Breytir dómkröfunni í samræmi við innborgun ríkisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2020 14:00 Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar. Vísir/Egill Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sýknaðir voru af ákæru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir að bætur í málinu sem von er á frá ríkinu á grundvelli nýrra laga breyti ekki málarekstrinum. Guðjón hafi samþykkt bæturnar og krafa hans á hendur ríkinu muni lækka sem þeim nemur.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að búast megi við að bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum verði greiddar út síðar í þessum mánuði. Bæturnar verða greiddar á grundvelli nýsamþykktra laga, sem heimila að bætur á bilinu frá 15 til 224 milljónum til þriggja málsaðila sem enn eru á lífi, og til maka og barna hinna tveggja látnu. Þá kemur greiðsla bóta á grundvelli laganna ekki í veg fyrir að bótaþegar höfði sérstakt bótamál fyrir dómstólum til heimtingar frekari bóta. Guðjón Skarphéðinsson hefur stefnt ríkinu til heimtingar bóta og þá krefst Kristján Viðar Júlíusson einnig bóta upp á 1,6 milljarða króna. Frá fyrirtöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti.Vísir/Vilhelm Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns segir að ákvörðun ríkisins hafi ekki áhrif á málareksturinn sjálfan. Krafa hans, sem er rúmur einn milljarður króna, muni þó lækka. „Umbjóðandi minn Guðjón Skarphéðinsson höfðaði mál gegn ríkinu fyrir alllöngu. Núna hefur ríkið ákveðið að borga upp í kröfurnar og af því leiðir að ég mun breyta dómkröfunum í samræmi við það og lækka þær sem nemur innborguninni.“ Í Fréttablaðinu kemur fram að Guðjón muni fá 145 milljónir króna í bætur frá ríkinu. Ragnar segir það ekki munu koma til með að breytast. „Umbjóðandi minn, Guðjón, hefur samþykkt það, en þetta breytir engu um dómsmálið vegna þess að lögin gera ekki ráð fyrir því og heldur ekki tilboð forsætisráðherra að þetta sé fullnaðargreiðsla. Þetta er eingöngu innágreiðsla, uppígreiðsla eins og það er kallað.“ Guðjón stefndi ríkinu til greiðslu bótanna í júní síðastliðnum. Krafa hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í október síðastliðnum og næsta fyrirtaka í málinu er nú í janúar. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Krafa ríkisins óbreytt um sinn Fyrirtaka var í máli Guðjóns Skarphéðinssonar gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. október 2019 06:00 Katrín segist til í að hitta Klúbbmenn Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. 22. október 2019 18:14 Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sýknaðir voru af ákæru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir að bætur í málinu sem von er á frá ríkinu á grundvelli nýrra laga breyti ekki málarekstrinum. Guðjón hafi samþykkt bæturnar og krafa hans á hendur ríkinu muni lækka sem þeim nemur.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að búast megi við að bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum verði greiddar út síðar í þessum mánuði. Bæturnar verða greiddar á grundvelli nýsamþykktra laga, sem heimila að bætur á bilinu frá 15 til 224 milljónum til þriggja málsaðila sem enn eru á lífi, og til maka og barna hinna tveggja látnu. Þá kemur greiðsla bóta á grundvelli laganna ekki í veg fyrir að bótaþegar höfði sérstakt bótamál fyrir dómstólum til heimtingar frekari bóta. Guðjón Skarphéðinsson hefur stefnt ríkinu til heimtingar bóta og þá krefst Kristján Viðar Júlíusson einnig bóta upp á 1,6 milljarða króna. Frá fyrirtöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti.Vísir/Vilhelm Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns segir að ákvörðun ríkisins hafi ekki áhrif á málareksturinn sjálfan. Krafa hans, sem er rúmur einn milljarður króna, muni þó lækka. „Umbjóðandi minn Guðjón Skarphéðinsson höfðaði mál gegn ríkinu fyrir alllöngu. Núna hefur ríkið ákveðið að borga upp í kröfurnar og af því leiðir að ég mun breyta dómkröfunum í samræmi við það og lækka þær sem nemur innborguninni.“ Í Fréttablaðinu kemur fram að Guðjón muni fá 145 milljónir króna í bætur frá ríkinu. Ragnar segir það ekki munu koma til með að breytast. „Umbjóðandi minn, Guðjón, hefur samþykkt það, en þetta breytir engu um dómsmálið vegna þess að lögin gera ekki ráð fyrir því og heldur ekki tilboð forsætisráðherra að þetta sé fullnaðargreiðsla. Þetta er eingöngu innágreiðsla, uppígreiðsla eins og það er kallað.“ Guðjón stefndi ríkinu til greiðslu bótanna í júní síðastliðnum. Krafa hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í október síðastliðnum og næsta fyrirtaka í málinu er nú í janúar.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Krafa ríkisins óbreytt um sinn Fyrirtaka var í máli Guðjóns Skarphéðinssonar gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. október 2019 06:00 Katrín segist til í að hitta Klúbbmenn Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. 22. október 2019 18:14 Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Krafa ríkisins óbreytt um sinn Fyrirtaka var í máli Guðjóns Skarphéðinssonar gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. október 2019 06:00
Katrín segist til í að hitta Klúbbmenn Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. 22. október 2019 18:14
Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07
Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55