Real Madrid að reyna að fá Sadio Mané frá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 12:30 Sadio Mané er kominn í hóp bestu leikmanna heims. Hér fagnar hann marki með Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Real Madrid telur sig þurfa fleiri stórstjörnur í liðið sitt og samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá horfa menn norður til Liverpool borgar í leit sinni að næstu stórstjörnu spænska liðsins. Samkvæmt frétt Le 10 Sport þá er Real Madrid nefnilega byrjað að ræða við fulltrúa Sadio Mané. Sadio Mané er með samning við Liverpool til 2023 og Real Madrid þarf því að borga risastóra upphæð fyrir hann ætli félagið að fá Senegalann. Report: Real Madrid have approached Sadio Mane about an end-of-season movehttps://t.co/8EPK8JQi4z— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) January 1, 2020 Real Madrid hefur misst frá sér stjörnuleikmenn og eða nokkrar stjörnur liðsins eru orðnir „gamlir.“ Það þarf að yngja upp í liðinu. Það munaði mikið um að sjá á eftir Cristiano Ronaldo til Juventus og nú er búist við því að félagið missi þá Gareth Bale og James Rodriguez í sumar. James Rodriguez hefur reyndar verið á láni undanfarin ár. Sadio Mané er sagður vera ofarlega á óskalista Zinedine Zidane og að þar fari leikmaður sem passar vel við hlið franska framherjans Karim Benzema. Það er orðrómur um það að Zinedine Zidane sé þegar búinn að tala við Sadio Mané um að hann komi til Real Madrid í sumar. Sadio Mané hefur spilað betur á hverju tímabili með Liverpool og á þessari leiktíð er hann með fjórtán mörk og átta stoðsendingar í öllum keppnum. Reports in France suggest Real Madrid have made contact with Liverpool over Sadio Mane. The gossip https://t.co/LkiQI9RWippic.twitter.com/y1RSpe6n6x— BBC Sport (@BBCSport) January 2, 2020 Liverpool hefur selt stórstjörnur til Spánar á síðustu árum, menn eins og Luis Suarez og Philippe Coutinho. Á þeim tíma sem er liðinn hefur Liverpool liðið unnið Meistaradeildina, orðið heimsmeistari félagsliða og er nú á góðri leið að verða Englandsmeistari í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Hvort að Liverpool sé tilbúið að selja hinn 27 ára gamla Sadio Mané rétt fyrir hans allra bestu ár verður aftur á móti að koma í ljós. Liverpool hefur allt til alls til að halda sér í hópi bestu liða Evrópu næstu árin undir stjórn Jürgen Klopp og Sadio Mané gæti komið sér ú guðatölu hjá félaginu vinni hann nokkra stóra titla í viðbót með enska félaginu. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira
Real Madrid telur sig þurfa fleiri stórstjörnur í liðið sitt og samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá horfa menn norður til Liverpool borgar í leit sinni að næstu stórstjörnu spænska liðsins. Samkvæmt frétt Le 10 Sport þá er Real Madrid nefnilega byrjað að ræða við fulltrúa Sadio Mané. Sadio Mané er með samning við Liverpool til 2023 og Real Madrid þarf því að borga risastóra upphæð fyrir hann ætli félagið að fá Senegalann. Report: Real Madrid have approached Sadio Mane about an end-of-season movehttps://t.co/8EPK8JQi4z— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) January 1, 2020 Real Madrid hefur misst frá sér stjörnuleikmenn og eða nokkrar stjörnur liðsins eru orðnir „gamlir.“ Það þarf að yngja upp í liðinu. Það munaði mikið um að sjá á eftir Cristiano Ronaldo til Juventus og nú er búist við því að félagið missi þá Gareth Bale og James Rodriguez í sumar. James Rodriguez hefur reyndar verið á láni undanfarin ár. Sadio Mané er sagður vera ofarlega á óskalista Zinedine Zidane og að þar fari leikmaður sem passar vel við hlið franska framherjans Karim Benzema. Það er orðrómur um það að Zinedine Zidane sé þegar búinn að tala við Sadio Mané um að hann komi til Real Madrid í sumar. Sadio Mané hefur spilað betur á hverju tímabili með Liverpool og á þessari leiktíð er hann með fjórtán mörk og átta stoðsendingar í öllum keppnum. Reports in France suggest Real Madrid have made contact with Liverpool over Sadio Mane. The gossip https://t.co/LkiQI9RWippic.twitter.com/y1RSpe6n6x— BBC Sport (@BBCSport) January 2, 2020 Liverpool hefur selt stórstjörnur til Spánar á síðustu árum, menn eins og Luis Suarez og Philippe Coutinho. Á þeim tíma sem er liðinn hefur Liverpool liðið unnið Meistaradeildina, orðið heimsmeistari félagsliða og er nú á góðri leið að verða Englandsmeistari í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Hvort að Liverpool sé tilbúið að selja hinn 27 ára gamla Sadio Mané rétt fyrir hans allra bestu ár verður aftur á móti að koma í ljós. Liverpool hefur allt til alls til að halda sér í hópi bestu liða Evrópu næstu árin undir stjórn Jürgen Klopp og Sadio Mané gæti komið sér ú guðatölu hjá félaginu vinni hann nokkra stóra titla í viðbót með enska félaginu.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira