Varað við veðri og vatnavöxtum víða um land Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2020 21:45 Svona er staðan í nótt. Mynd/Veðurstofa Íslands. Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan ellefu í kvöld, fyrst við Breiðafjörð áður en viðvörunin teygir sig yfir hálendið, Vestfirði, Norðurland vestra og eystra. Þá er einnig varað við vatnavöxtum í ám víða um land fram á mánudag þar sem hlýindi eru í kortunum. Appelsínugula viðvörunin er í fram til morguns ef undanskilið er Hálendið en þar er viðvörunin í gildi til hádegis. Gul viðvörunin er í gildi frá klukkan ellefu í kvöld við Faxaflóa, á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Appelsínugula viðvörunin breytist svo í gula þar sem hún er í gildi, til miðnættis á morgun.Á vef Veðurstofunnar segir að við Breiðafjörð og á Vestfjörðum megi búast megi við suðaustan stormi með mikilli rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri, en heldur hvassara og snjókoma til fjalla í fyrstu. Víðtækar samgöngutruflanir séu líklegar og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi. Það mun blása og rigna hraustlega á morgun.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að tryggja lausamuni Svipað er uppi á teningnum á Norðurlandi öllu en þar má gera ráð fyrir sunnan stormi eða roki, 20-28 m/s. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll 35-45 m/s. Einnig megi búast við víðtækum samgöngutruflunum og ekkert ferðaveður sé á meðan viðvörunin er í gildi.Nauðsynlegt sé að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.Þá kemur einnig fram á vef Veðurstofunnar að fram til mánudags megi búast við auknum leysingum og afrennsi, einnig vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.Þá segir einnig sé ráð fyrir hlýnandi veðri og töluverðri úrkomu á sunnan- og vestanverðu landinu frá því seint á laugardagskvöld fram á sunnudag. Víða líkur á vatnavöxtum Þessi mikla úrkoma og leysing muni líklega einnig valda nokkrum vatnavöxtum í ám og lækjum á sunnan- og vestanverðu landinu sem gætu haft áhrif á næsta umhverfi vatnsfarvegana. Sérstaklega má búast við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og SA-landi. Einnig eru líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda.Samkvæmt rennslismælingum Veðurstofunnar má sjá að rennsli er þegar orðið mjög mikið í ám víða á landinum þar á meðal í Hvalá á Vestfjörðum, Fnjóská í Fnjóskárdal og í Jökulsá á fjöllum og í Jökulsá á dal. Þá hefur óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. „Í kvöld hlýnar verulega og upp úr miðnætti fer að rigna. Búast má við því að snjóflóð geti fallið úr óhlaupnum farvegum vegna hitabreytingarinnar og þegar fer að rigna niður í snjóþekjuna,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ekki er þó talin hætta á flóðum þar sem snjóflóð féllu fyrr í vikunni. Þegar kólnar aftur á sunnudag má gera ráð fyrir að snjór styrkist fljótt. Veður Tengdar fréttir Óvissustig vegna hitabreytinga og vegalokanir á Vestfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. 18. janúar 2020 20:39 Vara við flughálku vegna væntanlegrar rigningar og hláku Gul- og appelsínugul viðvörun tekur gildi á mest öllu landinu frá klukkan 23:00 í kvöld. Stormi og hvassviðri fylgja hlýindi og úrkoma sem getur skapað varhugarverðar aðstæður. 18. janúar 2020 07:38 Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan ellefu í kvöld, fyrst við Breiðafjörð áður en viðvörunin teygir sig yfir hálendið, Vestfirði, Norðurland vestra og eystra. Þá er einnig varað við vatnavöxtum í ám víða um land fram á mánudag þar sem hlýindi eru í kortunum. Appelsínugula viðvörunin er í fram til morguns ef undanskilið er Hálendið en þar er viðvörunin í gildi til hádegis. Gul viðvörunin er í gildi frá klukkan ellefu í kvöld við Faxaflóa, á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Appelsínugula viðvörunin breytist svo í gula þar sem hún er í gildi, til miðnættis á morgun.Á vef Veðurstofunnar segir að við Breiðafjörð og á Vestfjörðum megi búast megi við suðaustan stormi með mikilli rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri, en heldur hvassara og snjókoma til fjalla í fyrstu. Víðtækar samgöngutruflanir séu líklegar og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi. Það mun blása og rigna hraustlega á morgun.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að tryggja lausamuni Svipað er uppi á teningnum á Norðurlandi öllu en þar má gera ráð fyrir sunnan stormi eða roki, 20-28 m/s. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll 35-45 m/s. Einnig megi búast við víðtækum samgöngutruflunum og ekkert ferðaveður sé á meðan viðvörunin er í gildi.Nauðsynlegt sé að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.Þá kemur einnig fram á vef Veðurstofunnar að fram til mánudags megi búast við auknum leysingum og afrennsi, einnig vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.Þá segir einnig sé ráð fyrir hlýnandi veðri og töluverðri úrkomu á sunnan- og vestanverðu landinu frá því seint á laugardagskvöld fram á sunnudag. Víða líkur á vatnavöxtum Þessi mikla úrkoma og leysing muni líklega einnig valda nokkrum vatnavöxtum í ám og lækjum á sunnan- og vestanverðu landinu sem gætu haft áhrif á næsta umhverfi vatnsfarvegana. Sérstaklega má búast við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og SA-landi. Einnig eru líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda.Samkvæmt rennslismælingum Veðurstofunnar má sjá að rennsli er þegar orðið mjög mikið í ám víða á landinum þar á meðal í Hvalá á Vestfjörðum, Fnjóská í Fnjóskárdal og í Jökulsá á fjöllum og í Jökulsá á dal. Þá hefur óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. „Í kvöld hlýnar verulega og upp úr miðnætti fer að rigna. Búast má við því að snjóflóð geti fallið úr óhlaupnum farvegum vegna hitabreytingarinnar og þegar fer að rigna niður í snjóþekjuna,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ekki er þó talin hætta á flóðum þar sem snjóflóð féllu fyrr í vikunni. Þegar kólnar aftur á sunnudag má gera ráð fyrir að snjór styrkist fljótt.
Veður Tengdar fréttir Óvissustig vegna hitabreytinga og vegalokanir á Vestfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. 18. janúar 2020 20:39 Vara við flughálku vegna væntanlegrar rigningar og hláku Gul- og appelsínugul viðvörun tekur gildi á mest öllu landinu frá klukkan 23:00 í kvöld. Stormi og hvassviðri fylgja hlýindi og úrkoma sem getur skapað varhugarverðar aðstæður. 18. janúar 2020 07:38 Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Óvissustig vegna hitabreytinga og vegalokanir á Vestfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. 18. janúar 2020 20:39
Vara við flughálku vegna væntanlegrar rigningar og hláku Gul- og appelsínugul viðvörun tekur gildi á mest öllu landinu frá klukkan 23:00 í kvöld. Stormi og hvassviðri fylgja hlýindi og úrkoma sem getur skapað varhugarverðar aðstæður. 18. janúar 2020 07:38
Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15