Snjórinn fór í gegnum allt húsið og reif með sér alla milliveggi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2020 17:00 Karl Hjálmarsson við húsið við Ólafstún 14 sem fór illa í snjóflóði á þriðjudagskvöld. vísir/egill Karl Hjálmarsson, eigandi hússins við Ólafstún 14 á Flateyri sem varð fyrir öðru af tveimur snjóflóðum sem féllu í bænum á þriðjudagskvöld, segir að það hafi ekki verið góð tilfinning að fá fregnir af því að snjóflóð hafi fallið á húsið. „Af því að maður vissi ekkert og maður byrjaði að leita sér frétta og fyrstu fréttir bentu til þess að það væri frekar bara vægt. Svo kom nú reyndar allt annað á daginn og þetta var náttúrulega miklu, miklu kraftmeira en fólk hélt í byrjun,“ sagði Karl í samtali við Jóhann K. Jóhannsson, fréttamann, á Flateyri í dag. Karl kom til Flateyrar í gær til þess að taka út aðstæður. „Þetta lítur ekki vel út en eins og ég segi, það er náttúrulega bara guðs mildi og lífsins lán að hér varð ekki manntjón því hér hefur snjórinn farið í gegnum allt húsið og rifið með sér alla milliveggi og krafturinn þvílíkur að það er eiginlega bara kraftverk að fólkið í húsinu hafi bjargast,“ sagði Karl. Þessi mynd var tekin inni í húsinu í dag.vísir/egill Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, 14 ára gömul, býr í húsinu ásamt móður sinni, systkinum og tveimur kisum. Hún grófst undir flóðinu en var bjargað eftir um 35 mínútur í snjónum og slapp með skrámur. Móðir hennar hefur líka lýst því sem kraftaverki að ekki hafi farið verr. Aðspurður um framhaldið og hvort hann ætli að byggja húsið aftur upp sagði Karl það kannski ekki alveg í hans höndum. „Hér koma alls konar aðilar að og þetta verður bara skoðað í framhaldi. Mér þykir náttúrulega mjög vænt um þetta hús og myndi vilja eiga þetta hús áfram. Ég keypti það til þess að eiga það og njóta góðra stunda. Við verðum bara að sjá hvað tíminn leiðir í ljós,“ sagði Karl. Viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 „Þetta eru bara dauðir hlutir og stelpan bjargaðist“ "Maður heyrir að þetta er ónáttúrulegt hljóð. Maður er ekki vanur þessu hljóði sem kemur þarna,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri, um það hvernig hann varð var við fyrra snjóflóðið í vikunni. 17. janúar 2020 15:15 Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Karl Hjálmarsson, eigandi hússins við Ólafstún 14 á Flateyri sem varð fyrir öðru af tveimur snjóflóðum sem féllu í bænum á þriðjudagskvöld, segir að það hafi ekki verið góð tilfinning að fá fregnir af því að snjóflóð hafi fallið á húsið. „Af því að maður vissi ekkert og maður byrjaði að leita sér frétta og fyrstu fréttir bentu til þess að það væri frekar bara vægt. Svo kom nú reyndar allt annað á daginn og þetta var náttúrulega miklu, miklu kraftmeira en fólk hélt í byrjun,“ sagði Karl í samtali við Jóhann K. Jóhannsson, fréttamann, á Flateyri í dag. Karl kom til Flateyrar í gær til þess að taka út aðstæður. „Þetta lítur ekki vel út en eins og ég segi, það er náttúrulega bara guðs mildi og lífsins lán að hér varð ekki manntjón því hér hefur snjórinn farið í gegnum allt húsið og rifið með sér alla milliveggi og krafturinn þvílíkur að það er eiginlega bara kraftverk að fólkið í húsinu hafi bjargast,“ sagði Karl. Þessi mynd var tekin inni í húsinu í dag.vísir/egill Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, 14 ára gömul, býr í húsinu ásamt móður sinni, systkinum og tveimur kisum. Hún grófst undir flóðinu en var bjargað eftir um 35 mínútur í snjónum og slapp með skrámur. Móðir hennar hefur líka lýst því sem kraftaverki að ekki hafi farið verr. Aðspurður um framhaldið og hvort hann ætli að byggja húsið aftur upp sagði Karl það kannski ekki alveg í hans höndum. „Hér koma alls konar aðilar að og þetta verður bara skoðað í framhaldi. Mér þykir náttúrulega mjög vænt um þetta hús og myndi vilja eiga þetta hús áfram. Ég keypti það til þess að eiga það og njóta góðra stunda. Við verðum bara að sjá hvað tíminn leiðir í ljós,“ sagði Karl. Viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 „Þetta eru bara dauðir hlutir og stelpan bjargaðist“ "Maður heyrir að þetta er ónáttúrulegt hljóð. Maður er ekki vanur þessu hljóði sem kemur þarna,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri, um það hvernig hann varð var við fyrra snjóflóðið í vikunni. 17. janúar 2020 15:15 Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15
„Þetta eru bara dauðir hlutir og stelpan bjargaðist“ "Maður heyrir að þetta er ónáttúrulegt hljóð. Maður er ekki vanur þessu hljóði sem kemur þarna,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri, um það hvernig hann varð var við fyrra snjóflóðið í vikunni. 17. janúar 2020 15:15
Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48