Leigjendur borga fyrr en eru áfram líklegri til að búa við glæpi og hávaða Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. janúar 2020 11:00 Horft til Reykjavíkur úr Kópavogi. Vísir/vilhelm Hagur leigjenda hefur vænkast nokkuð á undanförnum árum ef marka má nýja mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar (HMS), sem varð til með sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunnar í upphafi árs. Færri leigjendur búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað og leigjendum í vanskilum fækkar. Aftur á móti telja leigjendur sig frekar búa við glæpi og hávaða en fólk í eigin húsnæði, þó svo að jafn skítugt virðist vera í kringum bæði búsetuform. Í skýrslu HMS er þess getið að næstum fimmtungur heimila hafi búið við „íþyngjandi húsnæðiskostnað“ árið 2018. Húsnæðiskostnaður telst íþyngjandi ef hann nemur yfir 40 prósent af ráðstöfunartekjum. „Ástandið virðist hafa batnað nokkuð frá árinu 2015 þegar hlutfallið var 26,4 prósent og hefur það í raun ekki mælst lægra frá árinu 2007,“ segir til útskýringar í skýrslunni. Örlítið aðra sögu er hins vegar að segja af eigendum. „Hlutfall heimila í eigin húsnæði sem býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað hefur hækkað, úr 6,1 prósent árið 2016 í 7,9 prósent árið 2018,“ segir HMS og bætir við að líklega skýringu á þessari þróun megi e.t.v. finna í aukinni lántöku íbúðalána. Vanskilum leigjenda hefur einnig fækkað. Þeir sem ekki gátu staðið staðið í leigugreiðslum á réttum tíma voru 5,3 prósent árið 2018, samanborið við 14 prósent árið 2013. Aðeins sjaldgæfara er að eigendur séu í vanskilum á greiðslu íbúðalána; hlutfall þeirra mældist 3,1 prósent, en var 9,1 prósent árið 2013 og hefur hagur beggja hópa því vænkast nokkuð í þessum efnum. Verra nærumhverfi leigjenda Leigjendur eru þó ennþá í umtalsvert verri stöðu þegar kemur að upplifun fólks af nærumhverfi sínu. Þannig eru leigjendur líklegri til þess að búa við glæpi eða hávaða en þeir sem búa í eigin húsnæði. Tölur Hagstofunnar benda til að um 4,7 prósent fólks á leigumarkaði hafi sagt glæpi tengjast þeim stað sem það býr á árið 2018, samanborið við 1,9 prósent eigenda. Hlutfallið hefur hins vegar sveiflast mikið á undanförnum árum og því erfitt að draga ályktanir um breytingu á þessu hlutfalli til lengri tíma að mati HMS. Samanburðurinn er þó eigendum í vil. Eigendur standa einnig betur þegar kemur að upplifun fólks af hávaða í nærumhverfinu. Aðspurðir hvort mikill hávaði sé „frá nágrönnum eða að utan, svo sem frá umferð, verksmiðjum, iðnaði og svo framvegis,“ sögðu tíu prósent eigenda svo vera en 17,9 prósent leigjenda voru þeirrar skoðunar. Það er hins vegar lítill sem enginn munur á því hvort fólk telji sig búa við mengun eða óhreinindi eftir því hvort það er á leigumarkaði eða býr í eigin húsnæði, eins og sjá má í skýrslu HMS sem má nálgast hér. Húsnæðismál Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hagur leigjenda hefur vænkast nokkuð á undanförnum árum ef marka má nýja mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar (HMS), sem varð til með sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunnar í upphafi árs. Færri leigjendur búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað og leigjendum í vanskilum fækkar. Aftur á móti telja leigjendur sig frekar búa við glæpi og hávaða en fólk í eigin húsnæði, þó svo að jafn skítugt virðist vera í kringum bæði búsetuform. Í skýrslu HMS er þess getið að næstum fimmtungur heimila hafi búið við „íþyngjandi húsnæðiskostnað“ árið 2018. Húsnæðiskostnaður telst íþyngjandi ef hann nemur yfir 40 prósent af ráðstöfunartekjum. „Ástandið virðist hafa batnað nokkuð frá árinu 2015 þegar hlutfallið var 26,4 prósent og hefur það í raun ekki mælst lægra frá árinu 2007,“ segir til útskýringar í skýrslunni. Örlítið aðra sögu er hins vegar að segja af eigendum. „Hlutfall heimila í eigin húsnæði sem býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað hefur hækkað, úr 6,1 prósent árið 2016 í 7,9 prósent árið 2018,“ segir HMS og bætir við að líklega skýringu á þessari þróun megi e.t.v. finna í aukinni lántöku íbúðalána. Vanskilum leigjenda hefur einnig fækkað. Þeir sem ekki gátu staðið staðið í leigugreiðslum á réttum tíma voru 5,3 prósent árið 2018, samanborið við 14 prósent árið 2013. Aðeins sjaldgæfara er að eigendur séu í vanskilum á greiðslu íbúðalána; hlutfall þeirra mældist 3,1 prósent, en var 9,1 prósent árið 2013 og hefur hagur beggja hópa því vænkast nokkuð í þessum efnum. Verra nærumhverfi leigjenda Leigjendur eru þó ennþá í umtalsvert verri stöðu þegar kemur að upplifun fólks af nærumhverfi sínu. Þannig eru leigjendur líklegri til þess að búa við glæpi eða hávaða en þeir sem búa í eigin húsnæði. Tölur Hagstofunnar benda til að um 4,7 prósent fólks á leigumarkaði hafi sagt glæpi tengjast þeim stað sem það býr á árið 2018, samanborið við 1,9 prósent eigenda. Hlutfallið hefur hins vegar sveiflast mikið á undanförnum árum og því erfitt að draga ályktanir um breytingu á þessu hlutfalli til lengri tíma að mati HMS. Samanburðurinn er þó eigendum í vil. Eigendur standa einnig betur þegar kemur að upplifun fólks af hávaða í nærumhverfinu. Aðspurðir hvort mikill hávaði sé „frá nágrönnum eða að utan, svo sem frá umferð, verksmiðjum, iðnaði og svo framvegis,“ sögðu tíu prósent eigenda svo vera en 17,9 prósent leigjenda voru þeirrar skoðunar. Það er hins vegar lítill sem enginn munur á því hvort fólk telji sig búa við mengun eða óhreinindi eftir því hvort það er á leigumarkaði eða býr í eigin húsnæði, eins og sjá má í skýrslu HMS sem má nálgast hér.
Húsnæðismál Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira