Heppinn Lottó-leikmaður er 51 milljón króna ríkari eftir að dregið var út í kvöld. Sá var með allar tölur réttar. Tölur kvöldsins voru 3, 4, 22, 23 og 26.
Vinningsmiðinn var keyptur á netinu. Sex aðrir hlutu annan vinning og hver þeirra vann 116 þúsund hver. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.
Þá var einn með jókertölur kvöldsins réttar, í réttri röð, og hlýtur sá tvær milljónir í sinn hlut. Eins voru sjö með fjórar tölur í réttri röð í jókernum og hljóta þeir 100 þúsund krónur hver.
