John Bolton reiðubúinn til þess að bera vitni í réttarhöldunum yfir Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2020 19:45 Donald Trump og John Bolton þegar sá síðarnefndi starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi fyrir forsetann. Hann hætti í september síðastliðnum eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. vísir/epa John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur sagt að hann sé tilbúinn til þess að gefa skýrslu fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í réttarhöldunum yfir forsetanum ef öldungadeildin stefnir honum sem vitni. Greint er frá þessu á vef New York Times og vísað í yfirlýsingu frá Bolton sem hann sendi frá sér í dag. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ef öldungadeildin stefnir mér sem vitni þá er ég tilbúinn til þess að koma og gefa skýrslu,“ sagði Bolton í yfirlýsingunni. Hann var þjóðaröryggisráðgjafi Trump frá því í mars í fyrra og þar til í september sama ár. Í frétt New York Times segir að afstaða Bolton geti haft töluverð áhrif á það hvert framhald málsins verði í öldungadeildinni en Repúblikanar og Demókratar hafa undanfarið tekist á um það hvernig réttarhöldin skulu fara fram. Demókratar hafa krafist þess að mikilvæg vitni, sem Trump kom í veg fyrir að gæfu skýrslu þegar rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans fór fram, kæmu fyrir öldungadeildina í réttarhöldunum. Kveðst búa yfir upplýsingum sem hafa ekki komið fram áður Bolton hefur sjálfur sagt að hann búi yfir upplýsingum um gjörðir og samskipti Trump við yfirvöld í Úkraínu sem ekki hafa áður komið fram. Hann gæti því átt svör við ýmsum ósvöruðum spurningum í málinu. Það að Bolton skuli vilja bera vitni setur þrýsting á öldungadeildarþingmanninn Mitch McConnell, Repúblikana frá Kentucky, að breyta þeirri afstöðu sinni að kalla ekki nein vitni til réttarhaldanna. McConnell hefur ekki tjáð sig um yfirlýsingu Bolton og þá er óljóst hvernig Trump sjálfur mun bregðast við. Að því er fram kemur í frétt New York Times bendir þó yfirlýsing Bolton sterklega til þess að hann muni bera vitni óháð því hvort forsetinn reyni að koma í veg fyrir það. Tvær ákærur á hendur Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar fara með meirihluta, samþykkti í síðasta mánuði að ákæra Trump fyrir embættisbrot. Ákærurnar á hendur forsetanum eru tvær. Annars vegar er hann sakaður um að misnota vald sitt og hins vegar að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Meðal annars stöðvaði Trump afhendingu tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt. Þá var fundur Zelensky og Trump, sem Zelensky sóttist eftir, skilyrtur því að forsetinn úkraínski tilkynnti tvær rannsóknir sem koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04 Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. 19. desember 2019 19:00 Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoð til Úkraínu olli titringi og togstreitu innan ríkisstjórnar hans í sumar og haust. Tveir ráðherrar og þjóðaröryggisráðgjafi reyndu að tala um fyrir honum en án árangurs. 30. desember 2019 13:25 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur sagt að hann sé tilbúinn til þess að gefa skýrslu fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í réttarhöldunum yfir forsetanum ef öldungadeildin stefnir honum sem vitni. Greint er frá þessu á vef New York Times og vísað í yfirlýsingu frá Bolton sem hann sendi frá sér í dag. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ef öldungadeildin stefnir mér sem vitni þá er ég tilbúinn til þess að koma og gefa skýrslu,“ sagði Bolton í yfirlýsingunni. Hann var þjóðaröryggisráðgjafi Trump frá því í mars í fyrra og þar til í september sama ár. Í frétt New York Times segir að afstaða Bolton geti haft töluverð áhrif á það hvert framhald málsins verði í öldungadeildinni en Repúblikanar og Demókratar hafa undanfarið tekist á um það hvernig réttarhöldin skulu fara fram. Demókratar hafa krafist þess að mikilvæg vitni, sem Trump kom í veg fyrir að gæfu skýrslu þegar rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans fór fram, kæmu fyrir öldungadeildina í réttarhöldunum. Kveðst búa yfir upplýsingum sem hafa ekki komið fram áður Bolton hefur sjálfur sagt að hann búi yfir upplýsingum um gjörðir og samskipti Trump við yfirvöld í Úkraínu sem ekki hafa áður komið fram. Hann gæti því átt svör við ýmsum ósvöruðum spurningum í málinu. Það að Bolton skuli vilja bera vitni setur þrýsting á öldungadeildarþingmanninn Mitch McConnell, Repúblikana frá Kentucky, að breyta þeirri afstöðu sinni að kalla ekki nein vitni til réttarhaldanna. McConnell hefur ekki tjáð sig um yfirlýsingu Bolton og þá er óljóst hvernig Trump sjálfur mun bregðast við. Að því er fram kemur í frétt New York Times bendir þó yfirlýsing Bolton sterklega til þess að hann muni bera vitni óháð því hvort forsetinn reyni að koma í veg fyrir það. Tvær ákærur á hendur Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar fara með meirihluta, samþykkti í síðasta mánuði að ákæra Trump fyrir embættisbrot. Ákærurnar á hendur forsetanum eru tvær. Annars vegar er hann sakaður um að misnota vald sitt og hins vegar að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Meðal annars stöðvaði Trump afhendingu tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt. Þá var fundur Zelensky og Trump, sem Zelensky sóttist eftir, skilyrtur því að forsetinn úkraínski tilkynnti tvær rannsóknir sem koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04 Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. 19. desember 2019 19:00 Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoð til Úkraínu olli titringi og togstreitu innan ríkisstjórnar hans í sumar og haust. Tveir ráðherrar og þjóðaröryggisráðgjafi reyndu að tala um fyrir honum en án árangurs. 30. desember 2019 13:25 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. 19. desember 2019 06:04
Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. 19. desember 2019 19:00
Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoð til Úkraínu olli titringi og togstreitu innan ríkisstjórnar hans í sumar og haust. Tveir ráðherrar og þjóðaröryggisráðgjafi reyndu að tala um fyrir honum en án árangurs. 30. desember 2019 13:25