Viðskiptavinir munu kaupa sömu skóna aftur og aftur Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. janúar 2020 10:00 Um allan heim vinna fyrirtæki nú að lausnum til að draga úr mengun og sóun. Vísir/Getty Við tölum mikið um flug og flugviskubit og mikilvægi orkuskipta í samgöngum. Minna er rætt um að fataiðnaðurinn er einn mest mengandi iðnaður í heimi. Á Íslandi kaupir hver einstaklingur um 17 kíló af flíkum og fylgihlutum á ári. Þá hefur fatasóun verið að aukast síðustu ár meðal annars í kjölfar aukinnar netverslunar erlendis frá. Umhverfisspor fatnaðs og fylgihluta þarf að skoða frá upphafi framleiðslu til þess þegar flíkinni er hent eða hún tekin úr notkun. Til dæmis er bómull notaður í framleiðslu næstum helmingi allra flíka sem framleiddar eru. Þótt vissulega séu margir framleiðendur farnir að leggja áherslu á lífrænt vottaðan bómul, er bómullarframleiðsla enn að mestu leyti óbreytt og uppfull af eiturefnum og öðrum mengandi þáttum. Þá kaupir fólk mikið af fatnaði sem endist stutt sem elur enn á neysluna. Oftar en ekki endar það sem við kaupum sem landfylling eða í brennslu. Adidas Futurecraft Loop er dæmi um þróunarverkefni þar sem markmiðið er að framleiða endurnýjanlega hlaupaskó.Adidas En þótt mörgum finnist lítið vera að breytast, er margt í gangi alls staðar í heiminum. Nýsköpun tekur hins vegar tíma. Þetta þýðir að fyrirtæki um allan heim eru að vinna að verkefnum sem ekki verða sýnileg fyrr en eftir nokkur misseri. Dæmi um slíkt verkefni er þróunarverkefni sem framleiðandinn Adidas fór af stað með árið 2019. Þá kynntu þeir til sögunnar Adidas Futurecraft Loop, sem eru endurnýjanlegir hlaupaskór. Hugmynd Adidas er sú að þegar fólk hættir að nota skóparið, skilar það skónum aftur til Adidas sem síðan hannar og býr til úr parinu alveg nýja skó. Skórnir eru þó ekki væntanlegir í verslanir alveg strax því ekki er gert ráð fyrir að endanleg útgáfa verði tilbúin fyrr en vorið 2021. Í frétt Adidas um skóna segir að margt spili inn í þá tímaáætlun. Verkefnið sem slíkt sé flókið þróunarverkefni. Þá eigi fyrirtækið eftir að skoða það með viðskiptavinum, hvort og þá hvernig hægt verður að fá neytendur til kaupa sömu skóna aftur og aftur. Gera má ráð fyrir að þetta dæmi sé bara eitt af fjölmörgum sambærilegum þróunarverkefnum hjá þekktum framleiðendum sem og öðrum. Fyrir eyland eins og Ísland má síðan velta fyrir sér ýmum öðrum praktískum atriðum. Munu neytendur hér fá að skila skónum aftur í þá verslun þaðan sem skórnir voru keyptir eða verður hugmyndin sú að skónum skuli skilað til umboðsaðila? Enn önnur útfærsla gæti verið að ný íslensk fyrirtæki verði til, sem þjónusta munu marga framleiðendur með því að taka við vörum og koma þeim aftur til framleiðenda erlendis. Neytendur Tíska og hönnun Tengdar fréttir Sex prósent af veltu íslenskra fyrirtækja er í gegnum vefsíður eða öpp Á Íslandi námu rekstrartekjur fyrirtækja sem selja vörur eða þjónustu í gegnum vefsíður og öpp 6%. Til samanburðar er algengt hlutfall 10% í nágrannalöndum okkar. Á Íslandi er hlutfall fyrirtækja sem selja á netinu 21%. 