Margrét Jónsdóttir Njarðvík ráðin rektor Háskólans á Bifröst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2020 12:10 Margrét Jónsdóttir Njarðvík . Margrét Jónsdóttir Njarðvík hefur verið ráðin rektor Háskólans á Bifröst frá og með 1. júní 2020, en hún var valin úr hópi sjö umsækjenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum á Bifröst en þar segir eftirfarandi um Margréti og hennar fyrri störf: „Margrét er með doktorspróf í spænsku máli og bókmenntum frá Princeton University og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu af alþjóðastarfi á menntasviði, sem og úr íslenskum háskólum en hún var lektor í spænsku við Háskóla Íslands og síðan dósent við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík á árunum 1995-2007. Árið 2007 tók hún við starfi forstöðumanns alþjóðasviðs Háskólans í Reykjavík þar sem hún mótaði og leiddi m.a. alþjóðastarf og erlent markaðsstarf skólans. Margrét stofnaði árið 2011 fyrirtækið Mundo sem hún hefur síðan stýrt en fyrirtækið sérhæfir sig m.a. í þjálfunarferðum íslenskra kennara erlendis, skiptinámi og sumarbúðum ungmenna erlendis og annast ráðgjöf í alþjóðamálum. Má þar m.a. nefna úttekt á þróunarsjóði EFTA á Spáni. Margrét hefur setið í stjórnum fyrirtækja, m.a. sem stjórnarformaður Hótels Sigluness á Siglufirði og í Forlaginu JPV. Hún situr í stjórn Félags kvenna í atvinnurekstri, gegnir formennsku í spænsk-íslenska viðskiptaráðinu auk þess sem hún var stjórnarmaður í Fulbright á Íslandi um fimm ára skeið og hefur frá árinu 2001 verið vararæðismaður Spánar hér á landi. Konungur Spánar veitti Margréti heiðursorðuna Isabela la Católica fyrir þau störf. Margrét er gift Hálfdáni Sveinssyni og á hún þrjá syni og 2 stjúpbörn.“ Borgarbyggð Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Margrét Jónsdóttir Njarðvík hefur verið ráðin rektor Háskólans á Bifröst frá og með 1. júní 2020, en hún var valin úr hópi sjö umsækjenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum á Bifröst en þar segir eftirfarandi um Margréti og hennar fyrri störf: „Margrét er með doktorspróf í spænsku máli og bókmenntum frá Princeton University og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu af alþjóðastarfi á menntasviði, sem og úr íslenskum háskólum en hún var lektor í spænsku við Háskóla Íslands og síðan dósent við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík á árunum 1995-2007. Árið 2007 tók hún við starfi forstöðumanns alþjóðasviðs Háskólans í Reykjavík þar sem hún mótaði og leiddi m.a. alþjóðastarf og erlent markaðsstarf skólans. Margrét stofnaði árið 2011 fyrirtækið Mundo sem hún hefur síðan stýrt en fyrirtækið sérhæfir sig m.a. í þjálfunarferðum íslenskra kennara erlendis, skiptinámi og sumarbúðum ungmenna erlendis og annast ráðgjöf í alþjóðamálum. Má þar m.a. nefna úttekt á þróunarsjóði EFTA á Spáni. Margrét hefur setið í stjórnum fyrirtækja, m.a. sem stjórnarformaður Hótels Sigluness á Siglufirði og í Forlaginu JPV. Hún situr í stjórn Félags kvenna í atvinnurekstri, gegnir formennsku í spænsk-íslenska viðskiptaráðinu auk þess sem hún var stjórnarmaður í Fulbright á Íslandi um fimm ára skeið og hefur frá árinu 2001 verið vararæðismaður Spánar hér á landi. Konungur Spánar veitti Margréti heiðursorðuna Isabela la Católica fyrir þau störf. Margrét er gift Hálfdáni Sveinssyni og á hún þrjá syni og 2 stjúpbörn.“
Borgarbyggð Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira