Börsungar mæta Bayern fullir sjálfstrausts í kvöld: Skil svartsýnina en við erum besta lið í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 14:00 Lionel Messi í leik með Barcelona á móti Bayern München í Meistaradeildinni fyrir nokkrum árum síðan. Getty/Vladimir Rys Bayern München og Barcelona mætast í kvöld í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en augum margra eru þetta tvö af sigurstranglegustu liðunum í keppninni í ár. Bayern München hefur verið á miklu skriði á leiktíðinni en Barcelona hefur verið í basli. Lið sem er með galdramanninn Lionel Messi innanborðs verður aftur á móti seint afskrifað. Tímabilið hefur samt verið vonbrigði fyrir Barcelona sem varð í 2. sæti í deildinni, datt út í átta liða úrslitum í bikarnum og missti af úrslitaleiknum í Súperbikarnum á Spáni. Titlalaust tímabil til þessa og síðasti möguleikinn á titili liggur í Meistaradeildinni. Allt aðra sögu er að segja af liði Bayern München sem vann þýsku deildin með þrettán stiga mun og 4-2 sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleik bikarsins. Bayern München hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan 2013 en getur endurtekið leikinn og unnið þrennuna núna eins og þá. watch on YouTube Lewandowski með Messi-Ronaldo tölur Það þarf ekki að koma mikið á óvart að sumir stilla þessum leik upp sem einvígi á milli Robert Lewandowski og Lionel Messi, stærstu stjarna liðanna. Messi hefur verið í sínum eigin heimi í öll þessi ár og þarf ekki að sanna sig en með frammistöðu Lewandowski á leiktíðinni hefur pólski framherjinn verið að banka á dyrnar á efstu hæðinni hjá Messi og Cristiano Ronaldo. Robert Lewandowski er búinn að skora þrettán mörk í Meistaradeildinni á leiktíðinni og vantar fjögur mörk til að jafna met Cristiano Ronaldo. Lewandowski er alls kominn með 53 mörk í 44 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni og það eru sannkallaðar Messi og Ronaldo tölur. Lionel Messi hefur látið sér nægja að skora 31 mörk í 43 leikjum í öllum keppnum en hann er einnig með 26 stoðsendingar og setti nýtt stoðsendingamet í spænsku deildinni í vetur þar sem hann var bæði með yfir tuttugu mörk (25) og tuttugu stoðsendingar (21) í 33 deildarleikjum. „Ég skil alveg svartsýnina en við erum besta liðið í heimi. Vandamálið er að við sýnum það ekki alltaf,“ sagði Barcelona leikmaðurinn Arturo Vidal. watch on YouTube Ekki hægt að bera hann saman við Messi „Bayern mætir fullt af sjálfstrausti í leikinn en þeir verða átta sig á því að þeir eru ekki að fara spila við eitthvað lið úr Bundesligunni. Þeir eru að fara að spila við Barca. Við erum með Leo [Messi], við erum með bestu leikmennina og við viljum sanna okkur,“ sagði Vidal. Arturo Vidal var auðvitað spurður út í Robert Lewandowski og samanburð á honum og Lionel Messi. „Lewandowski er sérstakur, mjög hættulegur og óseðjandi markaskorari. Það verður erfitt fyrir okkur að stoppa hann en það er ekki mögulegt að bera hann saman við Messi sem er frá annarri plánetu. Það er aftur á móti hægt að segja að sé besti framherji í heimi ásamt Luis Suarez,“ sagði Vidal. „Við berum mikla virðingu fyrir þeim af því að Barcelona hefur verið í marga áratugi meðal bestu liða Evrópu,“ sagði Hansi Flick, knattspyrnustjóri Bayern München. Hefur verið besti leikmaður í mörg ár „Messi hefur verið besti leikmaðurinn í heimi í mörg ár og hann er afburðarleikmaður. Þetta er samt ekki bara Messi á móti Bayern. Þetta er Bayern á móti Barelona. Messi er heimsklassa leikmaður og við höfðum auðvitað velt því fyrir okkur hvað við ætlum að gera á móti honum,“ sagði Flick. „Við þurfum að gera þetta saman sem lið. Það er mikilvægt að spila skynsamlega á móti honum. Að átta sig á svæðunum hans, setja pressu á hann í einn á móti einum og vinna þá baráttu,“ sagði Hansi Flick. watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira
