Lífsreynsla stúlkunnar „eins og í verstu martröð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2020 09:00 Bjarni Benediktsson segir mikla blessun að enginn hafi farist í snjóflóðum gærkvöldsins. Vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri á tólfta tímanum og hafnaði annað þeirra á húsi við Ólafstún þar sem inni svaf fjölskylda. Herbergi unglingsstúlku fylltist af snjó á örskotsstundu, sem sé „eins og í verstu martröð“ að mati Bjarna, sem telur mikla blessun að ekki skuli hafa orðið mannskaði þar. Svo virðist sem að einhver hluti seinna snjóflóðsins hafi flætt yfir snjóflóðarvarnargarðinn, sem þó bægði meginþunga snjóflóðsins frá bænum. Það er því mat fólks; jafnt bæjarstjórans á Ísafirði, fagstjóra ofanflóðavöktunar hjá Veðurstofunni, fyrrnefnds fjármálaráðherra og Ómars Ragnarssonar, að varnarmannvirkin sem byggð voru eftir mannskæð snjóflóð á tíunda áratugnum hafi að líkindum bjargað mörgum mannslífum í nótt. Bjarni var gestur Bítisins í morgun, þar sem hann sagði fregnirnir að vestan mjög sláandi. „Það sem mér finnst skelfilegt við þetta er það svona hlutir gerast ofboðslega hratt,“ sagði Bjarni. Það sé hrikaleg tilhugsun að vita til þess að fólk hafi verið sofandi í húsum sínum þegar snjóflóðin féllu en um leið blessun að ekki hafi verið margt fólk á ferli utan varnargarðanna. Snjóflóð hafnaði á húsi við Öldutún, yst á Flateyri.Vísir/hjalti Hins vegar verði ekki hjá því litið að snjó flæddi inn í íbúðarhús á Flateyri. Bjarni segir því liggja fyrir að það verði að komast til botns í því hvernig það gat gerst: „Hvort það hafi komið rof í varnargarðana eða hvort menn hafi einfaldlega ofmetið getu þeirra til þess að halda snjónum frá. Það var í það minnsta hús þarna á hættusvæði sem við höfðum ekki áttað okkur á,“ sagði Bjarni í Bítinu. Það hafi verið ónotalegt að lesa fréttir um það í morgun að herbergi unglingsstúlkunnar hafi fyllst af snjó þegar flóðið féll. „Þetta er eins og í verstu martröð og mikil blessun að ekki skyldi hafa orðið mannskaði þar,“ sagði Bjarni og vísar til þess að stúlkan slasaðist aðeins lítillega. Hún og fjölskylda hennar voru flutt með varðskipinu Þór til Ísafjaðar. Þaðan heldur varðskiptið aftur til Flateyrar með áfallteymi og vistir. Gert er ráð fyrir að Þór verði kominn þangað fyrir hádegi. Enn er vont veður á Vestfjörðum og myrkur. Því hefur verið erfitt að meta umfang tjóns og stærð snjóflóðsins. Staðan verður tekin í birtingu. Viðtalið við Bjarna má heyra í heild hér að neðan. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri á tólfta tímanum og hafnaði annað þeirra á húsi við Ólafstún þar sem inni svaf fjölskylda. Herbergi unglingsstúlku fylltist af snjó á örskotsstundu, sem sé „eins og í verstu martröð“ að mati Bjarna, sem telur mikla blessun að ekki skuli hafa orðið mannskaði þar. Svo virðist sem að einhver hluti seinna snjóflóðsins hafi flætt yfir snjóflóðarvarnargarðinn, sem þó bægði meginþunga snjóflóðsins frá bænum. Það er því mat fólks; jafnt bæjarstjórans á Ísafirði, fagstjóra ofanflóðavöktunar hjá Veðurstofunni, fyrrnefnds fjármálaráðherra og Ómars Ragnarssonar, að varnarmannvirkin sem byggð voru eftir mannskæð snjóflóð á tíunda áratugnum hafi að líkindum bjargað mörgum mannslífum í nótt. Bjarni var gestur Bítisins í morgun, þar sem hann sagði fregnirnir að vestan mjög sláandi. „Það sem mér finnst skelfilegt við þetta er það svona hlutir gerast ofboðslega hratt,“ sagði Bjarni. Það sé hrikaleg tilhugsun að vita til þess að fólk hafi verið sofandi í húsum sínum þegar snjóflóðin féllu en um leið blessun að ekki hafi verið margt fólk á ferli utan varnargarðanna. Snjóflóð hafnaði á húsi við Öldutún, yst á Flateyri.Vísir/hjalti Hins vegar verði ekki hjá því litið að snjó flæddi inn í íbúðarhús á Flateyri. Bjarni segir því liggja fyrir að það verði að komast til botns í því hvernig það gat gerst: „Hvort það hafi komið rof í varnargarðana eða hvort menn hafi einfaldlega ofmetið getu þeirra til þess að halda snjónum frá. Það var í það minnsta hús þarna á hættusvæði sem við höfðum ekki áttað okkur á,“ sagði Bjarni í Bítinu. Það hafi verið ónotalegt að lesa fréttir um það í morgun að herbergi unglingsstúlkunnar hafi fyllst af snjó þegar flóðið féll. „Þetta er eins og í verstu martröð og mikil blessun að ekki skyldi hafa orðið mannskaði þar,“ sagði Bjarni og vísar til þess að stúlkan slasaðist aðeins lítillega. Hún og fjölskylda hennar voru flutt með varðskipinu Þór til Ísafjaðar. Þaðan heldur varðskiptið aftur til Flateyrar með áfallteymi og vistir. Gert er ráð fyrir að Þór verði kominn þangað fyrir hádegi. Enn er vont veður á Vestfjörðum og myrkur. Því hefur verið erfitt að meta umfang tjóns og stærð snjóflóðsins. Staðan verður tekin í birtingu. Viðtalið við Bjarna má heyra í heild hér að neðan.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59
Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?