Enn einn gallinn fannst í hugbúnaði 737 Max Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2020 12:08 Kyrrsettar Boeing 737 Max vélar. epa/GARY HE Boeing vinnur nú að því að laga galla í ræsingarkerfi hugbúnaðar 737 Max vélanna sem var nýlega uppgötvaður. Hugbúnaðargallinn bætist við langan lista hluta sem laga þarf í vélunum sem hafa verið kyrrsettar frá því í fyrra. Boeing sagði í tilkynningu á föstudag að Flugmálastofnun Bandaríkjanna hafi verið látin vita af gallanum. „Við erum að vinna að nauðsynlegum uppfærslum og vinnum með flugmálastofnuninni að þessum breytingum og höldum viðskiptavinum okkar og birgjum upplýstum,“ sagði í tilkynningunni. „Okkar forgangsmál er að tryggja að 737 Max vélarnar séu öruggar og uppfylli allar kröfur áður en þær fara aftur í dreifingu.“ Samkvæmt heimildarmanni felst gallinn í því að skynjarar sem eiga að fylgjast með grundvallarkerfum vélarinnar virka ekki almennilega. Skynjararnir eiga að fara sjálfkrafa í gang þegar vélin er ræst og framkvæma athuganir en í nýlegri prófun virkaði einn skynjaranna ekki eins og skyldi. Þetta sagði heimildarmaðurinn sem bað um að vera ekki nafngreindur. Gallinn uppgötvaðist við tækniprófanir sem venjulega eru framkvæmdar þegar hugbúnaðarþróun er rétt ólokið og gæti það þess vegna þýtt að Boeing sé nálægt því að ljúka breytingum á 737 Max vélunum og koma þeim aftur í loftið. Boeing er að endurforrita hugbúnað 737 Max vélanna sem lék stórt hlutverk í tveimur flugslysum sem áttu sér stað í Indónesíu og Eþíópíu með fimm mánaða millibili og urðu 346 að bana. Flugvélarnar hröpuðu vegna galla í hugbúnaði vélanna og varð það til þess að allar flugvélar af sömu gerð voru kyrrsettar í mars 2019. Boeing á enn eftir að klára þróun hugbúnaðarins, fara í nokkur tilraunaflug með sérfræðinga Flugmálastofnunar Bandaríkjanna um borð og fá farþegaflugmenn til að prófa vélarnar með nýju breytingunum. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Munu funda um MAX-þoturnar í kjölfar nýbirtra samskipta Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mun funda með flugmálayfirvöldum og Icelandair um MAX-þoturnar. Fullt tilefni er til fundarins eftir fréttaflutning síðustu vikna að sögn nefndarmanns. 12. janúar 2020 11:40 Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. 10. janúar 2020 06:45 737 MAX: „Hönnuð af trúðum undir stjórn apa“ Starfsmenn Boeing voru ekki ánægðir með hönnun 737 MAX flugvélanna og börðust gegn því að flugmenn yrðu skilyrtir í sérstaka flughermaþjálfun vegna flugvélanna. 10. janúar 2020 08:56 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Boeing vinnur nú að því að laga galla í ræsingarkerfi hugbúnaðar 737 Max vélanna sem var nýlega uppgötvaður. Hugbúnaðargallinn bætist við langan lista hluta sem laga þarf í vélunum sem hafa verið kyrrsettar frá því í fyrra. Boeing sagði í tilkynningu á föstudag að Flugmálastofnun Bandaríkjanna hafi verið látin vita af gallanum. „Við erum að vinna að nauðsynlegum uppfærslum og vinnum með flugmálastofnuninni að þessum breytingum og höldum viðskiptavinum okkar og birgjum upplýstum,“ sagði í tilkynningunni. „Okkar forgangsmál er að tryggja að 737 Max vélarnar séu öruggar og uppfylli allar kröfur áður en þær fara aftur í dreifingu.“ Samkvæmt heimildarmanni felst gallinn í því að skynjarar sem eiga að fylgjast með grundvallarkerfum vélarinnar virka ekki almennilega. Skynjararnir eiga að fara sjálfkrafa í gang þegar vélin er ræst og framkvæma athuganir en í nýlegri prófun virkaði einn skynjaranna ekki eins og skyldi. Þetta sagði heimildarmaðurinn sem bað um að vera ekki nafngreindur. Gallinn uppgötvaðist við tækniprófanir sem venjulega eru framkvæmdar þegar hugbúnaðarþróun er rétt ólokið og gæti það þess vegna þýtt að Boeing sé nálægt því að ljúka breytingum á 737 Max vélunum og koma þeim aftur í loftið. Boeing er að endurforrita hugbúnað 737 Max vélanna sem lék stórt hlutverk í tveimur flugslysum sem áttu sér stað í Indónesíu og Eþíópíu með fimm mánaða millibili og urðu 346 að bana. Flugvélarnar hröpuðu vegna galla í hugbúnaði vélanna og varð það til þess að allar flugvélar af sömu gerð voru kyrrsettar í mars 2019. Boeing á enn eftir að klára þróun hugbúnaðarins, fara í nokkur tilraunaflug með sérfræðinga Flugmálastofnunar Bandaríkjanna um borð og fá farþegaflugmenn til að prófa vélarnar með nýju breytingunum.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Munu funda um MAX-þoturnar í kjölfar nýbirtra samskipta Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mun funda með flugmálayfirvöldum og Icelandair um MAX-þoturnar. Fullt tilefni er til fundarins eftir fréttaflutning síðustu vikna að sögn nefndarmanns. 12. janúar 2020 11:40 Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. 10. janúar 2020 06:45 737 MAX: „Hönnuð af trúðum undir stjórn apa“ Starfsmenn Boeing voru ekki ánægðir með hönnun 737 MAX flugvélanna og börðust gegn því að flugmenn yrðu skilyrtir í sérstaka flughermaþjálfun vegna flugvélanna. 10. janúar 2020 08:56 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Munu funda um MAX-þoturnar í kjölfar nýbirtra samskipta Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mun funda með flugmálayfirvöldum og Icelandair um MAX-þoturnar. Fullt tilefni er til fundarins eftir fréttaflutning síðustu vikna að sögn nefndarmanns. 12. janúar 2020 11:40
Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. 10. janúar 2020 06:45
737 MAX: „Hönnuð af trúðum undir stjórn apa“ Starfsmenn Boeing voru ekki ánægðir með hönnun 737 MAX flugvélanna og börðust gegn því að flugmenn yrðu skilyrtir í sérstaka flughermaþjálfun vegna flugvélanna. 10. janúar 2020 08:56