Snjóflóðið á Flateyri hafi líklega verið stærra en flóðið árið 1995 Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2020 20:29 Frá höfninni á Flateyri í dag. Önundur Hafsteinn Pálsson Forsætisráðherra segir að henni og ráðherrum í ríkisstjórn hennar, sem heimsóttu snjóflóðasvæðin á Vestfjörðum í dag, hafi verið tjáð að annað flóðið á Flateyri á þriðjudag hafi líklega verið stærra en flóðið 1995, þar sem tuttugu fórust. Þá verði framkvæmd áætlana um uppbyggingu ofanflóðavarna flýtt. Ráðherrarnir hafa að mestu leyti dvalið á Flateyri í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að tjónið af snjóflóðunum væri svakalegt en um leið hefði hún skynjað mikla samheldni í hópi íbúa á Flateyri, sem hafi svo sannarlega tekið höndum saman. Ofanflóðavarnir á Vestfjörðum, sem og annars staðar á landinu, hafa sætt nokkurri gagnrýni eftir að flóðin féllu síðla kvölds á þriðjudag. Komið hefur fram að bæði flóðin á Flateyri féllu yfir varnargarðinn og þá þurrkaðist atvinnulíf bæjarins nær út á örskömmum tíma þegar annað flóðið kom inn í höfnina. Innt eftir því hvernig ríkisstjórnin hyggist bregðast við gagnrýninni sagði Katrín að sérstaklega verði farið aðstæðurnar sem nú hafa skapast á Flateyri. „[…] flóðið núna, nú er okkur sagt það í dag að þetta flóð hafi líklega verið stærra en flóðið 1995 sem grandaði tuttugu manns, þannig að maður sér það að þetta skiptir máli. En að sjálfsögðu verður farið yfir allt hættumat í kjölfar þessa alls og síðan hvað varðar ofanflóðasjóðinn og uppbyggingu annars staðar þá liggur fyrir að henni átti að vera lokið 2010 en því var svo frestað. En við höfum ákveðið að við munum taka þau plön til gagngerrar skoðunar á vettvangi ríkisstjórnar, þannig að unnt verði að flýta þeim.“ Viðtalið við Katrínu má sjá í spilaranum hér að neðan. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði að það hefði verið gott fyrir ráðherrana að hitta fólkið á svæðinu og finna æðruleysið og kraftinn sem þar væri að finna. Þegar greiningar liggi fyrir hjá sérfræðingum komi í ljós hvað hægt verði að gera á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Þá verði flóðin nú áminning um að ekki megi dvelja við áætlanir um úrbætur á ofanflóðavörnum á landinu. Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild hér að neðan. Önundur Hafsteinn Pálsson tók drónamyndirnar sem fylgja viðtalinu. Fram kom á vef Veðurstofu Íslands á sjötta tímanum í dag að flóðin tvö úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili á Flateyri væru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum. Snjóathugunarmenn og sérfræðingar Veðurstofunnar hafa í gær og dag unnið við mælingar á snjóflóðunum. Þá sagði jafnframt á vef Veðurstofunnar að mælingar á rúmmáli flóðanna liggi ekki fyrir en út frá tiltækum upplýsingum sé áætlað að Skollahvilftarflóðið kunni að vera sambærilegt að stærð við flóðið sem féll úr Skollahvilft í október 1995. Flóðið úr Innra-Bæjargili hafi verið mun minna að rúmmáli enda upptakasvæði þess minna. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51 Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41 Unglingsstúlkan útskrifuð og ráðherrar fljúga vestur Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. 16. janúar 2020 12:37 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Forsætisráðherra segir að henni og ráðherrum í ríkisstjórn hennar, sem heimsóttu snjóflóðasvæðin á Vestfjörðum í dag, hafi verið tjáð að annað flóðið á Flateyri á þriðjudag hafi líklega verið stærra en flóðið 1995, þar sem tuttugu fórust. Þá verði framkvæmd áætlana um uppbyggingu ofanflóðavarna flýtt. Ráðherrarnir hafa að mestu leyti dvalið á Flateyri í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að tjónið af snjóflóðunum væri svakalegt en um leið hefði hún skynjað mikla samheldni í hópi íbúa á Flateyri, sem hafi svo sannarlega tekið höndum saman. Ofanflóðavarnir á Vestfjörðum, sem og annars staðar á landinu, hafa sætt nokkurri gagnrýni eftir að flóðin féllu síðla kvölds á þriðjudag. Komið hefur fram að bæði flóðin á Flateyri féllu yfir varnargarðinn og þá þurrkaðist atvinnulíf bæjarins nær út á örskömmum tíma þegar annað flóðið kom inn í höfnina. Innt eftir því hvernig ríkisstjórnin hyggist bregðast við gagnrýninni sagði Katrín að sérstaklega verði farið aðstæðurnar sem nú hafa skapast á Flateyri. „[…] flóðið núna, nú er okkur sagt það í dag að þetta flóð hafi líklega verið stærra en flóðið 1995 sem grandaði tuttugu manns, þannig að maður sér það að þetta skiptir máli. En að sjálfsögðu verður farið yfir allt hættumat í kjölfar þessa alls og síðan hvað varðar ofanflóðasjóðinn og uppbyggingu annars staðar þá liggur fyrir að henni átti að vera lokið 2010 en því var svo frestað. En við höfum ákveðið að við munum taka þau plön til gagngerrar skoðunar á vettvangi ríkisstjórnar, þannig að unnt verði að flýta þeim.“ Viðtalið við Katrínu má sjá í spilaranum hér að neðan. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði að það hefði verið gott fyrir ráðherrana að hitta fólkið á svæðinu og finna æðruleysið og kraftinn sem þar væri að finna. Þegar greiningar liggi fyrir hjá sérfræðingum komi í ljós hvað hægt verði að gera á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Þá verði flóðin nú áminning um að ekki megi dvelja við áætlanir um úrbætur á ofanflóðavörnum á landinu. Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild hér að neðan. Önundur Hafsteinn Pálsson tók drónamyndirnar sem fylgja viðtalinu. Fram kom á vef Veðurstofu Íslands á sjötta tímanum í dag að flóðin tvö úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili á Flateyri væru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum. Snjóathugunarmenn og sérfræðingar Veðurstofunnar hafa í gær og dag unnið við mælingar á snjóflóðunum. Þá sagði jafnframt á vef Veðurstofunnar að mælingar á rúmmáli flóðanna liggi ekki fyrir en út frá tiltækum upplýsingum sé áætlað að Skollahvilftarflóðið kunni að vera sambærilegt að stærð við flóðið sem féll úr Skollahvilft í október 1995. Flóðið úr Innra-Bæjargili hafi verið mun minna að rúmmáli enda upptakasvæði þess minna.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51 Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41 Unglingsstúlkan útskrifuð og ráðherrar fljúga vestur Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. 16. janúar 2020 12:37 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30
Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51
Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41
Unglingsstúlkan útskrifuð og ráðherrar fljúga vestur Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. 16. janúar 2020 12:37