Gríðarlegt tjón á Flateyri: „Smábátabryggjan er farin“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2020 02:46 Frá höfninni á Flateyri í kvöld. Bátar mara þar í hálfu kafi. Magnús einar Magnús Einar Magnússon formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var sofandi á heimili sínu á Flateyri þegar snjóflóð féll á bæinn undir miðnætti með miklum drunum. Hann rauk strax af stað í björgunaraðgerðir og lýsir gríðarlegu tjóni í bænum, einkum í höfninni. „Ég bý í efstu götunni sjálfur, alveg í hinum endanum, og vakna við tvo stóra hvelli eins og það hafi orðið sprengja,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann hafi hlaupið fram í stofu og séð mikið kóf fyrir utan gluggann, og ekkert venjulegt „skafrenningskóf“. Það hafi ekki verið um að villast – snjóflóð hafði fallið. „Maður dressaði sig strax og við vorum að gera okkur klára að rýma húsnæði sem lýðháskólanemarnir eru í þegar hitt flóðið fer af stað.“ Enn er mjög hvasst á svæðinu.Magnús einar Smábátabryggjan farin Seinna flóðið lenti á húsi í útjaðri bæjarins, rétt fyrir neðan varnargarðinn, þar sem býr móðir með börn sín. Dóttir hennar á unglingsaldri lenti undir flóðinu og var Magnús staddur í sundlauginni á Flateyri með stúlkunni þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Hann segir stúlkuna að hressast en unnið er að því að halda á henni hita í hlýju sundlaugarhúsinu. Þá lýsir Magnús því að gríðarlegt tjón hafi orðið í snjóflóðunum sem féllu á bæinn í kvöld. Þegar fregnir bárust af seinna flóðinu hafi athygli björgunarsveitanna alfarið beinst að fólkinu sem þá var í hættu en fyrst nú á þriðja tímanum var hægt að byrja að huga að bryggjunni. „Smábátabryggjan er farin, allir bátar sokknir. Við teljum að um sjö bátar séu sokknir eða mara í hálfu kafi í bryggjunni. Lítið ljósamasturshús, allt farið.“ Von er á varðskipinu Þór til Flateyrar innan skamms. Myndin er frá bænum eftir að snjóflóðin féllu í kvöld.Magnús einar Fólkið ræður sjálft Veður er enn afar slæmt á svæðinu, mjög hvasst og áfram snjóar. Magnús segir að björgunarsveitir séu í góðu sambandi við Veðurstofuna, sem hafi ákveðið að grípa ekki til frekari rýminga á Flateyri. Þar hafi í raun engin hús verið rýmd fyrir utan hús í grennd við það sem varð fyrir flóðinu, sem og hús í Hafnarstræti sem stendur við höfnina. „En mín fjölskylda fór til dæmis til vinafólks. Fólkið ræður sjálft,“ segir Magnús. Von er á varðskipinu Þór frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna. Magnús segir að staðan verði tekin þegar skipið kemur í bæinn. Alls féllu tvö snjóflóð á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Magnús Einar Magnússon formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var sofandi á heimili sínu á Flateyri þegar snjóflóð féll á bæinn undir miðnætti með miklum drunum. Hann rauk strax af stað í björgunaraðgerðir og lýsir gríðarlegu tjóni í bænum, einkum í höfninni. „Ég bý í efstu götunni sjálfur, alveg í hinum endanum, og vakna við tvo stóra hvelli eins og það hafi orðið sprengja,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann hafi hlaupið fram í stofu og séð mikið kóf fyrir utan gluggann, og ekkert venjulegt „skafrenningskóf“. Það hafi ekki verið um að villast – snjóflóð hafði fallið. „Maður dressaði sig strax og við vorum að gera okkur klára að rýma húsnæði sem lýðháskólanemarnir eru í þegar hitt flóðið fer af stað.“ Enn er mjög hvasst á svæðinu.Magnús einar Smábátabryggjan farin Seinna flóðið lenti á húsi í útjaðri bæjarins, rétt fyrir neðan varnargarðinn, þar sem býr móðir með börn sín. Dóttir hennar á unglingsaldri lenti undir flóðinu og var Magnús staddur í sundlauginni á Flateyri með stúlkunni þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Hann segir stúlkuna að hressast en unnið er að því að halda á henni hita í hlýju sundlaugarhúsinu. Þá lýsir Magnús því að gríðarlegt tjón hafi orðið í snjóflóðunum sem féllu á bæinn í kvöld. Þegar fregnir bárust af seinna flóðinu hafi athygli björgunarsveitanna alfarið beinst að fólkinu sem þá var í hættu en fyrst nú á þriðja tímanum var hægt að byrja að huga að bryggjunni. „Smábátabryggjan er farin, allir bátar sokknir. Við teljum að um sjö bátar séu sokknir eða mara í hálfu kafi í bryggjunni. Lítið ljósamasturshús, allt farið.“ Von er á varðskipinu Þór til Flateyrar innan skamms. Myndin er frá bænum eftir að snjóflóðin féllu í kvöld.Magnús einar Fólkið ræður sjálft Veður er enn afar slæmt á svæðinu, mjög hvasst og áfram snjóar. Magnús segir að björgunarsveitir séu í góðu sambandi við Veðurstofuna, sem hafi ákveðið að grípa ekki til frekari rýminga á Flateyri. Þar hafi í raun engin hús verið rýmd fyrir utan hús í grennd við það sem varð fyrir flóðinu, sem og hús í Hafnarstræti sem stendur við höfnina. „En mín fjölskylda fór til dæmis til vinafólks. Fólkið ræður sjálft,“ segir Magnús. Von er á varðskipinu Þór frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna. Magnús segir að staðan verði tekin þegar skipið kemur í bæinn. Alls féllu tvö snjóflóð á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45
Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59