Björgunarsveitarmenn á Flateyri: „Aldrei verið jafn ánægðir að heyra stelpu gráta“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 20:15 Magnús Einar hefur stýrt aðgerðum björgunarsveitarmanna á Flateyri í dag og síðustu nótt. Seinna snjóflóðið á Flateyri lenti á íbúðarhúsi við Ólafstún 14. Kona með þrjú börn býr í húsinu. Hún komst út ásamt yngri börnunum tveimur en stúlka, sem verður fimmtán ára í næsta mánuði, sat föst undir snjónum í herbergi sínu. Menn frá björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri voru að byrja að rýma hús í nánd við höfnina þegar þeir fengu tilkynningu um seinna flóðið og fóru á fullri ferð þangað. Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar stýrði leitinni að stúlkunni. Hann segir móðurina hafa getað sagt þeim nákvæmlega hvar stúlkan væri og því gátu þeir byrjað strax að moka á réttum stað. „Við vorum með tíu manns þegar mest var inni í húsinu. Því það þurfti að koma snjónum út úr herberginu, það var allt fullt af snjó í húsinu. Manni fannst þetta heil eilífð að líða en frá því við förum inn og finnum hana líða 35 mínútur,“ segir Magnús. Hann var ekki sjálfur inni í húsinu heldur stjórnaði aðgerðum. „En ég heyrði frá mínum mönnum að þeir hafi aldrei verið jafn ánægðir að heyra stelpu gráta. Þarna voru tíu fullorðnir karlmenn sem hágrétu þegar þeir heyrðu í henni.“ Var með sængina vafða um sig allan tímann Stúlkan var flutt í hús sundlaugarinnar þar sem það var talið hlýjasta húsið í bænum. „Við tókum hana úr blautum fötum og pökkuðum í teppi. Hún var með sængina sína, sængin var enn utan um hana, hún var utan um hana allan tímann. En henni var rosalega kalt og í sjokki. Hún gat ekki sagt okkur hvort henni væri illt en við náðum í hana hita. Það stóð til að flytja stúlkuna í þyrlu til Ísafjarðar en það var of hvasst. Varðskipið Þór kom þá á svæðið og var stúlkan flutt niður á bryggju og með léttabát yfir í varðskipið. Hún var komin á sjúkrahúsið í morgun. Samkvæmt vakthafandi lækni er stúlkan með minniháttar áverka eins og skurði, enda brotnaði rúðan í herberginu yfir hana. Stúlkan hefur annars meira og minna sofið í dag. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Seinna snjóflóðið á Flateyri lenti á íbúðarhúsi við Ólafstún 14. Kona með þrjú börn býr í húsinu. Hún komst út ásamt yngri börnunum tveimur en stúlka, sem verður fimmtán ára í næsta mánuði, sat föst undir snjónum í herbergi sínu. Menn frá björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri voru að byrja að rýma hús í nánd við höfnina þegar þeir fengu tilkynningu um seinna flóðið og fóru á fullri ferð þangað. Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar stýrði leitinni að stúlkunni. Hann segir móðurina hafa getað sagt þeim nákvæmlega hvar stúlkan væri og því gátu þeir byrjað strax að moka á réttum stað. „Við vorum með tíu manns þegar mest var inni í húsinu. Því það þurfti að koma snjónum út úr herberginu, það var allt fullt af snjó í húsinu. Manni fannst þetta heil eilífð að líða en frá því við förum inn og finnum hana líða 35 mínútur,“ segir Magnús. Hann var ekki sjálfur inni í húsinu heldur stjórnaði aðgerðum. „En ég heyrði frá mínum mönnum að þeir hafi aldrei verið jafn ánægðir að heyra stelpu gráta. Þarna voru tíu fullorðnir karlmenn sem hágrétu þegar þeir heyrðu í henni.“ Var með sængina vafða um sig allan tímann Stúlkan var flutt í hús sundlaugarinnar þar sem það var talið hlýjasta húsið í bænum. „Við tókum hana úr blautum fötum og pökkuðum í teppi. Hún var með sængina sína, sængin var enn utan um hana, hún var utan um hana allan tímann. En henni var rosalega kalt og í sjokki. Hún gat ekki sagt okkur hvort henni væri illt en við náðum í hana hita. Það stóð til að flytja stúlkuna í þyrlu til Ísafjarðar en það var of hvasst. Varðskipið Þór kom þá á svæðið og var stúlkan flutt niður á bryggju og með léttabát yfir í varðskipið. Hún var komin á sjúkrahúsið í morgun. Samkvæmt vakthafandi lækni er stúlkan með minniháttar áverka eins og skurði, enda brotnaði rúðan í herberginu yfir hana. Stúlkan hefur annars meira og minna sofið í dag.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46