Bayern München og Barcelona mætast í kvöld í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en augum margra eru þetta tvö af sigurstranglegustu liðunum í keppninni í ár. Bayern München hefur verið á miklu skriði á leiktíðinni en Barcelona hefur verið í basli. Lið sem er með galdramanninn Lionel Messi innanborðs verður aftur á móti seint afskrifað. Tímabilið hefur samt verið vonbrigði fyrir Barcelona sem varð í 2. sæti í deildinni, datt út í átta liða úrslitum í bikarnum og missti af úrslitaleiknum í Súperbikarnum á Spáni. Titlalaust tímabil til þessa og síðasti möguleikinn á titili liggur í Meistaradeildinni. Allt aðra sögu er að segja af liði Bayern München sem vann þýsku deildin með þrettán stiga mun og 4-2 sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleik bikarsins. Bayern München hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan 2013 en getur endurtekið leikinn og unnið þrennuna núna eins og þá. watch on YouTube Lewandowski með Messi-Ronaldo tölur Það þarf ekki að koma mikið á óvart að sumir stilla þessum leik upp sem einvígi á milli Robert Lewandowski og Lionel Messi, stærstu stjarna liðanna. Messi hefur verið í sínum eigin heimi í öll þessi ár og þarf ekki að sanna sig en með frammistöðu Lewandowski á leiktíðinni hefur pólski framherjinn verið að banka á dyrnar á efstu hæðinni hjá Messi og Cristiano Ronaldo. Robert Lewandowski er búinn að skora þrettán mörk í Meistaradeildinni á leiktíðinni og vantar fjögur mörk til að jafna met Cristiano Ronaldo. Lewandowski er alls kominn með 53 mörk í 44 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni og það eru sannkallaðar Messi og Ronaldo tölur. Lionel Messi hefur látið sér nægja að skora 31 mörk í 43 leikjum í öllum keppnum en hann er einnig með 26 stoðsendingar og setti nýtt stoðsendingamet í spænsku deildinni í vetur þar sem hann var bæði með yfir tuttugu mörk (25) og tuttugu stoðsendingar (21) í 33 deildarleikjum. „Ég skil alveg svartsýnina en við erum besta liðið í heimi. Vandamálið er að við sýnum það ekki alltaf,“ sagði Barcelona leikmaðurinn Arturo Vidal. watch on YouTube Ekki hægt að bera hann saman við Messi „Bayern mætir fullt af sjálfstrausti í leikinn en þeir verða átta sig á því að þeir eru ekki að fara spila við eitthvað lið úr Bundesligunni. Þeir eru að fara að spila við Barca. Við erum með Leo [Messi], við erum með bestu leikmennina og við viljum sanna okkur,“ sagði Vidal. Arturo Vidal var auðvitað spurður út í Robert Lewandowski og samanburð á honum og Lionel Messi. „Lewandowski er sérstakur, mjög hættulegur og óseðjandi markaskorari. Það verður erfitt fyrir okkur að stoppa hann en það er ekki mögulegt að bera hann saman við Messi sem er frá annarri plánetu. Það er aftur á móti hægt að segja að sé besti framherji í heimi ásamt Luis Suarez,“ sagði Vidal. „Við berum mikla virðingu fyrir þeim af því að Barcelona hefur verið í marga áratugi meðal bestu liða Evrópu,“ sagði Hansi Flick, knattspyrnustjóri Bayern München. Hefur verið besti leikmaður í mörg ár „Messi hefur verið besti leikmaðurinn í heimi í mörg ár og hann er afburðarleikmaður. Þetta er samt ekki bara Messi á móti Bayern. Þetta er Bayern á móti Barelona. Messi er heimsklassa leikmaður og við höfðum auðvitað velt því fyrir okkur hvað við ætlum að gera á móti honum,“ sagði Flick. „Við þurfum að gera þetta saman sem lið. Það er mikilvægt að spila skynsamlega á móti honum. Að átta sig á svæðunum hans, setja pressu á hann í einn á móti einum og vinna þá baráttu,“ sagði Hansi Flick. watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira