Ráku alla landsliðsþjálfarana sína á einu bretti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2020 10:30 James Kwesi Appiah var að stýra landsliði Gana í annað skiptið en hann var búinn að vera þjálfari liðsins frá 2017. Appiah var líka landsliðsþjálfari frá 2012 til 2014. EPA/Marius Becke Það er óhætt að segja að yfirmenn knattspyrnusambands Gana hafi ákveðið að taka til í landsliðsstarfi sínu um áramótin. Landsliðsþjálfarinn Kwesi Appiah þurfti að taka pokann sinn en hann var langt frá því að vera sá eini. Knattspyrnusamband Gana ákvað nefnilega að reka alla landsliðsþjálfara sína, hvort sem þeir voru með sautján ára, nítján ára, 21 árs eða A-landslið og þá skipti ekki máli hvort þeir þjálfuðu karlalið eða kvennalið. Það voru ekki aðeins landsliðsþjálfarnir sem fuku heldur einnig allir þeir sem höfðu komið að þjálfarateymunum og líka þeir sem voru í tækninefndum landsliðanna. Ghana's Football Association has got rid of all its national team coaches - at all levels of the game!https://t.co/fUhPM76yVrpic.twitter.com/NXEgOwJD0P— BBC Sport (@BBCSport) January 3, 2020 Í stuttu máli er um algjöra hreinsun að ræða og það ættu því að vera nokkur starfsviðtöl á næstunni hjá forráðamönnum knattspyrnusambands Gana. Nýr stjórn tók við hjá knattspyrnusambandi Gana í október og hún hefur heldur betur látið til sín taka. Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi Kwesi Appiah var með þrjá fyrrum landsliðsmenn með sér í teyminu en það voru þeir Richard Kingson, Charles Akunnor og Stephen Appiah. Það bjuggust margir við að Kwesi Appiah myndi taka pokann sinn eftir að Gana datt út strax í annarri umferð í síðustu Afríkukeppni landsliða. Það kemur hins vegar mikið á óvart að engum var hlíft í þessum risastóru aðgerðum. Fótbolti Gana Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Það er óhætt að segja að yfirmenn knattspyrnusambands Gana hafi ákveðið að taka til í landsliðsstarfi sínu um áramótin. Landsliðsþjálfarinn Kwesi Appiah þurfti að taka pokann sinn en hann var langt frá því að vera sá eini. Knattspyrnusamband Gana ákvað nefnilega að reka alla landsliðsþjálfara sína, hvort sem þeir voru með sautján ára, nítján ára, 21 árs eða A-landslið og þá skipti ekki máli hvort þeir þjálfuðu karlalið eða kvennalið. Það voru ekki aðeins landsliðsþjálfarnir sem fuku heldur einnig allir þeir sem höfðu komið að þjálfarateymunum og líka þeir sem voru í tækninefndum landsliðanna. Ghana's Football Association has got rid of all its national team coaches - at all levels of the game!https://t.co/fUhPM76yVrpic.twitter.com/NXEgOwJD0P— BBC Sport (@BBCSport) January 3, 2020 Í stuttu máli er um algjöra hreinsun að ræða og það ættu því að vera nokkur starfsviðtöl á næstunni hjá forráðamönnum knattspyrnusambands Gana. Nýr stjórn tók við hjá knattspyrnusambandi Gana í október og hún hefur heldur betur látið til sín taka. Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi Kwesi Appiah var með þrjá fyrrum landsliðsmenn með sér í teyminu en það voru þeir Richard Kingson, Charles Akunnor og Stephen Appiah. Það bjuggust margir við að Kwesi Appiah myndi taka pokann sinn eftir að Gana datt út strax í annarri umferð í síðustu Afríkukeppni landsliða. Það kemur hins vegar mikið á óvart að engum var hlíft í þessum risastóru aðgerðum.
Fótbolti Gana Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira