Vandræðagemsinn Antonio Brown klúðraði sínum málum rækilega í NFL-deildinni í vetur en hefur nýtt tímann til þess að búa til tónlist. Fyrsta myndbandið kom svo í gær.
Lagið heitir „Whole Lotta Money“ en þar stærir stjarnan sig af því hversu ríkur hann er. Líklega engu logið þar en hann tapaði engu að síður hundruðum milljóna í vetur er hann kom sér viljandi út úr risasamningi við Raiders. Hann fór svo til Patriots þar sem hann náði aðeins að spila einn leik.
Myndbandið er eins og við mátti búast. Fljúgandi peningar og léttklæddar stúlkur. Lagið er stuttar tvær mínútur enda virðist kappinn ekki hafa samið mikið meiri texta en Whole Lotta Money.
