Er nóg ekki nóg? Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 20. janúar 2020 10:00 Á árum áður voru það karlarnir sem voru ráðandi á vinnumarkaði á meðan konur sáu um börnin og önnuðust heimilisverkin. Konur gerðu fátt sem ógnaði stöðu karlmanna og svo virtist sem þetta fyrirkomulag væri nokkurs konar lögmál sem ekki yrði breytt. Það tíðkaðist ekki að konur veldu að ganga menntaveginn enda áttu þær ekkert erindi þann veg, þar sem það lá ekki fyrir að það nýttist þeim svo nokkru næmi.Með tilkomu kvenskörungsins Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, sem árið 1907 stofnaði fyrsta kvenfélagið á Íslandi, byrjuðu konur að gera sig markvisst gildandi í samfélaginu, m.a. með þátttöku í stjórnmálum og á vinnumarkaði.Framan af voru stjórnunarstörf nær alfarið í höndum karlmanna og nærtækasta skýringin jafnan sú að þeir hefðu meiri menntun og reynslu til að sinna þeim störfum en konur.Það reyndist konum erfitt að skáka körlum í reynsluhlutanum, því á meðan þeir sátu einir að stjórnendastöðunum var erfitt fyrir konur að afla sér reynslu á því sviði.Þær sáu sér leik á borði í að sækja sér aukna menntun í því skyni að fjölga tækifærum á vinnumarkaði. Á síðari árum hefur mikill meirihluti háskólastúdenta verið konur, en eftir að hafa sótt sér grunnmenntun á háskólastigi hefur reynst mörgum konum þrándur í götu að fá aðgengi að stjórnunarstörfum þrátt fyrir menntunina – og jafnvel reynsluna. Hvorugt hefur verið nóg. Menntun og meiri menntun Í kjölfarið hafa konur haldið áfram að bæta við menntun sína og sótt sér framhaldsmenntun á háskólastigi og farið út á vinnumarkaðinn í leit að betri tækifærum. En oft á tíðum hefur framhaldsmenntun heldur ekki verið nóg. Það er því ekki óalgengt að hitta efnilegar konur sem eru jafnvel bæði með meistaragráðu, MBA gráðu og eina til tvær diplomur að auki.Þrátt fyrir að menntunarstig kvenna sé almennt orðið mun hærra en karlmanna er það ekki nóg. Konur neyðast þannig til að sætta sig við störf sem gera mun minni kröfur til þeirra en þekking þeirra leyfir í von um að eftir að hafa aflað sér nægilegrar reynslu á vinnumarkaði muni tækifærin birtast og þær muni keppa á málefnalegum jafnréttisgrundvelli við hitt kynið.En það dugar ekki til. Þegar kemur að ráðningu í stjórnunarstöður virðist sem mælikvarðar fyrir þekkingu og reynslu séu einhver önnur þekking en fæst með háskólanáminu og reynslan önnur en sú reynsla sem mögulegt er að afla sér á almennum vinnumarkaði.Við höfum allt of mörg dæmi úr íslenskum veruleika sem sanna að nóg er ekki nóg. Er ekki mál að linni? Verum breytingin og veljum á málefnalegum jafnréttisgrundvelli í stjórnunarstöður. Það er atvinnulífinu til heilla og framfara.Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Á árum áður voru það karlarnir sem voru ráðandi á vinnumarkaði á meðan konur sáu um börnin og önnuðust heimilisverkin. Konur gerðu fátt sem ógnaði stöðu karlmanna og svo virtist sem þetta fyrirkomulag væri nokkurs konar lögmál sem ekki yrði breytt. Það tíðkaðist ekki að konur veldu að ganga menntaveginn enda áttu þær ekkert erindi þann veg, þar sem það lá ekki fyrir að það nýttist þeim svo nokkru næmi.Með tilkomu kvenskörungsins Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, sem árið 1907 stofnaði fyrsta kvenfélagið á Íslandi, byrjuðu konur að gera sig markvisst gildandi í samfélaginu, m.a. með þátttöku í stjórnmálum og á vinnumarkaði.Framan af voru stjórnunarstörf nær alfarið í höndum karlmanna og nærtækasta skýringin jafnan sú að þeir hefðu meiri menntun og reynslu til að sinna þeim störfum en konur.Það reyndist konum erfitt að skáka körlum í reynsluhlutanum, því á meðan þeir sátu einir að stjórnendastöðunum var erfitt fyrir konur að afla sér reynslu á því sviði.Þær sáu sér leik á borði í að sækja sér aukna menntun í því skyni að fjölga tækifærum á vinnumarkaði. Á síðari árum hefur mikill meirihluti háskólastúdenta verið konur, en eftir að hafa sótt sér grunnmenntun á háskólastigi hefur reynst mörgum konum þrándur í götu að fá aðgengi að stjórnunarstörfum þrátt fyrir menntunina – og jafnvel reynsluna. Hvorugt hefur verið nóg. Menntun og meiri menntun Í kjölfarið hafa konur haldið áfram að bæta við menntun sína og sótt sér framhaldsmenntun á háskólastigi og farið út á vinnumarkaðinn í leit að betri tækifærum. En oft á tíðum hefur framhaldsmenntun heldur ekki verið nóg. Það er því ekki óalgengt að hitta efnilegar konur sem eru jafnvel bæði með meistaragráðu, MBA gráðu og eina til tvær diplomur að auki.Þrátt fyrir að menntunarstig kvenna sé almennt orðið mun hærra en karlmanna er það ekki nóg. Konur neyðast þannig til að sætta sig við störf sem gera mun minni kröfur til þeirra en þekking þeirra leyfir í von um að eftir að hafa aflað sér nægilegrar reynslu á vinnumarkaði muni tækifærin birtast og þær muni keppa á málefnalegum jafnréttisgrundvelli við hitt kynið.En það dugar ekki til. Þegar kemur að ráðningu í stjórnunarstöður virðist sem mælikvarðar fyrir þekkingu og reynslu séu einhver önnur þekking en fæst með háskólanáminu og reynslan önnur en sú reynsla sem mögulegt er að afla sér á almennum vinnumarkaði.Við höfum allt of mörg dæmi úr íslenskum veruleika sem sanna að nóg er ekki nóg. Er ekki mál að linni? Verum breytingin og veljum á málefnalegum jafnréttisgrundvelli í stjórnunarstöður. Það er atvinnulífinu til heilla og framfara.Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun