Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2020 17:51 Frá Flateyri í dag. Önundur Hafsteinn Pálsson Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en þar segir að snjóathugunarmenn og sérfræðingar Veðurstofunnar hafi í gær og dag unnið við mælingar á snjóflóðunum á Flateyri. Flóðin flæddu yfir leiðigarðana ofan Flateyrar á löngum köflum og mikinn flóðsnjó er að finna milli garðanna ofan þvergarðsins sem myndar tengingu á milli þeirra skammt ofan byggðarinnar. Útlínur flóðanna má sjá á kortinu hér að ofan. Rauða línan sýnir útlínur flóðsins sem féll 1995.Mynd/Veðurstofan. Neðan þvergarðsins eru flóðtungur innan við báða leiðigarðana sem hafa bæði kastast yfir leiðigarðana og einnig að einhverju leyti flætt yfir þvergarðinn eftir að hafa kastast yfir leiðigarðana ofar, að því er segir á vef Veðurstofunnar. Þar segir jafnframt að flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili séu með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum og gefi þau mikilsverðar upplýsingar um streymi snjóflóða sem lenda á fyrirstöðum og virkni leiðigarða. Líkt og fram hefur komið fór annað snjóflóðið á hús að Ólafstúni 14 þaðan sem unglingstúlku var bjargað. „Flóðin virðast hafa kastast yfir garðana á talsverðri ferð vegna þess að ofarlega á innri hlið varnargarðanna er óhreyfður snjór sem flóðin hafa ekki sópað með sér en neðar hafa þau streymt með jörðu og brotið gróður og eyðilagt skilti og önnur mannvirki sem þar var að finna. Skollahvilftarflóðið rann alveg yfir svæðið á milli garðanna og upp að Innra-Bæjargilsgarðinum að innanverðu,“ að því er segir á vef Veðurstofunnar. Mælingar á rúmmáli flóðanna liggja ekki fyrir en út frá tiltækum upplýsingum er áætlað að Skollahvilftarflóðið kunni að vera sambærileg að stærð við flóðið sem féll úr Skollahvilft í október 1995. Flóðið úr Innra-Bæjargili var mun minna að rúmmáli enda upptakasvæði þess minna. Meðfylgjandi myndir sýna ummerki flóðanna á leiðigörðunum. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Hraðfara massi sem kemur í einu höggi“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna hjá Veðurstofu Íslands, lýsir snjóflóðinu sem kom úr Skollahvilft fyrir ofan Flateyri á þriðjudagskvöld eins og teppi niður hlíðina sem var allt á mjög mikilli ferð. 16. janúar 2020 16:30 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Segir það hafa verið nánast ómögulegt að verja smábátahöfnina fyrir hamfaraflóði Flosi Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VERKÍS og einn af aðalhönnuðum snjóflóðavarnargarðanna á Flateyri, segir að það hafi komið á óvart að snjóflóð hafi farið yfir varnargarðinn og á hús. 16. janúar 2020 11:45 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en þar segir að snjóathugunarmenn og sérfræðingar Veðurstofunnar hafi í gær og dag unnið við mælingar á snjóflóðunum á Flateyri. Flóðin flæddu yfir leiðigarðana ofan Flateyrar á löngum köflum og mikinn flóðsnjó er að finna milli garðanna ofan þvergarðsins sem myndar tengingu á milli þeirra skammt ofan byggðarinnar. Útlínur flóðanna má sjá á kortinu hér að ofan. Rauða línan sýnir útlínur flóðsins sem féll 1995.Mynd/Veðurstofan. Neðan þvergarðsins eru flóðtungur innan við báða leiðigarðana sem hafa bæði kastast yfir leiðigarðana og einnig að einhverju leyti flætt yfir þvergarðinn eftir að hafa kastast yfir leiðigarðana ofar, að því er segir á vef Veðurstofunnar. Þar segir jafnframt að flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili séu með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum og gefi þau mikilsverðar upplýsingar um streymi snjóflóða sem lenda á fyrirstöðum og virkni leiðigarða. Líkt og fram hefur komið fór annað snjóflóðið á hús að Ólafstúni 14 þaðan sem unglingstúlku var bjargað. „Flóðin virðast hafa kastast yfir garðana á talsverðri ferð vegna þess að ofarlega á innri hlið varnargarðanna er óhreyfður snjór sem flóðin hafa ekki sópað með sér en neðar hafa þau streymt með jörðu og brotið gróður og eyðilagt skilti og önnur mannvirki sem þar var að finna. Skollahvilftarflóðið rann alveg yfir svæðið á milli garðanna og upp að Innra-Bæjargilsgarðinum að innanverðu,“ að því er segir á vef Veðurstofunnar. Mælingar á rúmmáli flóðanna liggja ekki fyrir en út frá tiltækum upplýsingum er áætlað að Skollahvilftarflóðið kunni að vera sambærileg að stærð við flóðið sem féll úr Skollahvilft í október 1995. Flóðið úr Innra-Bæjargili var mun minna að rúmmáli enda upptakasvæði þess minna. Meðfylgjandi myndir sýna ummerki flóðanna á leiðigörðunum.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Hraðfara massi sem kemur í einu höggi“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna hjá Veðurstofu Íslands, lýsir snjóflóðinu sem kom úr Skollahvilft fyrir ofan Flateyri á þriðjudagskvöld eins og teppi niður hlíðina sem var allt á mjög mikilli ferð. 16. janúar 2020 16:30 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Segir það hafa verið nánast ómögulegt að verja smábátahöfnina fyrir hamfaraflóði Flosi Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VERKÍS og einn af aðalhönnuðum snjóflóðavarnargarðanna á Flateyri, segir að það hafi komið á óvart að snjóflóð hafi farið yfir varnargarðinn og á hús. 16. janúar 2020 11:45 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Hraðfara massi sem kemur í einu höggi“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna hjá Veðurstofu Íslands, lýsir snjóflóðinu sem kom úr Skollahvilft fyrir ofan Flateyri á þriðjudagskvöld eins og teppi niður hlíðina sem var allt á mjög mikilli ferð. 16. janúar 2020 16:30
Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30
Segir það hafa verið nánast ómögulegt að verja smábátahöfnina fyrir hamfaraflóði Flosi Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VERKÍS og einn af aðalhönnuðum snjóflóðavarnargarðanna á Flateyri, segir að það hafi komið á óvart að snjóflóð hafi farið yfir varnargarðinn og á hús. 16. janúar 2020 11:45