Ekki tókst að kveikja Þrettándabrennu á Ægisíðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 6. janúar 2020 19:45 Aðeins náðist að kveikja í lítilli glæðu í bálkestinum niðri á Ægisíðu í tilefni af Þrettándanum. vísir Ekki tókst að kveikja upp í bálkesti niðri á Ægisíðu sem kveikja átti í í kvöld í tilefni af Þrettándanum. Það sé vegna þess að illa hafi gengið að bera eldivið á bálköstinn í dag vegna veðurs. Þetta segir Hörður Heiðar Guðbjörnsson, skipuleggjandi brennunnar og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Búið átti að vera að kveikja í bálkestinum þegar fréttamann Stöðvar 2 bar að garði fyrir kvöldfréttirnar rétt eftir kl. 19:30 en þá hafði gengið illa að kveikja í. Hópur fólks hafði gengið með kyndla frá Melaskóla að Ægisíðu en flestir brennugestir fóru að tínast heim upp úr klukkan sjö þegar ekkert hafði gengið í kveikjutilraunum segir Hörður í samtali við fréttastofu Vísis laust upp úr hálf átta. Hann segir að timbrið sé líklega allt of blautt eftir rigningar dagsins og að eldsneytið sem búið hafi verið að hella yfir bálköstinn hafi líklegast skolað í burtu. „Það kom mikil úrkoma hérna seinnipartinn eftir að olían var sett á þannig að hún hefur bara lekið af og það náðist aldrei upp eldur.“ Það er þó smá logi í kestinum en skipuleggjendur bíða nú eftir að geta slökkt í loganum. Hörður segir þó að aldrei hafi náðst upp neinn almennilegur eldur í kestinum. Þá hefur fréttastofu einnig borist ábendingar um að flugeldasýning sem halda átti samhliða brennunni á Ægisíðu hafi ekki gengið eftir. Áramót Flugeldar Jól Reykjavík Tengdar fréttir Sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Sautján áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og verður tendrað í flestum þeirra klukkan hálf níu annað kvöld. Þrjú skotsvæði fyrir flugelda hafa verið sérstaklega afmörkuð í Reykjavík á gamlárskvöld eða á Skólavörðuholti þar sem verður að hluta til lokað fyrir umferð, á Klambratúni og Landakotstúni. 30. desember 2019 13:30 Tvísýnt um áramótabrennur en viðrar betur til sprenginga Hvassviðri á Vesturlandi og á suð-austurhluta landsins gæti gert brennuhöldurum erfitt um vik. 31. desember 2019 08:31 Þrettándagleði víða á höfuðborgarsvæðinu í dag Fólk mun koma saman með kyndla, skjóta upp flugeldum og kveðja jólin. 6. janúar 2020 12:59 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Ekki tókst að kveikja upp í bálkesti niðri á Ægisíðu sem kveikja átti í í kvöld í tilefni af Þrettándanum. Það sé vegna þess að illa hafi gengið að bera eldivið á bálköstinn í dag vegna veðurs. Þetta segir Hörður Heiðar Guðbjörnsson, skipuleggjandi brennunnar og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Búið átti að vera að kveikja í bálkestinum þegar fréttamann Stöðvar 2 bar að garði fyrir kvöldfréttirnar rétt eftir kl. 19:30 en þá hafði gengið illa að kveikja í. Hópur fólks hafði gengið með kyndla frá Melaskóla að Ægisíðu en flestir brennugestir fóru að tínast heim upp úr klukkan sjö þegar ekkert hafði gengið í kveikjutilraunum segir Hörður í samtali við fréttastofu Vísis laust upp úr hálf átta. Hann segir að timbrið sé líklega allt of blautt eftir rigningar dagsins og að eldsneytið sem búið hafi verið að hella yfir bálköstinn hafi líklegast skolað í burtu. „Það kom mikil úrkoma hérna seinnipartinn eftir að olían var sett á þannig að hún hefur bara lekið af og það náðist aldrei upp eldur.“ Það er þó smá logi í kestinum en skipuleggjendur bíða nú eftir að geta slökkt í loganum. Hörður segir þó að aldrei hafi náðst upp neinn almennilegur eldur í kestinum. Þá hefur fréttastofu einnig borist ábendingar um að flugeldasýning sem halda átti samhliða brennunni á Ægisíðu hafi ekki gengið eftir.
Áramót Flugeldar Jól Reykjavík Tengdar fréttir Sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Sautján áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og verður tendrað í flestum þeirra klukkan hálf níu annað kvöld. Þrjú skotsvæði fyrir flugelda hafa verið sérstaklega afmörkuð í Reykjavík á gamlárskvöld eða á Skólavörðuholti þar sem verður að hluta til lokað fyrir umferð, á Klambratúni og Landakotstúni. 30. desember 2019 13:30 Tvísýnt um áramótabrennur en viðrar betur til sprenginga Hvassviðri á Vesturlandi og á suð-austurhluta landsins gæti gert brennuhöldurum erfitt um vik. 31. desember 2019 08:31 Þrettándagleði víða á höfuðborgarsvæðinu í dag Fólk mun koma saman með kyndla, skjóta upp flugeldum og kveðja jólin. 6. janúar 2020 12:59 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Sautján áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og verður tendrað í flestum þeirra klukkan hálf níu annað kvöld. Þrjú skotsvæði fyrir flugelda hafa verið sérstaklega afmörkuð í Reykjavík á gamlárskvöld eða á Skólavörðuholti þar sem verður að hluta til lokað fyrir umferð, á Klambratúni og Landakotstúni. 30. desember 2019 13:30
Tvísýnt um áramótabrennur en viðrar betur til sprenginga Hvassviðri á Vesturlandi og á suð-austurhluta landsins gæti gert brennuhöldurum erfitt um vik. 31. desember 2019 08:31
Þrettándagleði víða á höfuðborgarsvæðinu í dag Fólk mun koma saman með kyndla, skjóta upp flugeldum og kveðja jólin. 6. janúar 2020 12:59