Mælingamenn Veðurstofunnar byrjaðir að mæla flóðin á Flateyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 16:01 Frá höfninni á Flateyri þar sem mikið tjón varð vegna snjóflóðsins úr Skollahvilft í gærkvöldi. önundur hafsteinn pálsson Mælingamenn Veðurstofunnar hafa hafið störf á Flateyri við að mæla flóðin sem féllu þar í gærkvöldi. Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum á Veðurstofu Íslands, segir að mælingarnar komi vonandi fljótt í hús en veðrið á svæðinu er smám saman að ganga niður. „Venjulega eru þetta flekaflóð þannig að upptökin eru greinileg í fjallinu og þá getum við tekið breidd og tekið upptakasvæðið og þá getum við áætlað magn þess snævar sem hefur runnið af stað. Þá getum við líka séð breidd flóðsins sem fellur í sjó fram þótt við getum ekki mælt sjálfa snjóflóðatunguna í snjónum,“ segir Auður. Reynt er að áætla rúmmál hvers flóðs fyrir sig. Alls féllu þrjú stór flóð á Vestfjörðum í gærkvöldi, tvö á Flateyri og eitt á Suðureyri. Þá hafa borist fregnir af öðru flóði á Suðureyri sem að öllum líkindum féll einnig í gær en það virðist ekki hafa verið jafn stórt og hin þrjú. Auður segir Veðurstofuna ekki hafa upplýsingar enn sem komið er um hversu mörg flóð hafa fallið á Vestfjörðum síðasta sólarhringinn eða svo og það komi eflaust ekki í ljós hversu mörg flóðin eru fyrr en vegir í landshlutanum taka að opna á ný. Frá Suðureyri í dag.helga konráðsdóttir Talsvert eignatjón eftir þrjú mjög stór flóð Stærra flóðið á Suðureyri féll í sjó fram og olli flóðbylgju. Þá féll annað flóðið á Flateyri líka fram í sjó og olli miklu tjóni í og við smábátahöfnina. Þriðja flóðið fór yfir varnargarð á Flateyri og féll á íbúðahúsið við Ólafstún 14. Unglingsstúlka sem þar býr lenti í flóðinu en var bjargað af björgunarsveitarmönnum í bænum. Hún slapp með aðeins nokkrar skrámur. Að því er fram kemur í Facebook-færslu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er enn snjóflóðahætta á Vestfjörðum og hættustig á Ísafirði. Flateyrarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð eru lokaðir vegna snjóflóðahættu og er ekki gert ráð fyrir mokstri í dag. Þá er í undirbúningi flutningur á hjálparliði almannavarna vestur til að styðja við heimamenn. Í eftirmiðdaginn verður svo athugað með flug á Ísafjörð. „Hvasst hefur verið á Vestfjörðum í morgun og gert er ráð fyrir að smá saman dragi úr ofanhríðinni. Gert er ráð fyrir 15-17 m/s á fjallvegum síðdegis og enn er skafrenningur. Lægir enn frekar í kvöld og horfur eru á skaplegu veðri á morgun, 5-10 m/s og verður að mestu éljalaust. Frekari upplýsingar um veður og færð má nálgast á vefsíðu Veðurstofunnar vedur.is og hjá Vegagerðinni,“ segir í færslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Mælingamenn Veðurstofunnar hafa hafið störf á Flateyri við að mæla flóðin sem féllu þar í gærkvöldi. Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum á Veðurstofu Íslands, segir að mælingarnar komi vonandi fljótt í hús en veðrið á svæðinu er smám saman að ganga niður. „Venjulega eru þetta flekaflóð þannig að upptökin eru greinileg í fjallinu og þá getum við tekið breidd og tekið upptakasvæðið og þá getum við áætlað magn þess snævar sem hefur runnið af stað. Þá getum við líka séð breidd flóðsins sem fellur í sjó fram þótt við getum ekki mælt sjálfa snjóflóðatunguna í snjónum,“ segir Auður. Reynt er að áætla rúmmál hvers flóðs fyrir sig. Alls féllu þrjú stór flóð á Vestfjörðum í gærkvöldi, tvö á Flateyri og eitt á Suðureyri. Þá hafa borist fregnir af öðru flóði á Suðureyri sem að öllum líkindum féll einnig í gær en það virðist ekki hafa verið jafn stórt og hin þrjú. Auður segir Veðurstofuna ekki hafa upplýsingar enn sem komið er um hversu mörg flóð hafa fallið á Vestfjörðum síðasta sólarhringinn eða svo og það komi eflaust ekki í ljós hversu mörg flóðin eru fyrr en vegir í landshlutanum taka að opna á ný. Frá Suðureyri í dag.helga konráðsdóttir Talsvert eignatjón eftir þrjú mjög stór flóð Stærra flóðið á Suðureyri féll í sjó fram og olli flóðbylgju. Þá féll annað flóðið á Flateyri líka fram í sjó og olli miklu tjóni í og við smábátahöfnina. Þriðja flóðið fór yfir varnargarð á Flateyri og féll á íbúðahúsið við Ólafstún 14. Unglingsstúlka sem þar býr lenti í flóðinu en var bjargað af björgunarsveitarmönnum í bænum. Hún slapp með aðeins nokkrar skrámur. Að því er fram kemur í Facebook-færslu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er enn snjóflóðahætta á Vestfjörðum og hættustig á Ísafirði. Flateyrarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð eru lokaðir vegna snjóflóðahættu og er ekki gert ráð fyrir mokstri í dag. Þá er í undirbúningi flutningur á hjálparliði almannavarna vestur til að styðja við heimamenn. Í eftirmiðdaginn verður svo athugað með flug á Ísafjörð. „Hvasst hefur verið á Vestfjörðum í morgun og gert er ráð fyrir að smá saman dragi úr ofanhríðinni. Gert er ráð fyrir 15-17 m/s á fjallvegum síðdegis og enn er skafrenningur. Lægir enn frekar í kvöld og horfur eru á skaplegu veðri á morgun, 5-10 m/s og verður að mestu éljalaust. Frekari upplýsingar um veður og færð má nálgast á vefsíðu Veðurstofunnar vedur.is og hjá Vegagerðinni,“ segir í færslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36
Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32