Portúgalska sjónvarpsstöðin, TVI 24, greinir frá því nú í morgun að Manchester United og Sporting hafi enn ekki náð saman um miðjumanninn Bruno Fernandes.
Bruno hefur verið mikið orðaður við United í glugganum en fyrr í vikunni var talið að samningur væri nánast í höfn og beðið var eftir að Bruno yrði kynntur.
Nú greinir sjónvarpsstöðin hins vegar frá því að samningarnir séu ekki í höfn. United vill borga 42 milljónir fyrir hann en Sporting vill fá þrettán milljónum punda meira.
Manchester United's possible move for Sporting Lisbon's Bruno Fernandes' has hit a snag.https://t.co/oeKSMr5V2P#bbcfootball#mufcpic.twitter.com/cCSuXgZ4m1
— BBC Sport (@BBCSport) January 17, 2020
Það eru því þrettán milljónir punda sem skilja samningatilboðin að en í samningi United segir að verðið gæti farið upp í 68 milljónir punda með bónusgreiðslum.
Portúgalska liðið vill hins vegar fá 55 milljónir punda í fyrstu greiðslu en talið er að Bruno hafi nú þegar skrifað undir samning við United.
Hann ku fá 130 þúsund pund á viku en United spilar við topplið Liverpool um helgina.