Hraktir Vestfirðingar fá inni á hótelinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2020 10:35 Fáir ferðamenn eru á Ísafirði þessa stundina og því nóg pláss á Hótel Ísafirði að sögn hótelstjórans. Vísir/sKÓ Stjórnendur Hótels Ísafjarðar hafa ákveðið að skjóta skjólshúsi yfir þá íbúa Vestfjarða sem hafa lent í hrakningum vegna ástandsins á svæðinu. „Á svona stundum þurfa allir að standa saman,“ segir Daníel Jakobsson, hótelstjóri Hótels Ísafjarðar og formaður bæjarráðs. Eins og greint var frá í morgun var tekin ákvörðun um að rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. Fjögur hús voru jafnframt rýmd á Suðureyri og þá voru íbúar í efstu húsum á Flateyri beðin um að yfirgefa hús sín. Allt þetta fólk getur fengið inni á hótelinu. Daníel segir fáa ferðamenn á Ísafirði þessa stundina eins og gefur kannski að skilja; veðrið hefur verið vont að undanförnu, ófært og vegir lokaðir. Af þeim sökum er nóg af lausum herbergjum á hótelinu, þar sem hraktir Vesfirðingar geta hvílt lúin bein og fengið eitthvað í gogginn. Þegar Vísir náði á Daníel var hann staddur um borð í varðskipinu Þór á leið til Flateyrar, að rækja skyldur sínar sem formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Hann segir að hótel Ísafjörður standi þó opinn í fjarveru hans því eiginkona hans, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, verður á vaktinni á hótelinu. Blásið hefur verið til aukafréttatíma í hádeginu í dag á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Útsendingin hefst klukkan tólf og verður hægt að nálgast útsendinguna hér. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði Ákveðið hefur verið að rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. 15. janúar 2020 09:04 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Sjá meira
Stjórnendur Hótels Ísafjarðar hafa ákveðið að skjóta skjólshúsi yfir þá íbúa Vestfjarða sem hafa lent í hrakningum vegna ástandsins á svæðinu. „Á svona stundum þurfa allir að standa saman,“ segir Daníel Jakobsson, hótelstjóri Hótels Ísafjarðar og formaður bæjarráðs. Eins og greint var frá í morgun var tekin ákvörðun um að rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. Fjögur hús voru jafnframt rýmd á Suðureyri og þá voru íbúar í efstu húsum á Flateyri beðin um að yfirgefa hús sín. Allt þetta fólk getur fengið inni á hótelinu. Daníel segir fáa ferðamenn á Ísafirði þessa stundina eins og gefur kannski að skilja; veðrið hefur verið vont að undanförnu, ófært og vegir lokaðir. Af þeim sökum er nóg af lausum herbergjum á hótelinu, þar sem hraktir Vesfirðingar geta hvílt lúin bein og fengið eitthvað í gogginn. Þegar Vísir náði á Daníel var hann staddur um borð í varðskipinu Þór á leið til Flateyrar, að rækja skyldur sínar sem formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Hann segir að hótel Ísafjörður standi þó opinn í fjarveru hans því eiginkona hans, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, verður á vaktinni á hótelinu. Blásið hefur verið til aukafréttatíma í hádeginu í dag á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Útsendingin hefst klukkan tólf og verður hægt að nálgast útsendinguna hér.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði Ákveðið hefur verið að rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. 15. janúar 2020 09:04 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Sjá meira
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði Ákveðið hefur verið að rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. 15. janúar 2020 09:04
Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02