Hvassviðri eða stormur austast síðdegis Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2020 07:10 Reikna má með 15 til 23 metrum á sekúndu þar sem hvassast verður suðaustantil. vísir/vilhelm Veðurstofan spáir vaxandi norðvestanátt og snjókomu með köflum á austanverðu landinu í dag, þar sem búast má við hvassviðri eða stormi. Reikna má með 15 til 23 metrum á sekúndu þar sem hvassast verður suðaustantil. Hægara verður vestantil, með dálitlum éljum. Vægt frost verður inn til landsins en víða frostlaust við ströndina. Gular viðvaranir Gular veðurviðvaranir taka gildi síðdegis á Austurlandi að Glettingi, á Austfjörðum og á Suðausturlandi í dag þar sem spáð er norðvestanstormi eða hvassviðri. Á Austurlandi að Glettingi er einnig gert ráð fyrir snjókomu og þar má búast við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Flestir helstu vegir eru færir og var Flateyrarvegur mokaður í gær. Honum var þó lokað klukkan tíu í gærkvöldi af öryggisástæðum en gera má ráð fyrir að hann opni aftur nú í morgunsárið. Yfirlit: Það er hálka í öllum landshlutum en annars þokkaleg færð. Veðurstofan spáir vaxandi NV-átt og snjókomu með köflum á A-verðu landinu, 15-23 m/s síðdegis, hvassast SA-til en hægari og dálítil él V-lands. Frost 0 til 5 stig, en víða frostlaust við sjóinn. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 17, 2020 Ísing á vegum Vegfarandi á leið um Borgarfjörðinn í grennd við Hreðavatnsskála hafði síðan samband við fréttastofu og varaði við gríðarlegri hálku á veginum auk þess sem gangi á með koldimmum snjóéljum. Mikil ísing virðist vera undir snjónum sem hrannast upp á veginum og því afar varhugavert fyrir fólk á vanbúnum bílum að fara þar um. Á aðfararnótt sunnudags er síðan gert ráð fyrir gulri viðvörun um allt land þar sem spáð er sunnan stormi eða roki norðan- og austanlands. Þar hlýnar ört en verður úrkomulítið. Sunnan- og vestanlands er hins vegar gert ráð fyrir sunnan hvassviðri eða stormi með mikilli rigningu og ört hækkandi hitastigi. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Vestan 10-15 á A-landi í fyrstu, annars hægari vindur. Bjart með köflum, en stöku él S-lands og við N-ströndina. Frost 0 til 8 stig. Snýst í vaxandi sunnanátt um kvöldið. Á sunnudag: Sunnan 15-25 m/s og rigning um morguninn, talsverð úrkoma S- og V-lands. Hvöss suvestanátt með skúrum eða slydduéljum síðdegis, en þurrt á A-landi. Hiti 2 til 10 stig. Á mánudag: Hvöss suðvestanátt og él, en bjartviðri A-lands. Hiti um eða undir frostmarki. Á þriðjudag: Suðvestanátt og dálítil él, en þurrt A-til á landinu. Hiti um frostmark, en frostlaust við S- og V-ströndina. Á miðvikudag: Suðvestanátt og rigning, en úrkomulítið NA-lands. Milt veður. Á fimmtudag: Útlit fyrir suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri. Veður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Veðurstofan spáir vaxandi norðvestanátt og snjókomu með köflum á austanverðu landinu í dag, þar sem búast má við hvassviðri eða stormi. Reikna má með 15 til 23 metrum á sekúndu þar sem hvassast verður suðaustantil. Hægara verður vestantil, með dálitlum éljum. Vægt frost verður inn til landsins en víða frostlaust við ströndina. Gular viðvaranir Gular veðurviðvaranir taka gildi síðdegis á Austurlandi að Glettingi, á Austfjörðum og á Suðausturlandi í dag þar sem spáð er norðvestanstormi eða hvassviðri. Á Austurlandi að Glettingi er einnig gert ráð fyrir snjókomu og þar má búast við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Flestir helstu vegir eru færir og var Flateyrarvegur mokaður í gær. Honum var þó lokað klukkan tíu í gærkvöldi af öryggisástæðum en gera má ráð fyrir að hann opni aftur nú í morgunsárið. Yfirlit: Það er hálka í öllum landshlutum en annars þokkaleg færð. Veðurstofan spáir vaxandi NV-átt og snjókomu með köflum á A-verðu landinu, 15-23 m/s síðdegis, hvassast SA-til en hægari og dálítil él V-lands. Frost 0 til 5 stig, en víða frostlaust við sjóinn. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 17, 2020 Ísing á vegum Vegfarandi á leið um Borgarfjörðinn í grennd við Hreðavatnsskála hafði síðan samband við fréttastofu og varaði við gríðarlegri hálku á veginum auk þess sem gangi á með koldimmum snjóéljum. Mikil ísing virðist vera undir snjónum sem hrannast upp á veginum og því afar varhugavert fyrir fólk á vanbúnum bílum að fara þar um. Á aðfararnótt sunnudags er síðan gert ráð fyrir gulri viðvörun um allt land þar sem spáð er sunnan stormi eða roki norðan- og austanlands. Þar hlýnar ört en verður úrkomulítið. Sunnan- og vestanlands er hins vegar gert ráð fyrir sunnan hvassviðri eða stormi með mikilli rigningu og ört hækkandi hitastigi. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Vestan 10-15 á A-landi í fyrstu, annars hægari vindur. Bjart með köflum, en stöku él S-lands og við N-ströndina. Frost 0 til 8 stig. Snýst í vaxandi sunnanátt um kvöldið. Á sunnudag: Sunnan 15-25 m/s og rigning um morguninn, talsverð úrkoma S- og V-lands. Hvöss suvestanátt með skúrum eða slydduéljum síðdegis, en þurrt á A-landi. Hiti 2 til 10 stig. Á mánudag: Hvöss suðvestanátt og él, en bjartviðri A-lands. Hiti um eða undir frostmarki. Á þriðjudag: Suðvestanátt og dálítil él, en þurrt A-til á landinu. Hiti um frostmark, en frostlaust við S- og V-ströndina. Á miðvikudag: Suðvestanátt og rigning, en úrkomulítið NA-lands. Milt veður. Á fimmtudag: Útlit fyrir suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri.
Veður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira