir bílinn. Líkt og tíðkast oft á bílaverkstæðum mátti finna gryfju á umræddi smurstöð, sem auðveldar bifvélavirkjum og öðrum starfsmönnum störf.Virðist maðurinn hafa fallið ofan í gryfjuna en fyrir dómi sagðist hann muna eftir að hafa verið að bogra yfir bílnum og síðar ekkert meir fyrr en hann rankaði við sér. Kom starfsmaðurinn að manninum þar sem hann lá ofan í gryfjunni.Við fallið hlaut maðurinn litla heilablæðingu, tognun á hálsi auk þess sem að hann þumalfingursbrotnaði. Heilablæðingin varð á svæði þar sem maðurinn hafði áður orðið fyrir skaða og í læknisvottorði sem lagt var fram í málinu kom fram að einkenni sem maðurinn glími við frá fyrri heilaskaða hafi greinilega versnað við slysið, einkum svimi og óstöðugleiki, og bak- og höfuðverkir hafi versnað, svo og svefnheilsa.Starfsmaðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði varað manninn við því að passa sig á gryfjunni, en maðurinn kannaðist ekki við að hafa fengið slíka aðvörun. Þá vildi VÍS, tryggingarfyrirtæki smurstöðirinnar, meina að um óhappatilvik hafi verið að ræða, allur aðbúnaður á verkstæðinu hafi verið góður og að slysið mætti rekja til þess að maðurinn hefði sjálfur farið inn á verkstæðisgólfið. Þá hafi maðurinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og ætti af þessum sökum ekki rétt á bótum.Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að smurstöðinni hafi borið að tryggja, eftir að hafa boðið manninum inn á verkstæðisgólfið, að nægjanlegt eftirlit væri með honum á meðan hann hafi dvalið þar. Þá væri ósannað að maðurinn hafi fengið aðvörun um fallhættu við gryfjuna. Að mati héraðsdóms voru þetta höfuðástæður slyssins. Ekkert hafi komið fram sem leiddi líkur að því að maðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi.Var skaðabótaskylta VÍS gagnvart manninum því viðurkennd. Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands gagnvart manni sem rotaðist eftir að hann féll niður í gryfju á smurstöð og hlaut meiðsli. Maðurinn hafði komið með bílinn á smurstöðina til að láta skipta um ljósaperu í framljósi bíls hans.Slysið átti sér stað í desember 2017 á ótilgreindri smurstöð hér á landi. Atvikaðist það svo að starfsmaður verkstæðisins gat ekki skipt um peruna umræddu og bauð manninum að fylgja sér inn á verkstæðið til að skoða betur í hverju vandinn færi fólginn.Svo virðist sem að starfsmaðurinn hafi skilið manninn einan eftir við bílinn eftir að hann fór, að eigin sögn, til að athuga með varahlut fyrir bílinn. Líkt og tíðkast oft á bílaverkstæðum mátti finna gryfju á umræddi smurstöð, sem auðveldar bifvélavirkjum og öðrum starfsmönnum störf.Virðist maðurinn hafa fallið ofan í gryfjuna en fyrir dómi sagðist hann muna eftir að hafa verið að bogra yfir bílnum og síðar ekkert meir fyrr en hann rankaði við sér. Kom starfsmaðurinn að manninum þar sem hann lá ofan í gryfjunni.Við fallið hlaut maðurinn litla heilablæðingu, tognun á hálsi auk þess sem að hann þumalfingursbrotnaði. Heilablæðingin varð á svæði þar sem maðurinn hafði áður orðið fyrir skaða og í læknisvottorði sem lagt var fram í málinu kom fram að einkenni sem maðurinn glími við frá fyrri heilaskaða hafi greinilega versnað við slysið, einkum svimi og óstöðugleiki, og bak- og höfuðverkir hafi versnað, svo og svefnheilsa.Starfsmaðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði varað manninn við því að passa sig á gryfjunni, en maðurinn kannaðist ekki við að hafa fengið slíka aðvörun. Þá vildi VÍS, tryggingarfyrirtæki smurstöðirinnar, meina að um óhappatilvik hafi verið að ræða, allur aðbúnaður á verkstæðinu hafi verið góður og að slysið mætti rekja til þess að maðurinn hefði sjálfur farið inn á verkstæðisgólfið. Þá hafi maðurinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og ætti af þessum sökum ekki rétt á bótum.Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að smurstöðinni hafi borið að tryggja, eftir að hafa boðið manninum inn á verkstæðisgólfið, að nægjanlegt eftirlit væri með honum á meðan hann hafi dvalið þar. Þá væri ósannað að maðurinn hafi fengið aðvörun um fallhættu við gryfjuna. Að mati héraðsdóms voru þetta höfuðástæður slyssins. Ekkert hafi komið fram sem leiddi líkur að því að maðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi.Var skaðabótaskylta VÍS gagnvart manninum því viðurkennd.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira