Leigjendur borga fyrr en eru áfram líklegri til að búa við glæpi og hávaða Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. janúar 2020 11:00 Horft til Reykjavíkur úr Kópavogi. Vísir/vilhelm Hagur leigjenda hefur vænkast nokkuð á undanförnum árum ef marka má nýja mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar (HMS), sem varð til með sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunnar í upphafi árs. Færri leigjendur búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað og leigjendum í vanskilum fækkar. Aftur á móti telja leigjendur sig frekar búa við glæpi og hávaða en fólk í eigin húsnæði, þó svo að jafn skítugt virðist vera í kringum bæði búsetuform. Í skýrslu HMS er þess getið að næstum fimmtungur heimila hafi búið við „íþyngjandi húsnæðiskostnað“ árið 2018. Húsnæðiskostnaður telst íþyngjandi ef hann nemur yfir 40 prósent af ráðstöfunartekjum. „Ástandið virðist hafa batnað nokkuð frá árinu 2015 þegar hlutfallið var 26,4 prósent og hefur það í raun ekki mælst lægra frá árinu 2007,“ segir til útskýringar í skýrslunni. Örlítið aðra sögu er hins vegar að segja af eigendum. „Hlutfall heimila í eigin húsnæði sem býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað hefur hækkað, úr 6,1 prósent árið 2016 í 7,9 prósent árið 2018,“ segir HMS og bætir við að líklega skýringu á þessari þróun megi e.t.v. finna í aukinni lántöku íbúðalána. Vanskilum leigjenda hefur einnig fækkað. Þeir sem ekki gátu staðið staðið í leigugreiðslum á réttum tíma voru 5,3 prósent árið 2018, samanborið við 14 prósent árið 2013. Aðeins sjaldgæfara er að eigendur séu í vanskilum á greiðslu íbúðalána; hlutfall þeirra mældist 3,1 prósent, en var 9,1 prósent árið 2013 og hefur hagur beggja hópa því vænkast nokkuð í þessum efnum. Verra nærumhverfi leigjenda Leigjendur eru þó ennþá í umtalsvert verri stöðu þegar kemur að upplifun fólks af nærumhverfi sínu. Þannig eru leigjendur líklegri til þess að búa við glæpi eða hávaða en þeir sem búa í eigin húsnæði. Tölur Hagstofunnar benda til að um 4,7 prósent fólks á leigumarkaði hafi sagt glæpi tengjast þeim stað sem það býr á árið 2018, samanborið við 1,9 prósent eigenda. Hlutfallið hefur hins vegar sveiflast mikið á undanförnum árum og því erfitt að draga ályktanir um breytingu á þessu hlutfalli til lengri tíma að mati HMS. Samanburðurinn er þó eigendum í vil. Eigendur standa einnig betur þegar kemur að upplifun fólks af hávaða í nærumhverfinu. Aðspurðir hvort mikill hávaði sé „frá nágrönnum eða að utan, svo sem frá umferð, verksmiðjum, iðnaði og svo framvegis,“ sögðu tíu prósent eigenda svo vera en 17,9 prósent leigjenda voru þeirrar skoðunar. Það er hins vegar lítill sem enginn munur á því hvort fólk telji sig búa við mengun eða óhreinindi eftir því hvort það er á leigumarkaði eða býr í eigin húsnæði, eins og sjá má í skýrslu HMS sem má nálgast hér. Húsnæðismál Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Hagur leigjenda hefur vænkast nokkuð á undanförnum árum ef marka má nýja mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar (HMS), sem varð til með sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunnar í upphafi árs. Færri leigjendur búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað og leigjendum í vanskilum fækkar. Aftur á móti telja leigjendur sig frekar búa við glæpi og hávaða en fólk í eigin húsnæði, þó svo að jafn skítugt virðist vera í kringum bæði búsetuform. Í skýrslu HMS er þess getið að næstum fimmtungur heimila hafi búið við „íþyngjandi húsnæðiskostnað“ árið 2018. Húsnæðiskostnaður telst íþyngjandi ef hann nemur yfir 40 prósent af ráðstöfunartekjum. „Ástandið virðist hafa batnað nokkuð frá árinu 2015 þegar hlutfallið var 26,4 prósent og hefur það í raun ekki mælst lægra frá árinu 2007,“ segir til útskýringar í skýrslunni. Örlítið aðra sögu er hins vegar að segja af eigendum. „Hlutfall heimila í eigin húsnæði sem býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað hefur hækkað, úr 6,1 prósent árið 2016 í 7,9 prósent árið 2018,“ segir HMS og bætir við að líklega skýringu á þessari þróun megi e.t.v. finna í aukinni lántöku íbúðalána. Vanskilum leigjenda hefur einnig fækkað. Þeir sem ekki gátu staðið staðið í leigugreiðslum á réttum tíma voru 5,3 prósent árið 2018, samanborið við 14 prósent árið 2013. Aðeins sjaldgæfara er að eigendur séu í vanskilum á greiðslu íbúðalána; hlutfall þeirra mældist 3,1 prósent, en var 9,1 prósent árið 2013 og hefur hagur beggja hópa því vænkast nokkuð í þessum efnum. Verra nærumhverfi leigjenda Leigjendur eru þó ennþá í umtalsvert verri stöðu þegar kemur að upplifun fólks af nærumhverfi sínu. Þannig eru leigjendur líklegri til þess að búa við glæpi eða hávaða en þeir sem búa í eigin húsnæði. Tölur Hagstofunnar benda til að um 4,7 prósent fólks á leigumarkaði hafi sagt glæpi tengjast þeim stað sem það býr á árið 2018, samanborið við 1,9 prósent eigenda. Hlutfallið hefur hins vegar sveiflast mikið á undanförnum árum og því erfitt að draga ályktanir um breytingu á þessu hlutfalli til lengri tíma að mati HMS. Samanburðurinn er þó eigendum í vil. Eigendur standa einnig betur þegar kemur að upplifun fólks af hávaða í nærumhverfinu. Aðspurðir hvort mikill hávaði sé „frá nágrönnum eða að utan, svo sem frá umferð, verksmiðjum, iðnaði og svo framvegis,“ sögðu tíu prósent eigenda svo vera en 17,9 prósent leigjenda voru þeirrar skoðunar. Það er hins vegar lítill sem enginn munur á því hvort fólk telji sig búa við mengun eða óhreinindi eftir því hvort það er á leigumarkaði eða býr í eigin húsnæði, eins og sjá má í skýrslu HMS sem má nálgast hér.
Húsnæðismál Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira