„Þetta eru bara dauðir hlutir og stelpan bjargaðist“ Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 17. janúar 2020 15:15 Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri. Vísir/Egill „Maður heyrir að þetta er ónáttúrulegt hljóð. Maður er ekki vanur þessu hljóði sem kemur þarna,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri, um það hvernig hann varð var við fyrra snjóflóðið í vikunni. Magnús var kominn upp í rúm og að reyna að sofna þegar hann heyrði umrætt hljóð fyrst. „Þetta kemur svona eins og tveir stórir hvellir og lygna inn á milli,“ segir Magnús. Hann segir eiginkonu sína hafa áttað sig strax á að um snjóflóð hafi verið að ræða. Um leið og hún sagði það skall höggbylgjan frá flóðinu á húsi þeirra. Meðlimir björgunarsveitarinnar voru kallaðir út vegna skaðans í höfninni og voru að gera sig klára og svo til gott sem tilbúnir þegar seinna snjóflóðið varð. Þá var Magnús sjálfur kominn á snjósleða þegar kona sem býr til móts við húsið sem varð fyrir snjóflóðinu hafði samband við þá. „Það er í mesta lagi mínúta frá því við fáum meldingu um það og erum farnir upp eftir. Komnir á svæðið,“ segir Magnús. Hann sagðist stressaður þegar hann sá ástandið á höfninni en það hafi gleymst um leið og seinna kallið kom. „Þetta eru dauðir hlutir og það var allur okkar forgangur settur upp eftir.“ Garðurinn sannaði sig Aðspurður um umræðuna um varnargarðinn og það hvort þau hafi búið við falskt öryggi segist Magnús telja það eðlilega hugsun, til að byrja með. „En eins og ég reyni að hugsa þetta. Á sama tíma og hann klikkaði, þá sannaði hann sig all svakalega líka. Við værum ekkert að tala hérna saman í dag ef hann hefði klikkað allsvakalega hinu megin.“ Magnús var á Flateyri þegar snjóflóðið lenti á Flateyri 1995 en þá var hann sex ára gamall. Eina minning hans frá því var að vakna við hljóðið. Hann segir sömu upplifun núna staðfesta að hann hafi ekki búið þessa minningu til. Þá segist Magnús finna fyrir miklum samhug hjá þjóðinni. Fólk víða að hafi boðið fram aðstoð sína. Magnús segist hafa loks náð góðum svefni síðustu nótt en hann hafi verið orðið verulega þreyttur. Honum hafi fundist hann þurfa að vera á staðnum en sérhæfðir menn að sunnan sem hafi komið til að aðstoða hafi í raun skipað honum að fara að sofa. Enn sem komið er segist Magnús ekki vera farinn að hugsa um framtíðinni og telur að það gerist þegar hversdagsleikinn skelli á aftur. „Ég veit að það er búið að semja við fyrirtæki um að hreinsa höfnina, sem vonandi gengur vel. Þegar maður horfir hér yfir veit maður ekki alveg. Þetta er gífurlegt verkefni en það sem við sjáum ekki er hellingur. Það eru allavega þrír gámar hérna á kafi,“ segir Magnús. Einn gámur er fullur af kajökum og annar af búnaði sjóstangveiðifyrirtækis. Um mikið tjón sé að ræða. „En eins og ég hef sagt í mörgum viðtölum. Þetta eru bara dauðir hlutir og stelpan bjargaðist. Það er það eina sem skiptir okkur máli.“ Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Missti meðvitund í snjónum og man eftir sér á sjúkrabörunum Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára stúlka sem bjargað var úr snjóflóði sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld, segist hafa verið að kveðja vinkonu sína í netspjalli og fara að halla sér þegar hún heyrði drunur. Þremur sekúndum síðar var hún föst í snjó. 16. janúar 2020 16:06 Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 Flateyrarvegur opnaður Tekin hefur verið ákvörðun um að opna Flateyrarveg, eftir veðurofsa og hamfarir síðustu daga. 17. janúar 2020 08:10 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51 Segir það hafa verið nánast ómögulegt að verja smábátahöfnina fyrir hamfaraflóði Flosi Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VERKÍS og einn af aðalhönnuðum snjóflóðavarnargarðanna á Flateyri, segir að það hafi komið á óvart að snjóflóð hafi farið yfir varnargarðinn og á hús. 16. janúar 2020 11:45 Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Maður heyrir að þetta er ónáttúrulegt hljóð. Maður er ekki vanur þessu hljóði sem kemur þarna,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri, um það hvernig hann varð var við fyrra snjóflóðið í vikunni. Magnús var kominn upp í rúm og að reyna að sofna þegar hann heyrði umrætt hljóð fyrst. „Þetta kemur svona eins og tveir stórir hvellir og lygna inn á milli,“ segir Magnús. Hann segir eiginkonu sína hafa áttað sig strax á að um snjóflóð hafi verið að ræða. Um leið og hún sagði það skall höggbylgjan frá flóðinu á húsi þeirra. Meðlimir björgunarsveitarinnar voru kallaðir út vegna skaðans í höfninni og voru að gera sig klára og svo til gott sem tilbúnir þegar seinna snjóflóðið varð. Þá var Magnús sjálfur kominn á snjósleða þegar kona sem býr til móts við húsið sem varð fyrir snjóflóðinu hafði samband við þá. „Það er í mesta lagi mínúta frá því við fáum meldingu um það og erum farnir upp eftir. Komnir á svæðið,“ segir Magnús. Hann sagðist stressaður þegar hann sá ástandið á höfninni en það hafi gleymst um leið og seinna kallið kom. „Þetta eru dauðir hlutir og það var allur okkar forgangur settur upp eftir.“ Garðurinn sannaði sig Aðspurður um umræðuna um varnargarðinn og það hvort þau hafi búið við falskt öryggi segist Magnús telja það eðlilega hugsun, til að byrja með. „En eins og ég reyni að hugsa þetta. Á sama tíma og hann klikkaði, þá sannaði hann sig all svakalega líka. Við værum ekkert að tala hérna saman í dag ef hann hefði klikkað allsvakalega hinu megin.“ Magnús var á Flateyri þegar snjóflóðið lenti á Flateyri 1995 en þá var hann sex ára gamall. Eina minning hans frá því var að vakna við hljóðið. Hann segir sömu upplifun núna staðfesta að hann hafi ekki búið þessa minningu til. Þá segist Magnús finna fyrir miklum samhug hjá þjóðinni. Fólk víða að hafi boðið fram aðstoð sína. Magnús segist hafa loks náð góðum svefni síðustu nótt en hann hafi verið orðið verulega þreyttur. Honum hafi fundist hann þurfa að vera á staðnum en sérhæfðir menn að sunnan sem hafi komið til að aðstoða hafi í raun skipað honum að fara að sofa. Enn sem komið er segist Magnús ekki vera farinn að hugsa um framtíðinni og telur að það gerist þegar hversdagsleikinn skelli á aftur. „Ég veit að það er búið að semja við fyrirtæki um að hreinsa höfnina, sem vonandi gengur vel. Þegar maður horfir hér yfir veit maður ekki alveg. Þetta er gífurlegt verkefni en það sem við sjáum ekki er hellingur. Það eru allavega þrír gámar hérna á kafi,“ segir Magnús. Einn gámur er fullur af kajökum og annar af búnaði sjóstangveiðifyrirtækis. Um mikið tjón sé að ræða. „En eins og ég hef sagt í mörgum viðtölum. Þetta eru bara dauðir hlutir og stelpan bjargaðist. Það er það eina sem skiptir okkur máli.“
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Missti meðvitund í snjónum og man eftir sér á sjúkrabörunum Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára stúlka sem bjargað var úr snjóflóði sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld, segist hafa verið að kveðja vinkonu sína í netspjalli og fara að halla sér þegar hún heyrði drunur. Þremur sekúndum síðar var hún föst í snjó. 16. janúar 2020 16:06 Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 Flateyrarvegur opnaður Tekin hefur verið ákvörðun um að opna Flateyrarveg, eftir veðurofsa og hamfarir síðustu daga. 17. janúar 2020 08:10 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51 Segir það hafa verið nánast ómögulegt að verja smábátahöfnina fyrir hamfaraflóði Flosi Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VERKÍS og einn af aðalhönnuðum snjóflóðavarnargarðanna á Flateyri, segir að það hafi komið á óvart að snjóflóð hafi farið yfir varnargarðinn og á hús. 16. janúar 2020 11:45 Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Missti meðvitund í snjónum og man eftir sér á sjúkrabörunum Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára stúlka sem bjargað var úr snjóflóði sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld, segist hafa verið að kveðja vinkonu sína í netspjalli og fara að halla sér þegar hún heyrði drunur. Þremur sekúndum síðar var hún föst í snjó. 16. janúar 2020 16:06
Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15
Flateyrarvegur opnaður Tekin hefur verið ákvörðun um að opna Flateyrarveg, eftir veðurofsa og hamfarir síðustu daga. 17. janúar 2020 08:10
Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30
Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51
Segir það hafa verið nánast ómögulegt að verja smábátahöfnina fyrir hamfaraflóði Flosi Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VERKÍS og einn af aðalhönnuðum snjóflóðavarnargarðanna á Flateyri, segir að það hafi komið á óvart að snjóflóð hafi farið yfir varnargarðinn og á hús. 16. janúar 2020 11:45
Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent