Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2020 11:46 Húsið við Ólafstún 14 sem fékk snjóflóðið á sig. Önundur Hafsteinn Pálsson Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. Stúlkan er sofandi en hún mun hafa verið vakandi þegar flóðið féll á hús þeirra við Ólafstún á Flateyri. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Örn Erlendur. „Því þakka ég fyrst og fremst snarræði heimamanna.“ Tvö snjóflóð féllu á Flateyri rétt upp úr klukkan 23 í gærkvöldi. Annað úr Skollahvilft sem olli miklum skemmdum í höfninni en hitt úr Innra-bæjargili sem féll á hús Önnu S. Sigurðardóttur og fjölskyldu hennar. Frá Flateyri í nótt.Magnús Einar Magnússon Örn Erlendur segir dótturina fimmtán ára hafa verið í herbergi í húsinu þar sem snjóflóðið fer í gegnum. „Herbergið fyllist af snjó. Hún er steypt föst í snjófargi og á erfitt með öndun.“Varðskipið Þór flutti stúlkuna til Ísafjarðar í nótt Hann segir að þrjátíu til fjörutíu mínútur hafi tekið að ná stúlkunni út. „Þetta er enginn venjulegur snjór. Hann er mjög þykkur, eins og steypa. Snjóflóðasnjór.“ Örn Erlendur lýsir unglingsstúlkunni sem hraustri. „Hún var náttúrulega hætt komin en fékk aðhlynningu. Í fyrstu hjá hjúkrunarfræðingi sem býr á Flateyri og er þaulvön, þrautreynd. Hún fékk hjálp við öndun og haldið var á henni hita.“ Methraðasigling Varðskipið Þór var staðsett í Ísafjarðarhöfn vegna snjóflóðahættu. Það lagði úr höfn um klukkan eitt og kom á Flateyri um klukkan þrjú í nótt. Örn Erlendur segir ljóst að um methraðasiglingu hafi verið að ræða enda taki siglingin alla jafna þrjár til fjórar klukkustundir. Stúlkan hafi sofið í allan morgun og móðir hennar sé með henni. Áfram verði fylgst með stúlkunni. Móðirin og önnur börn hafi verði á öðrum stað í húsinu og því sloppið við flóðið. „Það virðist allt hafa farið vel en það er alltaf hætta þegar þú lendir í snjóflóði.“ Veðrið er að lægja á Ísafirði en þar hafi verið bylur dögum saman. Ófært er í báðar áttir frá Ísafirði og sömuleiðis færð erfið innanbæjar. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. Stúlkan er sofandi en hún mun hafa verið vakandi þegar flóðið féll á hús þeirra við Ólafstún á Flateyri. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Örn Erlendur. „Því þakka ég fyrst og fremst snarræði heimamanna.“ Tvö snjóflóð féllu á Flateyri rétt upp úr klukkan 23 í gærkvöldi. Annað úr Skollahvilft sem olli miklum skemmdum í höfninni en hitt úr Innra-bæjargili sem féll á hús Önnu S. Sigurðardóttur og fjölskyldu hennar. Frá Flateyri í nótt.Magnús Einar Magnússon Örn Erlendur segir dótturina fimmtán ára hafa verið í herbergi í húsinu þar sem snjóflóðið fer í gegnum. „Herbergið fyllist af snjó. Hún er steypt föst í snjófargi og á erfitt með öndun.“Varðskipið Þór flutti stúlkuna til Ísafjarðar í nótt Hann segir að þrjátíu til fjörutíu mínútur hafi tekið að ná stúlkunni út. „Þetta er enginn venjulegur snjór. Hann er mjög þykkur, eins og steypa. Snjóflóðasnjór.“ Örn Erlendur lýsir unglingsstúlkunni sem hraustri. „Hún var náttúrulega hætt komin en fékk aðhlynningu. Í fyrstu hjá hjúkrunarfræðingi sem býr á Flateyri og er þaulvön, þrautreynd. Hún fékk hjálp við öndun og haldið var á henni hita.“ Methraðasigling Varðskipið Þór var staðsett í Ísafjarðarhöfn vegna snjóflóðahættu. Það lagði úr höfn um klukkan eitt og kom á Flateyri um klukkan þrjú í nótt. Örn Erlendur segir ljóst að um methraðasiglingu hafi verið að ræða enda taki siglingin alla jafna þrjár til fjórar klukkustundir. Stúlkan hafi sofið í allan morgun og móðir hennar sé með henni. Áfram verði fylgst með stúlkunni. Móðirin og önnur börn hafi verði á öðrum stað í húsinu og því sloppið við flóðið. „Það virðist allt hafa farið vel en það er alltaf hætta þegar þú lendir í snjóflóði.“ Veðrið er að lægja á Ísafirði en þar hafi verið bylur dögum saman. Ófært er í báðar áttir frá Ísafirði og sömuleiðis færð erfið innanbæjar.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“