23. janúar 2020 10:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Við tölum mikið um flug og flugviskubit og mikilvægi orkuskipta í samgöngum. Minna er rætt um að fataiðnaðurinn er einn mest mengandi iðnaður í heimi. Á Íslandi kaupir hver einstaklingur um 17 kíló af flíkum og fylgihlutum á ári. Þá hefur fatasóun verið að aukast síðustu ár meðal annars í kjölfar aukinnar netverslunar erlendis frá. Umhverfisspor fatnaðs og fylgihluta þarf að skoða frá upphafi framleiðslu til þess þegar flíkinni er hent eða hún tekin úr notkun. Til dæmis er bómull notaður í framleiðslu næstum helmingi allra flíka sem framleiddar eru. Þótt vissulega séu margir framleiðendur farnir að leggja áherslu á lífrænt vottaðan bómul, er bómullarframleiðsla enn að mestu leyti óbreytt og uppfull af eiturefnum og öðrum mengandi þáttum. Þá kaupir fólk mikið af fatnaði sem endist stutt sem elur enn á neysluna. Oftar en ekki endar það sem við kaupum sem landfylling eða í brennslu. Adidas Futurecraft Loop er dæmi um þróunarverkefni þar sem markmiðið er að framleiða endurnýjanlega hlaupaskó.Adidas En þótt mörgum finnist lítið vera að breytast, er margt í gangi alls staðar í heiminum. Nýsköpun tekur hins vegar tíma. Þetta þýðir að fyrirtæki um allan heim eru að vinna að verkefnum sem ekki verða sýnileg fyrr en eftir nokkur misseri. Dæmi um slíkt verkefni er þróunarverkefni sem framleiðandinn Adidas fór af stað með árið 2019. Þá kynntu þeir til sögunnar Adidas Futurecraft Loop, sem eru endurnýjanlegir hlaupaskór. Hugmynd Adidas er sú að þegar fólk hættir að nota skóparið, skilar það skónum aftur til Adidas sem síðan hannar og býr til úr parinu alveg nýja skó. Skórnir eru þó ekki væntanlegir í verslanir alveg strax því ekki er gert ráð fyrir að endanleg útgáfa verði tilbúin fyrr en vorið 2021. Í frétt Adidas um skóna segir að margt spili inn í þá tímaáætlun. Verkefnið sem slíkt sé flókið þróunarverkefni. Þá eigi fyrirtækið eftir að skoða það með viðskiptavinum, hvort og þá hvernig hægt verður að fá neytendur til kaupa sömu skóna aftur og aftur. Gera má ráð fyrir að þetta dæmi sé bara eitt af fjölmörgum sambærilegum þróunarverkefnum hjá þekktum framleiðendum sem og öðrum. Fyrir eyland eins og Ísland má síðan velta fyrir sér ýmum öðrum praktískum atriðum. Munu neytendur hér fá að skila skónum aftur í þá verslun þaðan sem skórnir voru keyptir eða verður hugmyndin sú að skónum skuli skilað til umboðsaðila? Enn önnur útfærsla gæti verið að ný íslensk fyrirtæki verði til, sem þjónusta munu marga framleiðendur með því að taka við vörum og koma þeim aftur til framleiðenda erlendis.
Neytendur Tíska og hönnun Tengdar fréttir Sex prósent af veltu íslenskra fyrirtækja er í gegnum vefsíður eða öpp Á Íslandi námu rekstrartekjur fyrirtækja sem selja vörur eða þjónustu í gegnum vefsíður og öpp 6%. Til samanburðar er algengt hlutfall 10% í nágrannalöndum okkar. Á Íslandi er hlutfall fyrirtækja sem selja á netinu 21%. 23. janúar 2020 10:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sex prósent af veltu íslenskra fyrirtækja er í gegnum vefsíður eða öpp Á Íslandi námu rekstrartekjur fyrirtækja sem selja vörur eða þjónustu í gegnum vefsíður og öpp 6%. Til samanburðar er algengt hlutfall 10% í nágrannalöndum okkar. Á Íslandi er hlutfall fyrirtækja sem selja á netinu 21%. 23. janúar 2020 10:00